Bloggfćrslur mánađarins, desember 2014

Jólamarkađir í Hamborg

Skipulögđ ferđamennska er margs konar, leikhús- og menningarferđir, sólarferđir, sukkferđir (örugglega til annađ fínna nafni fyrir ţćr) og verslunarferđir. Af og til hef ég séđ auglýstar ađventuferđir á jólamarkađi í Ţýskalandi. Ekki veriđ spennt, ég meina ţađ, hverjum getur dottiđ í hug ađ fara í ferđ sérstaklega til ađ skođa útimarkađ í kulda, og ţađ til ađ skođa/kaupa hreinasta óţarfa eins og alls konar jóladót? Ég ćtla mér alls ekki ađ fara ađ taka mér orđ Hallgríms Péturssonar í munn: Ţetta sem helst nú varast vann/varđ ţó ađ koma yfir hann.

20141128_183407.jpg

En … ég fór sem sagt á fjóra jólamarkađi í Hamborg um daginn. Átti allt annađ erindi til borgarinnar, svo ţađ sé á hreinu. Fékk ţessa fallegu bón ađ kaupa eina, fallega, handmálađa jólakúlu. Hver getur neitađ slíkri bón? Og fyrra kvöldiđ mitt í borginni fór ég á fyrsta markađinn. Engin kúla ţar, en ótal básar. Svo var öllu lokađ.

20141128_183400.jpg

Seinna kvöldiđ var ég komin fyrr á vettvang. Ögn fleiri básar opnir ţá, en engin kúla, ekki af réttri gerđ. Ég vissi nákvćmlega ađ hverju ég var ađ leita. Nćsti markađur var innan seilingar, Google-frćndi međ í ráđum og ég vissi alveg hvar ég átti ađ leita. Ţađ var ekki fyrr en á ţriđja markađnum, ráđhúsmarkađnum, ađ ţćr blöstu viđ: Fallegar, handmálađar kúlur í öllum stćrđum og gerđum. Og komust meira ađ segja óbrotnar heim.

20141128_180052.jpg

Ţá fyrst tók ég eftir ađ flestir á markađnum voru alls ekki ađ leita ađ handmálađri jólakúlu. Ţarna voru flokkar fólks ađ fá sér jólaglögg og ristađar möndlur og alls konar ţýskar krásir eftir vinnu á föstudegi. Ekkert ósvipađ pöbb í London á góđu síđviku-síđdegi. Vinnustađahópar og vinahópar mest áberandi. Allir dúđađir og hífađir. Ekki farnir ađ bresta í söng ţegar ég fćrđi mig á fjórđa og síđasta markađinn, viđ Alster vatn. Engar handmálađar kúlur ţar heldur. Bara til ađ spara öđrum sporin.

2014-11-27_20_43_53.jpg

Fór međ jólalyktina í nösunum heim á hótel og ţó ég hafi enn engan skilning á jólamarkađsferđamennsku, ţá var ţessi óvissuferđ í ađra menningarheima mjög skemmtileg. Hver veit nema ég endi í Hafnarfirđi?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband