Bloggfćrslur mánađarins, september 2011

14-2

Ţegar danskar kosningar eru í fréttum (og vinstri sveifla loks ađ eiga sér stađ) ţá hvarflar hugurinn ađ Danmörku og dönskum hversdags- og furđuheimum. Danska blóđiđ mitt fer ađ ólga, ţótt ég kannist ekki sérlega mikiđ viđ ţađ, lít á dönsku t.d. sem erfđagalla en ekki tungumál, mál sem ţó jađrara viđ ađ ég geti talađ ađ gagni.

Samt er svo margt, ef ađ er gáđ, sem er alveg einstakt viđ Dani og Danmörku: Land, ţar sem hćgri flokkur heitir Venstre og miđflokkurinn Radikale Venstre, hvađ segir mađur um ţađ? Ţar sem bćrinn ,,Nćstved" er til. Fátt er flottara en Svantes lykkliga dag, ,,om lidt er kaffen klar" og gruk Piet Hein eru ,,dejlig" ef eitthvađ er ţađ. Samt finnst mér Danir stundum hryssingslegir, hrokafullir (arfur nýlenduherra) og síreykjandi og sjaldan eins ljúfir og af er látiđ (nema Sússa frćnka). Aldrei skilgreint mig sem sérstakan Dana-vin en hins vegar full ađdáunar á Bretum, ţótt ég eigi yndislegar danskar vinkonur (Helle og Helle) en frómt frá sagt ekki lengur neinar enskar, sem ég man eftir. Ótal skemmtilegar stundir í Kaupmannahöfn, frá ţví ađ ég var sjö ára, fimmtán ára og fullorđinsárum, samt er ţađ London sem alltaf togar.

Ćtli ţetta sé eitthvert 14-2 syndrome (heilkenni)? 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband