Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2024

Á myndlistarsýningu í London ţar sem formin lifnuđu viđ

Síđan ég bloggađi seinast hefur margt gerst, ný verkefni rekiđ á fjörur mínar, Córdoba-vatnslitahátíđin haldin öđru sinni og enn átti ég mynd ţar, nú ásamt fimm öđrum Íslendingum, sem er vćnn skerfur af 236 mynda sýningu listamanna frá 42 löndum, en ţrjú okkar sóttu hátíđina (međ viđkomu í Madrid) og nutum viđ sýnikennslu, útimálunar og skođunarferđa. Eftir ţađ frekari Spánardvöl, fyrst í Córdoba og síđan í Valencia en á bakaleiđinni gaf ég mér smá tíma í London og ţar hef ég upprifjun ferđarinnar međ frásögn af einni sýningu.

Ađalástćđan er sú ađ ţar stendur nú yfir merkileg sýning í Hayward Galleríinu á suđurbakka Thames, rétt viđ Waterloo, í frekar stuttan tíma,frá 7. febrúar til 6. maí. Enn er ţví mánuđur til stefnu ađ komast á hana, öruggast ađ panta miđa fyrirfram og fylgja ţessum hlekk: 

When Forms Come Alive

Mér er rammasta alvara, ţessi sýning er einstök, falleg og skemmtileg. 

Verk Teresu Solar Abboud, ungrar spánsk-egyptskar konu, heilluđu mig mest, en hún fćr heilan sal eins og fleiri listamenn, á ţessari stóru sýningu međ verkiđ/verkin Tunnel Boring Machine sem var víst á Feneyjatvíćringnum 2022 og hefur veriđ sýnt víđar. Ég varđ svolítiđ lítil viđ hliđ ţessa verks.

435229367_379322655072629_262624346267335357_n

Verkiđ sem mćtir sýningargestum í orđsins fyllstu merkingu í upphafi sýningarröltins er eftir Ralph Nauta og Lonneke Gordijn úr DRIFT hópnum sem ég ţarf ađ kynna mér betur. Reyni ađ pósta videó-i af ţví verki síđar. 

2024-04-04_01-22-41

Mćli međ ađ ćtla sér 2-3 tíma í ađ skođa sýninguna og ţađ ţarf ađ gćta ţess ađ missa ekki af neinu (margir salir út um allt), upplifunin er ótrúleg. 

435320049_379322991739262_2644342924173735912_n

435274527_379322781739283_6770422480263428698_n

435278714_379322828405945_5812487148481397913_n


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband