Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Smá misskilningur: Það þarf ekki að smala köttum, þeir una sér vel í nærveru góðs fólks!

Smá skilaboð úr grasrót VG!

cimg5656.jpg

cimg5662.jpg


Ánægjulegar fréttir

Get ekki annað en glaðst yfir vali á framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofunnar. Margrét er hörkukona sem hefur löngu sannað sig í störfum sínum. Hún hefur líka nauðsynlegan eldmóð. Kynni mín af henni og störfum hennar sannfæra mig um að þarna var vel valið.
mbl.is Ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja, þá vaknaði hann blessaður, mikið var ég oft búin að finna brennisteinslyktina

Eyjafjallajökull er víst öðru vísi núna: cimg5274.jpg

Kæra ríkisstjórn: Skoðum það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Það gerir þjóðin

Þjóðin sem reis upp og gerði búsáhaldabyltingu (sem endalaust verður deilt um hverju skilaði), hafnaði Icesave og verður kannski aldrei þæg aftur, hefur verið andvíg aðild að ESB að um langt skeið. Þótt einn flokkur í oddaaðstöðu hafi verið reiðubúinn að kúga hvaða samstarfsflokk sem var til þess að sækja um aðild að ESB og það komið í hlut míns annars mjög svo ágæta flokks að taka þátt í þeim gjörningi þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að fara að hlusta á þjóðina og hreinlega að draga þessa umsókn til baka.

Þess vegna hvet ég ríkisstjórnina til þess að skoða það nú með opnum hug og án fordóma að standa sem lýðræðisleg og sjálfstæð þjóð fyrir utan Evrópusambandið! Draga umsóknina til baka og nota peningana sem sparast til þess að byggja upp öfluga samhjálp, samfélag og fjölbreytt atvinnulíf. 

 


Eyjafjallajökull

Mér hefur alltaf fundist Eyjafjallajökull ægifagur og jöklar með fallegustu fjöllum, enda fimm jökla sýn úr bústaðnum mínum (Eiríksjökull flottastur) og Snæfellsjökull þeim ágætum gæddur að blasa ótrúlega oft við mér: Þegar ég er á heimleið niður Garðaholtið, á leið upp í bústað, best nýtur hann sín ef bíllinn lafir á veginum undir Hafnarfjalli, út um þakgluggann á Tjörn, úr garðinum mínum, meira að segja á leiðinni í Háskólann grútsyfjuð á morgnana að renna niður Öskjuhlíðina, eða á hraðferð í Sandgerði að vinna þar. Alltaf blasir Snæfellsjökull við. Falleg sjón.

En samt er það Eyjafjallajökull sem mér þykir einna vænst um. Það á sér skýringar. Þau sex sumur á sjö ára tímabili, þegar ég var í sveit í Fljótshlíðinni, var hann alltaf jafn glæsilegur en það leyndi sér heldur aldrei að hann var ekki bara ís heldur líka eldstöð, því megna brennisteinslykt lagði oft yfir Hlíðina. 

Þegar ég fór síðla sumars á flokksráðsfund VG á Hvolsvelli gat ég ekki staðist það að finna mér gistingu í Fljótshlíðinni, sem ég og gerði. Allt Suðurlandið blasti Eyjafjallajökull við, báðar leiðir, en það var ekki fyrr en á bakaleiðinni að ég hafði rænu á og gaf mér tíma til að taka myndir af honum. Þá var ég reyndar komin alla leið að Landvegamótum. Eina af myndunum af jöklinum valdi ég síðan sem skjámynd á tölvunni minni í nýju vinnunni, LS Retail, þegar ég fór að vinna þar rétt fyrir jólin. Endurbirt hér að neðan. Þá var hann ekki farinn að láta á sér kræla eins og seinustu vikuna, en ég hef samt oft horft á skjáina tvo fyrir framan mig þegar ég er að skipta á milli forrita og skjala og hugsa með mér - af hverju datt mér í hug að setja einmitt þessa mynd á skjáinn minn? Svosem ekkert flókið svar, af því hún er svo falleg, af því jökullinn er svo fallegur. Ætli Gunnar hafi kannski horft eilítið austarlega þegar hann var eitthvað að nefna það að Hlíðin væri fögur?Jú, Hlíðin er nógu fögur ein og sér, en þessi jöklasýn!!!

cimg5274.jpg


Já, já, okkur Álftnesinga langar svoooooo mikið að sameinast ... bara einhverjum!

alftfang_968788.gif

... og það var engin pressa á okkur þegar við vorum spurð!

 

 


Játning: Ég vona að þetta fari allt saman vel ...

Ég vona að við þurfum ekkert að borga af hinum svínslegum Icesave-skuldum

Ég vona að aðildarumsóknin að ESB-verði dregin til baka áður en hún skaðar okkur meira

Ég vona að kraftur færist í samfélagið, atvinnu, almannaþjónustu og framkvæmdir þegar Icesave-krumlan sleppir takinu

Ég vona að þeir sem eyðilögðu samfélagið okkar fái makleg málagjöld

Ég vona að eitthvað gott komi út úr þessu öllu saman ...

.................

Held ég hafi áður vitnað til kínverskrar bölbænar, hér á síðunni, sem ég heyrði fyrst á ensku og leyfi mér að vitna til eins og ég heyrði hana: ,,May you live in interesting times".

Það er ekki hægt að segja annað en við höfum lifað eftirminnilega tíma að undanförnu, en áhugaverða? Auðvitað á vissan hátt. En ég verð að viðurkenna að ég léti mér alveg duga áhugamál á borð við útsaum og skvass áfram! Þessi óleysta stærðfræðiþraut hér að neðan er mun áhugaverðari en sú þraut að tína saman peninga til að borga reikningana um hver mánaðarmót!

aCIMG2382

 

 


Þegar þetta ,,eitthvað" er til staðar: Maybe I should have ...

Ég var strax ákveðin í að sjá myndina ,,Maybe I should have". Brá ögn við þegar Hugrún vinkona mín sagðist vera að fara á hana um svipað leyti og ég drattaðist í Avatar, og af sömu ástæðu, ótta við að sýningum yrði hætt fljótlega. Búin að sjá báðar myndirnar. Hálft í hvoru var bara gott að fara ein á ,,Maybe I should have" því hún hafði þannig áhrif á mig að mér fannst ágætt að vera ein með sjálfri mér á eftir, hugsa og endurhugsa, en ekki að tala.

Myndin er að mörgu leyti lík því sem ég hafði heyrt, góð en ekki gallalaus. Ég fann eiginlega bara einn galla, mig langaði að fá myndskot sem vísaði til titils myndarinnar, mér finnst þessi setning í rauninni svo mögnuð og margslungin, og hræðilega einlæg. 

Reyndar hafði ég líka lesið um þessa mynd að lokaatriðið færi yfir öll mörk í væmni og/eða þjóðrembu, en það vefst ekkert fyrir mér, ég elska væmni og elska Ísland án þess að skammast mín vitundarögn. En ég fann hvorugt í lokaatriðinu, þvert á móti auðmýkt og náttúruást á landinu, en líklega er það síðarnefnda þjóðremba í sumra augu. Hver verður að dæma fyrir sig. Það var eitthvað svo yndislega absúrd við þetta lokaatriði og ég held að það hafi verið meðvitað. 

Fyndin, nei, ágeng já. Takk fyrir mig. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband