Færsluflokkur: Sjónvarp

Euro-visnandi

Mun gera mitt allra besta til að fyllast brennandi áhuga á Eurovision. Elskaði Húsavíkurkvikmyndina og einkum framlag tengdasonar Árna Péturs (þetta skilja sumir).  Enn er tími til stefnu. Eitt klikkar aldrei, atkvæðagreiðslan! Ábyggilega heldur ekki hárgreiðslan, á einhverjum. Fyrir nokkrum árum vann ég á ýktasta Eurovision-vinnustað landsins, þótt við værum varla fleiri en svona 15-20 þá var æðið tekið alla leið. Við kunnum kannski ekki alltaf lögin sem við studdum (skiptum þeim með okkur), en þessi rosalega stemning var eftirminnileg. 

10312662_10203774225414546_5607071056060119334_n (2)

Kom fleiri vor í heimsókn og bæði stórflottar móttökur og mikið stuð. Þessa vinnufélaga hitti ég reyndar á UT-messunni í febrúar og var hálfpartinn búin að bjóða mér í stuðið í vor, en kemst ekki vegna annríkis, svona er það stundum. Óska Diljá góðs gengis, Langa Sela og Skuggunum til hamingju með sérlega skemmtilega endurkomu.

10173519_10203774225494548_7469714509156333963_n

Þekkti Loreen aftur þegar lögin runnu óeftirminnilega framhjá innan úr stofu og tók eftir að hún komst áfram. Mun gera mitt besta til að kveikja áhugann og auðvitað gaman að heyra í Bítlunum, þetta er nú Liverpool sem heldur hátíðina fyrir Úkraínu í ár. Vona innilega að fá að fylgjast með hátíðinni frá Kænugarði innan fárra ára. Og auk þess legg ég til besta Eurovision-lag allra ára, danska lagið frá 1963. Þá var ég ekki orðin ellefu ára og ekkert sjónvarp á Íslandi, svo Óskalög sjúklinga liggja undir grun að hafa kynnt það fyrir mér. Dansevise, gjörið svo vel!

https://www.youtube.com/watch?v=FX36uz-OUSs

Og megi Eurovision aldrei visna. 

 

 


Stormur - einstakir þættir sem bíða ekki í 38 ár eftir að tala um það sem gerðist

Horfi hugfangin á covid-þættina sem sýndir eru undir nafninu Stormur á RÚV þessar vikurnar. Ótrúlegt að fá að fylgjast með, eftir á, hvernig þessi undarlega atburðarás raunverulega var. Trúi því varla hversu örlátir íslensku þátttakendurnir í þessum stóra raunveruleikaþætti, sem dundi yfir heimsbyggðina, eru. Stundum litum við hjónin hvort á annað og trúðum því varla að við fengjum að vera með á þessum stundum.

2023-02-19_21-56-42

Held að skýringin hafi komið þegar Víðir sagði frá því að faðir hans hafi tekið þátt í björgunarstörfunum í Vestmannaeyjagosinu - og það liðu 38 ár þar til hann gat talað um þann tíma.  

 


Það lið sem slær Álftanes úr keppni í Útsvari hefur alltaf sigrað keppnina í úrslitaleiknum

Sá ekki Útsvar í kvöld, enda skemmtilegt hóf í vinnunni minni (eftir nokkuð erfiðan leik, alla vega fyrir okkur sem horfðum á ,,strákana okkar". Hins vegar sé ég á vefmiðlum hvernig fór. Langar að benda á það að það hefur enn ekki brugðist að það lið sem slær Álftanes út, oft á síðari stigum keppninnar, stendur uppi sem sigurvegari Útsvars eftir úrslitaleikinn.
mbl.is Garðabær áfram í Útsvari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stirður ,,Réttur" en skánandi - og oftast horfi ég nú á þáttinn

Mér finnst réttardramað ,,Réttur" hafa farið svolítið stirðbusalega af stað. Samt hef ég reynt að horfa þegar ég man og lent annað hvort á endursýningum eða frumsýningum flestra, jafnvel allra, þáttanna. retturEkki hægt að festa hendur á því hvað er stirt, góðir leikarar en eitthvað þvingað við suma þeirra, kalt og drungalegt yfirbragð þáttanna á áreiðanlega að vera ,,cool" og er það kannski að sumra mati. Eftir því sem ég venst persónunum á ég þó auðveldara með að fá þá til að renna snurðulítið gegnum skilningarvitin. Pressuþættirnir voru miklu hraðari og léttari og þótt þeir ristu ekki djúpt fannst mér þeir geysilega vel heppnaðir. Gef ,,Rétti" sjans áfram en ef þeir fara að verða ögn hraðari og ekki svona skrambi stílhreinir, gráir og yfirhannaðir verð ég ósköp kát. Ef ekki þá treysti ég leikurunum til þess að halda þeim gangandi, þau gera sitt besta, sannarlega.

 


Sveiflur og sigrar í Útsvari

Svolítið skringilegt að mæta á þessum skrýtna fréttadegi og eiga að setja sig í stellingar fyrir skemmtiþáttinn Útsvar. Ég er reyndar enn að jafna mig á því að þessi þáttur skuli hafa sigrað og fengið minnir mig Edduverðlaun sem ,,skemmtiþáttur" því ég hélt auðvitað að þetta væri grafalvarleg keppni. En alla vega, þarna komum við hálf dofin eftir viburði dagsins og ekki síður viðburði vikurnnar, og áttum að setja okkur inn í annan heim. Það skrýtna er að það tókst og í svona klukkutíma stimplaði maður sig út úr alvarleika íslensks veruleika, alvarleika sem sem er kannski einn sýnilegri núna þegar ljóst er að stjórnin ætlar kannski að sitja - hvað sem tautar og raular.

En við unnum alla vega mjög sannfærandi sigur, held ég bara, í þessum undarlega heimi sem við duttum inn í tímabundið. Og rosalega gaman að mótherjarnir okkar ágætu skuli hafa komist áfram líka, þau eru svo indæl og skemmtileg.

Hins vegar líst okkur alveg hrikalega illa á að hitta Kópavogsliðið í næstu viku.


Æi, ekki er Eurovision alveg að rokka - enn

Lýsi enn eftir húmor eða rokki í Eurovision-framlagi Íslands. Ekki komið enn.

 


Gerviþarfir: Eurovision 2009

Sá einhvers staðar tillögu um að sleppa því að setja milljónir í  Eurovision þetta árið. Get eiginlega ekki annað en verið sammála og það þótt ég geri mér grein fyrir að einhver uppgrip séu fyrir tónlistarmenn í kringum þetta ævintýri og vilji þeim allt hið besta. Hmmm, það er verið að skera svo margt niður, skoða þarf allar tillögur. En þessa klausu setti ég á blað á laugardagskvöldið, minnir mig, en gleymdi að birta hana. Hún er enn í gildi. 

Af praktískum ástæðum (afsökun er kannski ekki nauðsynleg, en þessi er engu að síður rétt) er ég farin að fylgjast með Eurovision strax í fyrstu atrennu. Athyglis mína vakti að kynnarnir voru ekki í neinum glamorklæðum, heldur þykkum vetrar- og kreppuklæðum, sem var bara hressandi. Smá kynni af Evu Maríu og frammistaða Steinunnar í Astrópíu valda því að ég er rosalega jákvæð í garð þeirra.

Vildi að ég gæti sagt það sama um lögin. Kannski lærast þau og venjast, en það sem ég batt helst vonir við, lag Valgeirs, er dottið út. Þau voru allt of einsleit, ekkert með húmor, ekkert með þrumandi rokkkrafti og áttu það til að detta út í væl.


Áramótaskaupið í þriðja til fjórða sinn og enn er það urrandi fyndið

Öðru vísi mér áður brá, áður var farið með áramótaskaupið eins og einkasamtal við Davíð, enginn mátti vita, en núna er það endursýnt, bæði á plús og svo í tvígang og alltaf skal ég sjá eitthv að af því og enn er maður að hlæja. Ótrímabærar spurningar í kjörbúð og facebook-brandarinn sem er  enn fyndinn þótt hann hafi líka verið sýndur á  undan  skaupinu.Jamm, þetta er alla vega það sem ég  upplifi, ó, já, og Páll Óskar!

Skrambi gott skaup

Skaupið í ár var með þeim betri að mínu mati. Hlýtur að vera vandaverk að skrifa skaup við þessar þjóðfélagsaðstæður. Facebook brandarinn var einlæglega kúl og pólitíkin tekin föstum tökum. Leikararnir hver öðrum betri, hér er kominn hinn fullkomni Geir, röddin var fullkomin, og Tjarnarkvartettinn var líka ótrúlega vel heppnaður. Margt hárbeitt - það er mikill kostur - og þótt ég hafi séð skaupið að hluta tvisvar (byrjunina aftur á Plús vegna smá tékks). Óska Silju og öllum hinum til hamingju - og hver hefði trúað því að Jón Gnarr gæti umhverfst í Pál Óskar. Þeir brandarar voru nöturlegir en hittu vel.

Útsvar - skemmtiþáttur?

Er að fylgjast með Útsvari og hlæ reyndar smávegis, en mér varð ekki um sel þegar ég heyrði að Útsvar hefði unnið Edduna sem skemmtiþáttur! Bíddu við, er þetta ekki fræðslu- eða menningarþáttur? Eða er verið að hlægja að okkur, greyjunum, sem létum hafa okkur í að taka þátt? Úpps! - En ég ætla að njóta þess að hlæja að þeim hinum núna ;-)

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband