Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Atvinnulausir og/eða athyglissjúkir bloggarar?

Missti ég af fjörlegri umræðu hér á blogginu meðan ég var í fríi eða er ég eina manneskjan sem les blöð á pappír? Ég rak nefnilega augun í svo bráðskemmtilega skilgreiningu Víkverja (eða Staksteina, skiptir ekki máli) á bloggurum í Mogganum fyrir líklega rúmri viku. Þar sem systir mín var svo sæt að koma með Moggann til okkar á Kanarí þá var hvert snifsi í blaðinu lesið upp til agna og þar kom að röðin var komin að Víkverja sem skildi bara alls ekki í því hvernig bloggarar hefðu tíma til að tjá sig um allt mögulegt og ómögulegt. Varpaði fram spurninginni hvort þeir væru ekki upp til hópa annað hvort atvinnulausir eða athyglissjúkir, ef ekki hvort tveggja.

Nú skal játast að ég sinnti internetinu ekkert óskaplega mikið í fríinu og vera má að þessi umræða hafi farið ljósum logum um Moggabloggið, en ef ekki þá langar mig endilega að heyra álit fleiri á þessari skilgreiningu á manni ársins (bloggaranum). Hafi athyglissýki rekið Víkverja til þessara skrifa, þá finnst mér líka fróðlegt að vita hvort hann hefur haft erindi sem erfiði. Ég hefði nefnilega haldið að þetta væri pottþétt aðferð til að fá svolítið krassandi umræðu og gruna Víkverja um að hafa einmitt langað til koma einhverju slíku af stað ;-) því augljóslega les hann bloggið.


Smá viðbót við mini-golf-tapara kveðskap

Aftur reikar hugurinn til Kanarí þar sem kveðskapurinn var seinast farinn að fjalla um listina að tapa í mini-golfi. Heiðursfólkið Gunnar og Inga af Álftanesi og Ási sonur Gunnars voru orðin æði slyng í mini-golfi þegar í hópinn bættust viku síðar þau Hafsteinn og Inga og Anna og Ari. Því var á brattann að sækja að fella það vígi. Af því tilefni orti Hafsteinn vísu sem má sjá í næstseinasta bloggi hér á undan. En varla hafði ég sett það á blað þegar upp rifjaðist að bæði Ari og Hafsteinn höfðu raunar sigrað þá feðgana sem skæðastir voru og þar sem einn sigur er skárri en ekki neinn þá verð ég að fá að bæta þessum vísum í sarpinn og lýkur þá (væntanlega) umræðu um mini-golf á Kanarí. 

Heyrðu góði Hafsteinn minn
haf þú þökk og Inga
Fyrir frækinn kveðskapinn
og fyrir það að snúa á feðga slynga.

Ef ég man það ekki rétt
að sigur hafir unnið
Í baráttu sem barst um stétt
og brekkur - þá ég það í draum' hef spunnið.

Við öll vitum um það snýst
að vera í sigur þyrstust
Og af ákefð stundum hlýst
á endanum að síðust verða ,,fyrstust"


Allt er vænt sem vel er vinstri grænt

Eftir mjög stopular flettingar í mbl.is og einstaka fréttir að heiman síðastliðnar tvær vikur er ég að byrja að ráðast á blaðabunkann og fletta í vefsíðunum. Vinstri græna hjartað gleðst yfir mörgu þar, góðu gengi í könnunum, góðum málefnum, dirfsku til að ræða óhefðbundin, ný og oft viðkvæm mál og koma þeim í umræðuna og því góða fólki sem leggur málstað okkar lið.


Sigrar og ósigrar í frí-ríkinu Kanarí

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum sem les pistlana mína að mér þykir afskaplega vænt um Kanarí, þetta furðulega frí-ríki. Á meðan verðbréfamarkaðir heimsins riða hugsa ég dreymin til Kanarí, komin heim í  kuldann hér heima. Leonard Cohen orti í miðri Svínaflóadeilunni (frá Kúbu) ljóð sem hann kallaði: The only Tourist in Havana turns his Thoughts Homewards. Ég hef þetta bara öfugt og yrkisefnið aðeins minna dramatískt.

Þróunin á Kanarí er merkileg. Rótgróin viðskipti, eins og indverski dúkasölumaðurinn í Fair Trade í CC Gran Capparel á Ensku ströndinni eiga í vök að verjast og þessi geðfelldi Indverji er að flytja til Barcelona eftir mánuð. Hann hefur selt mörgum Íslendingum fallega dúka, enda einn sá smekkvísasti í bransanum, og nú er hægt að gera reyfarakaup í Fair Trade áður en pakkað verður niður, Rúmfatalagersverð á fallegum dúkum í öllum stærðum. Skýringin að sögn eigandans er sú að uppbyggingin í nágrannabænum Meloneras hafi falist í því að vera með fleiri og flottari hótel sem byggja á því að allt sé innifalið og fólk fari helst ekki út af hótellóðinni. Það er í rauninni alveg í andstöðu við lífsstílinn á Kanarí sem byggist á því að fara víða, hitta vini og kunningja eða vera út af fyrir sig. En fyrst og fremst að vera út um allt, taka strætó nr. 1 til Las Palmas eða nr. 32 til Puerto Mogan og þræða góða veitingastaði á Ensku ströndinni eða Meloneras. Nokkrir punktar frá seinustu dögunum á Kanarí.

Hér er alltaf tími til að hreyfa sig, ganga, spila tennis, golf eða hvað sem hugurinn stendur til. Hér er alltaf hægt að borða hollan og góðan mat án þess að fara á hausinn, án þess að þurfa að hirða um matseld eða uppvask, frekar en hver og einn vill. Hér er tími til að spjalla, gera eitthvað skemmtilegt saman, bara vera til saman.  

  • Okkar maður á Teneguia fékk að vita að hótelið væri í endurbyggingu. Ef svo er þá fer hún hægt af stað, þar er enn búið í mörgum íbúðum (við erum búin að rannsaka málið), en reyndar er þessi endurbyggingin á döfinni og líklega hafin í hluta hótelsins. Þetta er hér með áréttað vegna fyrri fréttar.
  • Paraiso Maspalomas, sú aldra heiðursdrotting íbúðahótelanna, er í smá lægð þessa stundina, en við Ari viljum samt hvergi annars staðar vera. Næturvaktin er formlega séð aflögð (samt er feiti næturvörðurinn enn á vakt í lobbyinu) og nú er komin slá fyrir illa malbikaða heimreiðina ef maður kemur heim eftir eitt á nóttunni. Allt í lagi fyrir fótgangandi. Heimreiðin hér er merkileg, hér er nefnilega vinstri umferð fyrstu 100 metrana eftir að inn á hótellóðina er komið. Ekki spyrja mig hvers vegna.
  • Abdul götusali lenti í óvæntu ævintýri í gær þegar kona nokkur (undirrituð) hljóp hann uppi til að fá að kaupa af honum úr. Hann er vanari því að þurfa að ota vöru sinni að viðskipavinunum. Ég ætla ekki að fara út í nein smáatriði um málið en sumir veitingastaðir banna götusölum aðgang og Abdul selur mjög skemmtileg úr sem endast í nákvæmlega ár og þykjast ekki vera Rolex. Hann var svo hissa að hann seldi mér úrið umyrðalaust á fimm evrur en venjulega hefur tekið um korter að prútta því niður í sex evrur. Mæli með þessum viðskiptaháttum.
  • Paddy Murphy í kjallara Roque Nublo er allur að koma til eftir eigendaskiptin. Enskur skemmtanastjóri er að ná sér á strik þar en ég er ekki viss um að allir Skandinavarnir sem stunduðu staðinn áður hafi húmor fyrir honum. Eitt af því sem hann gerir er að útdeila glasamottum til að henda í ákveðinn karókísöngvara ef hann er of duglegur að syngja Rawhide og ég hef séð viðkvæma Skandinava setja upp sársaukafullan undrunarsvip. Þarna eru Íslendingarnir hins vegar í essinu sínu.
  • Besti írski pöbbinn núna er búinn að stroka út orðið Irish úr útstillingunni sinni: Live Irish Music Every Night. Sá heitir Friar Tuck og er á vinstri hönd þegar farið er niður ,,Gilið”. Besta músíkin á svæðinu, Skotinn Elsa McTaggard sem á íslenska mágkonu. Heimurinn er svo lítill. Hún var svo vinsamleg að kalla okkur nokkra félagana hér: ,,The queen of Iceland, the man who sold the horse and the man who bumped his head to the ceiling".
  • Ég beið spennt eftir að fá næstu vísu frá honum Hafsteini, sú fjallar um tapara í mini-golfi og ég ætla rétt að vona að hún sé ekki ort til mín! Hér er hún:

Við mætum hress í mini-golf

og miðum stíft í holugatið

Síðan fer svo allt á hvolf

þetta var nú meira tapið 

Erfitt að spila við þá ég þekki

þeir eru bara með tóma hrekki

og þá er úti með góða skapið

þar til næst, ég á þeim hvekki.     

 


Úr ödrum heimi

Merkilegt hvad unnt er ad komast í annan fasa med thví ad skreppa í frí. En nú styttist í heimkomu og thá fara adrir hlutir en mini-golf og hitastig ad skipta meira máli. Thangad til gódar kvedjur frá Kanarí og sólinni sem reyndar er med minna móti í dag, og hvílir húdina vel.

Hagyrdingar og tívolí

Hér í aftakablídunni eru hagyrdingar á ferd. Sendi eina frá honum Hafsteini med kvedju úr Tívolí:

 

Sitja, standa, sofa sveitt

Sídan ekki gera neitt

Bara hanga, út ad ganga

Vid erum ordin ansi threytt

Thegar allt er komid í throt

thá förum vid á Landakot


Meira frá Kanarí og fyndnir Finnar

Frekar rólegt hér í blídunni, hér er gott ad vera og sérlega fyndid ad fylgjast med mismunandi tilburdum vid mismunandi tungumálakunnáttu. Sumir gestanna hér reyna ad bjarga sér á spönsku, sem getur verid mjög mislukkad thar sem afgreidslufólk í verslunum og á veitingastödum er af ýmsu thjóderni, til daemis nánast eingöngu Indverjar sem selja raftaeki, en sumir theirra sem selja Íslendingum mest (Harry) vel talandi á íslensku, enda gódur bisness í thví. Elskulegir Finnar voru ad kvedja tiltektarstúlkuna um daginn á hótelinu sínu og hún sagdi upp á spönsku Adios í kvedjuskyni en their brostu sínu blídasta og sögdu Adidas!

Sorglegt ad fylgjast med klámumraedunni heima, thó ég geri ekki mikid ad thví ad fara í tölvuna núna, thá komst ég ekki hjá thví ad sjá svolítid af henni. Borgarstjóri, biskup, VG og Feministar mótmaela og eflaust ýmsir fleiri en allt kemur fyrir ekki, thad virdist daemast á okkur ad hýsa thetta frekar óvelkomna fyrirbaeri. Thó eflaust geti einhverjir klámkallar haft gaman af thá tek ég heilshugar undir med honum Bjarna Hardar ad vitneskja um baksvid thessa idnadar er nóg til ad segja nei takk!

Ad lokum notalegt ad vita ad enn virkar Moggabloggid, thó ég hafi lítid sinnt thví. Var ad hitta hér gesti á Paraiso Maspalomas sem höfdu rekist inn á bloggid vikuna ádur en their komu hingad, og svo hittumst vid vid sundlaugarbarinn ;-) bestu kvedjur til allra vina og vandamanna.


Svenni vann!

Gleditídindi bárust frá Ungverjalandi í gaer ad lag Svenna eins af vinum dóttur okkar hefdi sigrad í Eurovision! (Íslensku forkeppninni). Lang besta lagid reyndar. Hér á Kanarí var ekki, eins og í fyrra, bein útsending frá Eurovision, mér sýnist ad barinn sem sýndi frá atburdinum sé kominn á hausinn, en ábyggilega ekki Silvíu Nótt um ad kenna. Til hamingju Svenni!

Grafalvarlegur fréttapistill frá Kanarí

Afsakid pennaletina en nú er smá skýjafar hér á Kanarí eftir einmuna blídu ad undanförnu og tóm til ad skrifa háalvarlegan fréttapistil frá Kanarí.

Fyrst fréttir af tídarfari ad íslenskum sid: Vedurblídan ad undanförnu hefur sem sagt verid einstök, um og yfir 30 grádur flesta daga og alltaf jafn fallegt hér, med flaksandi pálmum og furutrjám út um allt. Í dag var hins vegar rok og varla nema 20 stiga hiti en brakandi blída á svölunum okkar á Paraiso Maspalomas. Hér hefur verid rigningarspá alltaf af og til en aldrei komid dropi úr lofti og vid sem hér erum erum afskaplega sátt vid thad.

Stjórnmál: Framsóknarmenn eru búnir ad uppgötva ad hér er gaman ad halda kosningafundi og hvergi verda slíkir fundir jafn fjölsóttir, 340 manns maettu á fund med Gudna Ágústssyni um seinustu helgi, en ég hef enn ekki hitt einn einasta sem kýs Framsókn úr hópnum sem kom á fundinn, vera má ad thad segi meira um vini mína en fundargesti. Hins vegar fór Gudni audvitad á kostum og thótti hid besta skemmtiefni hér, og er thó ekki fásinninu fyrir ad fara. Álftnesingarnir voru eitthvad ad atast í honum og ábyggilega fleiri en hann thótti hafa farid vel út úr fundinum, nema kannski thetta med ad fjölga kjósendum flokksins síns, ekki alveg viss med thad. Í morgun átti svo Ísólfur Gylfi Pálmason ad maeta med gítarinn sinn, en engar fréttir hef ég enn af theim fundi, og vidurkenni ad ég nennti engan veginn ad fara á fundinn, thótt ég hafi heyrt Gylfa spila og viti ad hann er dágódur músíkant.

Breytingar á umhverfinu: Hér er alltaf eitthvad ad breytast í umhverfinu - en Íslendingar sem til thekkja geta haldid áfram ad lesa:

  • Til daemis er verid ad endurbyggja vinsaelt Íslendingahótel, Teneguia, svo fólk sem hefur verid thar árum saman hefur thurft ad finna sér annad skjól.
  • Vinsaell bar í kjallar Roque Nublo, Paddy Murphy´s sem àrum saman hefur verid vinsaell medal Íslendinga og Nordmanna, enda írskur pöbb med búlgörskum söngvara (Nikolai) sem syngur írsk lög eins og engill, hefur skipt um eigendur og nú er Nikolai horfinn, enda búinn ad hóta thví í tvö ár, mamma hans í Búlgaríu er ordin gömul og tharfnast meiri adstodar en fyrr. Hann er kominn á skemmtiferdaskip thess í stad og ég býst vid ad norska eiginkonan og dóttirin sjái um mömmuna. Nýi eigandinn er feitlaginn Barbapapalegur náungi sem syngur ljómandi vel í karókí, sem er adalskemmtunin núna á thessum stad, en hálf er nú Snorrabúd stekkur enn sem komid er og frekar eydilegt um ad litast tharna á kvöldin, á stad sem alltaf var smekkfullur.
  • Hótelid vid hlidina á Paraiso Maspalomas, sem margir thekkja, er í endurbyggingu sem gengur mjög furdulega fyrir sig, fyrst er steypt og sídan er steypan brotin ad hluta, en vid sem ekki thurfum ad borga reikninginn, eigum ad láta okkur thetta í léttu rúmi liggja.
  • Byggingarsvaedid í Meloneras er sífellt ad taka á sig meiri mynd baejar.

Fastir lidir: Íslendingahópar og einstaklingar fá vidurnefni hér eins og annars stadar. ,,Sléttuúlfarnir" eru til ad mynda maettir á svaedid eins og oftar á thessum árstíma. Vidurnefnid fá their af heimaslódum sínum. Baendurnir eru hins vegar ekki hér í ár, alla vega ekki á thessum tíma. Harry er enn á sínum stad og fréttir berast af thví ad hann selji Íslendingum rafmagnsvöru og alls konar graejur sem aldrei fyrr.

Vid Ari sendum bestu kvedjur heim til allra, erum búin ad vera dugleg í mini-golfi med Ása, Gunna, Ingu og tengdaforeldrum Ása en ekki haft erindi sem erfidi. Búin ad rölta um alla Ensku ströndina meira og minna og hlökkum til ad fá Elísabetu systur og syni hingad í naestu viku. Vonum ad Óli og Simbi hafi thad gott og passi húsid vel. Og lýkur hér med Kanaríeyjapistli ad thessu sinni.


Toppurinn á ísjakanum og ,,kosningaréttur" barna

Dóttir mín hittir oft naglann á höfuðið. Þegar Byrgis- og Breiðavíkurmálin voru að koma upp sagði hún að þetta væri kannski bara toppurinn á ísjakanum. Fleira ætti eftir að koma í ljós. Aldrei þessu vant vona ég að hún hafi ekki rétt fyrir sér, en ég óttast að hún hafi það. Í rauninni er bara tvennt að gera núna:

1. Fara að veita því fólki sem á um sárt að binda hjálp. Það er eitthvert fát og fum í kerfinu, kannski tregða, kannski óöryggi. Því miður er þetta dæmi sem aðrar þjóðir hafa gengið í gegnum, bæði varðand vonda meðferð á börnum og eins eftirlits- og úrræðaleysi gegn misneytingu fólks sem notar trúarhópa sem skálkaskjól. Í fyrrnefnda málinu hefur safnast upp sársaukafull reynsla hjá nágrannaþjóðunum og nú er það okkar að gera ekki sömu mistök og reyna að apa það eftir sem vel er gert.

2. Bæta mannréttindi barna. Sem betur fer eru annars konar úrræði og miklu betri til núna fyrir börn í vanda, hvort sem er vegna heimilisaðstæðna eða annarra vandamála. Var eitt sinn á ferðalagi um Suðurland með Drífu Kristjánsdóttur á Torfastöðum þegar fjörleg unglingsstelpa kom hlaupandi og rauk upp um hálsinn á henni, fyrrverandi fósturbarn hjá henni, og greinilegt að þessi stelpa hafði búið við gott atlæti. Veit af fleiri dæmum um afskaplega vel heppnuðum úrræðum og vel vinnandi aðilum í ,,kerfinu". En - það má gera betur. Enn er ekki búið að finna úrræði til að vernda börn fyrir brotamönnum sem áreita þau, jafnvel innan veggja heimilanna. Enn eru mörg börn utanveltu í skólakerfinu. Lengi hefur verið þannig búið að barna- og unglingageðdeild að hún nær alls ekki að sinna öllum sem á þarf að halda tímanlega. 

Fyrir nokkrum dögum heyrði ég utan að mér að einhverjir væru að tala um hvort við værum kannski komið að því að þurfa að huga að kosningarétti barna. Plagsiður minn er að hlusta á fréttaþætti í bíl, svissa ört milli stöðva og lesa blöðin á hlaupum, þannig að ég man ekkert hvar og náði því ekki að finna þetta á netinu aftur. Kannski geta lesendur bloggsins hjálpað mér um þessar upplýsingar, hef áður notið góðrar hjálpar ykkar..... en alla vega leikur mér forvitni á að vita hversu mikil alvara þessu fólki var. Fyrir einhverjum 15-20 árum lenti ég nefnilega á frekar hefðbundnum (ég sagði ekki leiðinlegum) fundi um jöfnun atkvæðisréttar. Og þar vogaði ég mér að minna á að hægt væri að jafna atkvæðisrétt á ýmsa vegu, ekki bara milli kjördæma (en engum datt í hug annað en nákvæmlega það). Minnti á eins og sönnum sagnfræðingi sæmdi að stutt væri, á sagnfræðilega vísu alla vega, síðan konum og hjúum var treyst fyrir atkvæðisrétti. Og spurði hvort það væri kannski réttlátast að jafna atkvæðisrétt alveg, þannig að hverjum einstaklingi fylgdi eitt atkvæði. Auðvitað setti ég hundrað fyrirvara, ætlaði alla vega ekki að láta hanka mig á að ég væri að leggja til að fólk leggðist í barneignir til að öðlast ,,yfirráð" yfir fleiri atkvæðum. EN, það sem ég meinti var að það væri allt í lagi að hugsa aðeins út fyrir þröngan ramma. Og enn er ég á sömu skoðun. - Þetta er sem sagt fyrsta innleggið í ,,þetta sagði ég ykkur" síðuna mína. 

Þessi hugmynd var auðvitað sett fram í bríarí, ætlað að brjóta upp umræðuna og fyrst og fremst að fá fólk til að hugsa hverra hagsmuna við ættum að gæta. Hafði auðvitað þveröfug áhrif, enginn fór að hugsa og almennt held ég bara að fólk hafi verið hneykslað, enda gerist það oft þegar maður reynir að brjóta upp fastskorðaða umræðu. 

Reyndar heyri ég að einhverjir félagar mínir í VG vilja lækka kosningaaldurinn - svo sem ekki beint angi af sömu umræðu (eða hvað?) - en óneitanlega er ég sammála. 

 

 



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband