Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2011

VG á hundrađ vegu

Viđ vinstri grćn erum fjölbreyttur hópur og ţótt flestar hugsjónir okkar fari saman, ţá greinir okkur á um áherslur, ađalatriđi og ađferđir. Brotthvarf ţriggja ţingmanna VG úr ţingflokkinum og ályktanir svćđisfélaga í kjölfariđ hafa leitt fjölmiđla út á ţá braut ađ bregđa upp einsleitri mynd af stöđunni innan flokksins. Annars vegar er ţessi órólega deild og hins vegar órofa samsamstćđur hópur sem eftir stendur. Ţannig er ţađ ekki. Mörg einlćg vinstri grćn, međal annars formenn margra svćđisfélaga, hafa hrökklast úr flokknum og jafnvel međ rógmćlgi á bakinu. Og ţví fer fjarri ađ ţćr ályktanir svćđisfélaga sem rata í fjölmiđla og sneiđa ađ ţeim Atla og Ásmundi, hafi veriđ samţykktar einróma. Hvađ kjósendur VG varđar ţá eru ţeir ekki síđur fjölbreyttur hópur en virkustu flokksfélagar. Set ţetta fram til umhugsunar. Ţađ eru ekki allir viđhlćjendur vinir.

Liđiđ sem slćr Álftnesinga út sigrar alltaf í Útsvari - en tćpt var ţađ núna!

Liđiđ sem slćr Álftnesinga út sigrar alltaf í Útsvari - en tćpt var ţađ núna! Í kvöld var ég nćstum alveg viss um ađ ţetta gengi ekki eftir, en svona hefur ţetta veriđ fram til ţessa, ef liđ sigrar Álftanes í Útsvari, ţá sigrar ţađ lokakeppnina. Held ţetta sé án undantekninga.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband