Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Þol fyrir stórtíðindum?

Merkilegt hvað það skiptir mismiklu máli að byggja upp þol fyrir stórtíðindum. Stundum getur þol verið nauðsynlegt, eins og þegar flugumferð liggur niðri dögum saman og einhver í fjölskyldunni þarf nauðsynlega að komast leiðar sinnar um loftin blá. Jafnvel þegar slíkt gildir um þann sem er að byggja upp jafnaðargeðið sjálfur.

Í öðrum tilfellum getur beinlínis verið skaðlegt að byggja upp þol fyrir stórtíðindum og það tel ég að eigi við þegar litið er á skýrsluna góðu og efni hennar. Skýrsluna sem leikararnir í Borgarleikhúsinu lásu svo ógleymanlega og þó ótrúlega hlutlaust. En þó fyrst og fremst skýrsluna sem var unnin af einlægni og heiðarleika, jafnvel ákveðnum eldmóði í þágu réttlætisins. Það má vel vera að í henni finnst villa, en allt hitt, sem kórrétt er, er svo miklu, miklu mikilvægara. Hef hlustað, fylgst með, lesið sumt sjálf og á endanum verður þetta allt of þunga (í kílóum talið) verk mögulega jafn mikið lesið og Litli prinsinn og ljóðabækurnar mínar góðu. Ég er ekki að grínast, mér finnst fróðlegt að fá að vita hvernig þetta gat og getur gerst, í smáatriðum. Þess vegna endaði ég með að kaupa eintak af skýrslunni góðu, þótt netútgáfan hafi margar kosti, m.a. möguleika á orðaleit innan hvers kafla fyrir sig (þægilegast) þá er bara svo ljómandi gott að grípa í þetta verk stund og stund. 

Svo vonandi nýtist þol-kvótinn á réttum stöðum.

 


Hressandi bilun í mæli! 36 gráðu frost í Skálafelli - nei ég held ekki!

Eins og margir aðrir Íslendingar er ég veðurspárfíkill og skoða bæði veðurspár, veðurathuganir og skjálftavirkni reglubundið. Sjaldan villur að sjá á þeim ágæta vef Veðurstofunnar en ég er ekki frá því að ég hafi fundið eina núna áðan. Það er oft kalt á Skálafelli, en 36 gráðu frost í nótt, nei ég vona ekki!

 


Virðing fyrir náttúruöflunum og smá húmor líka

Ef við eigum að lifa með blessuðum náttúruöflunum þá er eins gott að bera tilhlýðilega virðingu fyrir þeim. En brandararnir (misgóðir) sem hafa flogið í dag eru sumir virkilega góðir.

Rakst á þetta á Guardian-blogginu:

  • 15 Apr 2010, 1:30PM

    how much is the Icelandic government contributing to the carbon offset?

  • Benulek Benulek

    15 Apr 2010, 1:32PM

    how much is the Icelandic government contributing to the carbon offset

    The 'carbon' part.

 

 


Snilldarþættir Hauks Arnþórssonar um netfrelsi og -öryggi

Á fimmtudögum kl. 13 og þriðjudögum kl. 20 (endurtekið) eru á Rás 1 snilldarþættir sem Haukur Arnþórsson sér um. Líka hægt að nálgast þá á vef Ríkisútvarpsins eftir flutning (ruv.is, flettið í dagskránni og smellið á). Mæli eindregið með þeim.

Kominn tími á nýja könnun

Kominn tími til að setja inn nýja könnun. Geri það hér með.

Tímar hamfara - kunnátta í viðbúnaði

Það er alltaf hollt að bera virðingu fyrir náttúruöflunum og ég held að flestir Íslendingar finni fyrir slíkri virðingu þótt forvitnin og fífldirfskan beri stundum einstaka ofurliði. Hinar hamfarirnar, þessar sem birtast í skýrslunni miklu, eru kannski annars eðlis. Það sem eflaust kemur einhverjum í huga er nú hversu mikilvægt það væri fyrir þjóðina ef við gætum þjálfað upp almannavarnir og björgunarsveitir á efnahagssviðinu og til bjargar heimilinum sem væru jafn öflugar og farsælar og varnirnar og hjálparsveitirnar sem virðast alltaf til taks þegar náttúran lætur til sín taka.

 


Óskapáskar

Þó maður komi ekki öllu í verk sem til stendur, til dæmis ekki að skreppa upp í bústað, þá voru þessir páskar alveg innilega notalegir. Enduðu með trompi í dag þegar fullt af vinum og ættingjum komu í heimsókn, suma höfum við ekki séð allt of lengi. Litlu tvíburarnir hennar Guðrúnar frænku, Emil og Elín eru að spretta ótrúlega hratt og Katrín Ólöf bróðurdóttir mín orðin þvílík skvísa. Stína mágkona búin að fá afmælisgjöfina sína, það var líka gaman. Ari og Óli bökuðu vöfflur ofan í allan mannskapinn en hér vorum við 14 þegar flest var. Óskapáskar, sem sagt.

CIMG5763


Óvart aprílgabb

Vaknaði fyrir hádegi á degi sem undir venjulegum kringumstæðum hefði verið ,,sofa út" dagur. Var farin að þræða alla betri stórmarkaði og verslanamiðstöðvar áður en ég var almennilega vöknuð. Erindið að leita að knallsvörtum tvíbanda léttlopa. Keypti upp byrgðirnar í Hagkaupum í Garðabæ um daginn og vonaði að þær dygðu. Var búin að leita þar aftur og ennfremur í Hagkaupum í Skeifunni án árangurs. Frétti að garndeildin í Fjarðakaupum væri nokkuð drjúg en hún gagnaðist mér lítið í þessum erindagjörðum. Eftir fýluferð í Smáralind (þar eru Hagkaup líka - best var nefnilega að fá garnið í einhverri Hagkaupsbúðanna því munur getur verið á sama lit eftir sendinum) var ég loks komin í Kringluna og fréttir hafnar í útvarpinu. En ekki búið að opna gjafavöruverslunina við hliðina á Eymundsson, þar sem oft má finna lopaliti sem ekki finnast annars staðar. En sem sagt, þar sem ég bjó mig undir að bíða nokkuð lengi eftir opnun þeirrar búðar sé ég til mannaferða í Hagkaupum og ráfa þangað að rælni. Og viti menn - þar var allt opið og það sem meira var, nóg af kolsvörtum tvíbandalopa og meira að segja á tilboðsverði. Þarna hljóp ég sem sagt apríl og allt endaði samt vel. Bið ekki um það betra. Lopapeysan sem Ari er í á myndinni er núna búin að eignast litla, svarta systur. 

cimg5608.jpg


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband