Bloggfćrslur mánađarins, september 2010

Gamla 11 kg ferđatölvan mín ...

Fyrir nokkrum árum neyddist ég til ađ henda gömlu 11 kg ferđatölvunni minni sem hafđi svosem veriđ fyrir og til einskis gagns í fjöldamörg ár, en mér ţótti hálft í hvoru vćnt um hana. Gömlu batteríshlunkarnir sem höfđu dagađ uppi innanborđs voru farnir ađ leka baneitruđum (vćnti ég) sýrum og út skyldi kvikindiđ. Hafđi hálfgerđan móral, mér ţótti vćnt um hana ţó hún vćri ţung, kraftlaus og löngu úrelt, meira ađ segja ţegar ég fékk hana.

amstrad-ppc

Ţađ var sumariđ 1989. Ég hafđi skođađ fyrr um voriđ unađslegar Toshiba fartölvur, sem líktust talsvert mikiđ núverandi fartölvum. Ţćr voru í hćsta lagi 3 kg á ţyngd og kostuđu um 300 ţúsund kall í Singapore, ţar sem ég ţurfti ađ fara bćinn á enda til ađ finna tölvuverslun. Ekki beint sú verđlagning sem ég réđ viđ. Um sumariđ fann ég sárabótina, Amstrad PPC512, í vesturenda Oxford Street í London. Hún kostađi um 33 ţúsund kall og ţađ var meira ađ segja talsvert meira en ég taldi mig hafa efni á, en huggađi mig viđ ađ ég fengi virđisaukann endurgreiddan viđ brottför frá Bretlandi. Ávísunin sem mér var heitiđ á flugvellinum er enn ókomin en vélina átti ég í hálfan annan áratug.

 

ppc640aa

Nostalgía, tölvunördaháttur og sagnfrćđi fengu mig til ađ fletta ţessu bákni upp, og ég fann ţá út ađ tölvan hefđi ,,bara" vegiđ 11 komma eitthvađ pund, eđa sex kíló. En NB ţađ var áđur en mađur hlóđ hana međ 10 risabatteríum og án hlunksins sem var straumbreytir og fylgdi međ, en batteríin entust í klukkustund og ţurftu ađ vera í ţótt tölvan vćri í sambandi. Ţannig ađ ćtli ţetta hafi ekki slagađ upp í 11 kílóin ţegar til kom.

Og ef einhver heldur ađ ég hafi veriđ ađ gera meiri háttar mistök međ ţví ađ henda henni, ţá er ţađ hvorki fjárhagslegur né tilfinningalegur skađi, ein slík fór á 12 pund (GBP) á eBay í sumar og tilfinningarnar viđ ađ drösla henni á milli stađa voru blendnar, enda var ţetta ekki einu sinni kallađ ,,portable" fyrirbćri heldur ,,luggable". En gaman var ađ rifja upp kynnin og skođa myndir og stađreyndir.

 

Ég hef bćđi séđ talađ af virđingu um ţessa tölvu og svolítiđ niđrandi. Í lokin smá stađreyndir af netinu - tek fram ađ ég átti eldri og kraftlausari gerđina (512):

Amstrad PPC512,
PPC 640

type computer
country England

year 1988
os Dos 3.3, Gem
cpu Nec V30
speed  8 MHz
ram 512 KB /
640 KB
rom 16 KB
graphic 640x200
colors mono green
sound beeper
disk 3,5" floppy (720 KB)
ports
Centronigs, RS323,
CGA, two expansion ports,
modem
comment Amstrad PPC 512
and PPC 640 are quite
heavy (6kg) portable
computers with poor LCD
screen and buit-in modem.
It's also works with 10
batteries, but only one
hour :)
.

AMSTRAD PPC512: I don't know if it is callable "notebook", it was far from a notebook... It has a cool design, but not very usable because it has not a harddisk and he need 10 size A battery (obviously not rechargeable) :)

(Og PS ... ég veit ţađ er fleira ađ gerast í landinu).


Allt sem getur gerst međan ţú ert upptekin

Merkilegt hvađ allt hefur sinn gang hvrt sem mađur er ađ fylgjast međ eđa ekki. Eins og fleiri Íslendingar er ég mikill fréttafíkill og skil eiginlega ekki hvernig (stór)viđburđir geta átt sér stađ án ţess ađ ég fylgist međ ţeim, en auđvitađ er ţađ einmitt ţađ sem gerđist í síđustu viku. Međan ég var upptekin í mínum litla heimi, ţar sem nóg var ađ gerast, var ćđi viđburđarík fréttavika ađ líđa. Hálf skrýtiđ.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband