Konur, ritskođun og lífskjör í Íran

Yfirleitt fyllist ég (oft ástćđulausri) tortryggni ţegar ég sé ađ erlendir dagskrárgerđarmenn eru ađ gera ţćtti um ástandiđ í framandi heimshlutum (myndi ţó ekki hika viđ ađ slást í hóp ţeirra ef ég vćri í ţessum bransa, en ţađ er önnur saga). En ég datt inn í ţátt sem mér fannst býsna góđur á ríkissjónvarpinu í kvöld. Sem sagt ţátt sem enskur dagskrárgerđarmađur gerđi um Íran, ţar sem hann tók sér fyrir hendur ađ skrifa grein fyrir tímarit sem höfđar til ungs fólks í Íran, efnisval hans og leiđina til ađ fá greinina birta, sem minnst fyrirframritskođađa. Honum tókst ađ gera ţáttinn ţannig úr garđi ađ örlög fólksins sem hann fjallađi um urđu síđur en svo léttvćg og hann kynnti okkur fyrir fólki af holdi og blóđi (og sál) sem manni var síđur en svo sama um. Smá brot af starfi fyrrverandi fíkla til ađ halda sér frá efnunum, brot úr sögu nokkurra kvenna og Einar Bárđa ţeirra Írana eru minnisstćđir karakterar. Framákona međ mannaforráđ komst ađ skemmtilegri niđurstöđu um hvers vegna hún vildi frekar konur í vinnu hjá sér, frekar en karla. Sjáum til, ef hún réđ konu ţá reddađi hún sé sjálf kaffi, ljósritađi og faxađi fyrir sjálfa sig, en karl í sömu stöđu ţyrfti ritara, ţernu og símadömu. Ójá, hún sagđi ţađ. Svo sá mađur ađ photoshop er notađ í fleira en ađ gera fyrirsćtur sléttar og grannar, bannađ hár og bert hold (handleggi) má einnig fela. 

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ţegar holdiđ ert bert er andinn veikur.

Ester Sveinbjarnardóttir, 19.4.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Góđur pistill.  Ég stend mig engan veginn í ađ fylgjast međ ţví hvađ er á dagskrá í sjónkanum.  Missti af ţessum.  Dem.  Ekki svo oft sem viđ fáum ađ sjá ţessa hliđ.  Gleđilegt sumar Anna mín!

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.4.2007 kl. 11:24

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband