Bloggfćrslur mánađarins, júní 2011

Ferđalangur í eigin landi og eitt hollráđ

Einn af kostunum viđ ađ fá erlenda gesti í heimsókn er ađ ţá gefst tćkifćri/afsökun til ađ gerast túristi í eigin landi. Skammt hefur veriđ milli heimsókna erlendra ćttingja, bćđi systurdóttur og fjölskyldu hennar frá Bandaríkjunum og frćnda (af öđrum og ţriđja) frá Nýja-Sjálandi og blessađ fólkiđ var dregiđ víđa og alltaf hrepptum viđ ţetta yndislega skyggni, ţótt hitastigiđ vćri mismunandi. Landiđ er fallegt og í gegnum augu ţeirra sem lítiđ hafa séđ af ţví jafnvel nýtt og óvćnt. Eyjafjallajökull úr suđri, sá sem ég er vönust ađ skođa úr vestri, er ótrúlega heillandi í fallegu veđri, einkum ţegar hann er ekki gjósandi. Ţingvellir eru enn meira spennandi nú en fyrr ţegar ný hola hefur myndast niđur í jörđina efst í Almannagjánni, holan tilefni ótal pćlinga. Stokkseyrarfjaran í sól og hćgviđri er einstök og eyjarnar á Breiđafirđi séđar frá klettinum viđ Stykkishólmshöfn eru raunverulega óteljandi ef skyggniđ er gott, eins og ţađ var á laugardaginn.

cimg5269.jpg

Ein ráđlegging: Ef ferđalangar koma međ stuttu millibili er ágćtt ađ hafa samráđ viđ ađra ćttingja og fara á mismunandi stađi í hverri heimsókn fyrir sig, leyfa öđrum ađ sýna endurtekiđ efni. Sunnlenska bókakaffiđ hentar kannski betur fyrir stjórnmálafrćđiprófessor í Ástralíu en tónlistarmann frá Nýju-Mexíkó og bananapítsan í Hafnarstrćti er frekar viđ hćfi yngra fólks en eldri kennara.


vinstrivaktin.blog.is

Vek athygli á bloggsíđu gegn ESB: www.vinstrivaktin.blog.is

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband