Gleðilegt sumar!
19.4.2007 | 14:11
Konur, ritskoðun og lífskjör í Íran
19.4.2007 | 00:26
Veturinn kveður með óþarfa hvelli
18.4.2007 | 22:56
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook
Blessað kjördæmið mitt - VG rokkar enn
18.4.2007 | 19:04
Óviðráðanleg þörf fyrir að hrósa borgarstjóra
18.4.2007 | 18:13
Sjónvarpsseríur sem enda ekki (Prison Break)
18.4.2007 | 00:11
Hef ánetjast tveimur sjónvarpsþáttaröðum, 24 og Prison Break undanfarna vetur (báðar mjög spennandi og önnur alla vega (24) með mjög vafasömu innihaldi en óbærilegri spennu - sem er nóg fyrir mig). Missti af lokaþætti nýjustu seríu Prison Break og þegar ég kom heim áttu eftirfarandi samræður sér stað:
- Hvernig var lokaþáttur Prison Break?
- Þetta var ábyggilega ekki lokaþáttur, hann endaði engan veginn.
- Lokaþátturinn í fyrra var svoleiðis líka, ég ætlaði aldrei að láta hafa mig að fífli aftur.
- Ég veit eiginlega ekki hvernig hann endaði.
Svo fór ég á netið og fletti upp lokaþættinum og fékk tvær mismunandi útgáfur: Annars vegar að framburður hálfsköllótta, dökkhærða gæjans hefði sýknað Lincoln og Söru og hins vegar að Sara væri komin í verulegan vanda, jafnvel úti um hana. Svo ég hélt áfram að spyrja fjölskylduna:
- Kom fram framburður sem sýknar Lincoln og Söru?
- Hann fær ábyggilega hjartaáfall.
- Bíddu, fékk einhver hjartaáfall?
- Nei, hann fær ábyggilega hjartaáfall í næstu seríu.
- Kom framburðurinn fram eða ekki?
- Hann er búinn að segja þetta en það er ekki komin niðurstaða.
- Hann er ekki búinn að bera vitni (þegar hér er komið sögu ætti að vera ljóst að ekkert okkar man hvað þessi hálfsköllótti, dökkhærði sem reyndi að drekkja Söru í baðkarinu en er núna orðinn góður, heitir).
HJÁLP!
Vetur án kvefs?
17.4.2007 | 23:00
Nú er hafið æðisgengið kapphlaup við veturinn, ég er staðráðin í að láta kvef ekki leggja mig að velli núna í vetur, og núna þegar ég er farin að snýta mér og reyna að láta linsurnar fljóta rétt í uppfullum augunum þarf ég bara að harka af mér í rúman sólarhring í viðbót til að lifa heilan vetur án kvefs! Verðugt verkefni, ekki satt? Yfirleitt hef ég líka verið hraust, ekkert átakanlega kvefsækin miðað við þau ár sem börnin voru á leikskóla og í skóla þar sem þau pikkuðu upp allar pestir. Reyndar smá viðvörun í vetur varðandi heilsuna, en það er allt komið í farveg, þannig að ég get aftur farið að láta kvef fara í taugarnar á mér. Mikil forréttindi meðan það er ekkert alvarlegra. Atsjú!
Æsispennandi framhaldssaga um vottun á launajafnrétti - 2. kafli
17.4.2007 | 22:11
Búin að finna meira um það sem ég heyrði í hádegisfréttum. Fann þetta á síðu 4 í mogganum í dag (pappírsútgáfunni). Sem sagt, fjölmörg fyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á tillögum samráðshóps félagsmálaráðherra um vottun á jafnlaunastefnu og fjögur vilja fá svona vottun þegar í stað - bæði opinber og einkafyrirtæki! Þetta verður gæðastimpillinn þeirra. Glæsilegt. Mér finnast þetta vera stórfréttir! Félagsmálaráðherra var að kynna málið í gær ásamt fólki frá Háskólunum í Reykjavík og á Bifröst.
Þá þarf bara að ráðast að launaleyndinni, sjá kafla 3. í þessari æsispennandi framhaldssögu. Ég vona að hann verði birtur sem allra fyrst. VG eru líklegastir til að gera eitthvað í því máli og ég held að stór hluti Samfylkingarinnar eigi samleið með okkur hvað það varðar, vona alla vega að hægri armurinn hjá þeim sé ekki of stór, nei é g hef tröllatrú á þetta gæti gerst á næstu árum komist réttir flokkar til valda.
Uppsveiflan á Suðurlandi og ástæður skiptingar
17.4.2007 | 20:19
Vottun um launajafnrétti hjá fyrirtækjum?
17.4.2007 | 12:35