Bloggfćrslur mánađarins, febrúar 2022

Mamma, ţađ er veriđ ađ auglýsa eftir ţér ...

Nei, ég er ekki týnd og ég var ekki týnd ţegar dóttir mín sagđi ţetta viđ mig í byrjun ţessa árs. Hún hafđi hins vegar rétt fyrir sér. Allt frá ţví ég fór í lausamennsku/eftirlaun/glćpasagnaskrif/vatnslitun fyrir fjórum árum hef ég haldiđ ţví opnu ađ fylgjast međ ţví hvort eitthvert upplagt starf innan hugbúnađariđnađarins byđist. Ţetta hafa mínir nánustu vitađ mćtavel og ţess vegna varđ dóttur minni ţetta ađ orđi. Ég kannađi máliđ og mikiđ rétt, skemmtilegu tćkifćrin fyrir tćknihöfunda bjóđast jafnvel í okkar litla samfélagi. Svo núna um mánađarmótin byrjađi ég í nýrri vinnu hjá fyrirtćki sem ég held ađ sé međ ţeim framsćknustu og áhugaverđustu á landinu nú um stundir, enda hefur ţađ rakađ til sín verđlaunum og skipt miklu máli í baráttunni viđ covid. Held samt ađ ég ćtti ađ vera búin ađ vinna ţar lengur en í tćpan mánuđ áđur en ég segi ykkur meira af ţví, en ţađ er reyndar full ástćđa til.

Ţađ kom mér á óvart hversu gaman er ađ koma aftur í vinnu í ţessum ćvintýraheimi sem hugbúnađargerđ er. Hefđu blessuđ bekkjarsystkini mín í MR átt ađ segja hvert okkar í bekknum vćri ólíklegast til ađ útskrifast úr verkfrćđideild Háskóla Íslands hefđu eflaust einhverjir veđjađ á mig. Sú varđ ţó raunin ţegar ég ákvađ ţessa stefnu um miđjan aldur. Ćtlađi reyndar ađ útskrifast úr raunvísindadeild, fannst ţađ raunverulegra, en svo ćxlađist ađ fagiđ mitt var flutt í verkfrćđideildina og síđan hef ég veriđ međ mastersgráđu frá ţeirri deild. Síđan hefur starfsferillinn ađ mestu veriđ bundinn viđ nördinn í mér. Ţađ var hreinlega eins og ađ koma heim ađ fara ađ vinna á ţessum vettvangi. 

Ţessi fjögur ár frá ţví ég vann seinast í ţessum bransa hef ég notađ vel. Fékk meiri tíma fyrir fjölskylduna en oft áđur á mikilvćgum tíma í tilverunni. Byggđi upp glćpa(sagna)ferilinn ţannig ađ ein bók er komin út og gekk alveg ágćtlega, sú nćsta kemur út eigi síđar en í apríl á ţessu ári, ég er langt komin međ fyrstu gerđ af ţriđju bókinni og byrjuđ ađ henda inn hugmyndum og smáköflum í ţá fjórđu. Auk ţess datt ég enn einu sinni í ađ sinna myndlistinni af kappi, tveimur árum áđur en ég ćtlađi ađ henda mér út í ţá djúpu laug, enn einu sinni. Lífiđ er ljúft. 

 

716e7a226594230ea3c57cb307c16c02


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband