Óviðráðanleg þörf fyrir að hrósa borgarstjóra

Heyrði í sjónvarpi áðan frá borgarstjóra (vonandi rétt eftir haft) að hann leggi áherslu á að halda þeirri heildstæðu götumynd sem var á horni Austurstrætis og Lækjargötu þar sem enn brennur. Skil hann svo að hann muni vilja láta endurbyggja húsin í sinni upprunalegu mynd, frá því um 1800. Ég skora á hann að standa við þessi orð með fullri sæmd. Það er hægt að endurbyggja með miklum sóma, t.d. er fallegt dæmi um það í gamla bænum í Varsjá og reyndar miklu víðar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Mér heyrðist það sama og þér og hann vitnaði einmitt til Aðalstrætisins. En eins og hann sagði þá voru þessar byggingar í einkaeigu þannig að ræða þarf auðvitað við þá aðila um framhaldið. Hann ræður víst ekki alveg öllu þó að hann sé borgarstjóri  Þetta er náttulega hreint hræðilegur atburður að horfa upp á.  Vonandi bara að ákvarðanir og uppbygging verði sem hröðust í framhaldinu og fólk standi saman í því.

Vilborg G. Hansen, 18.4.2007 kl. 20:46

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona að Vilhjálmur beiti áhrifum sínum og ekki mun standa á stuðningi annarra í borgarstjórn, það er ég sannfærð um.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.4.2007 kl. 22:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband