Sjónvarpsseríur sem enda ekki (Prison Break)

Hef ánetjast tveimur sjónvarpsþáttaröðum, 24 og Prison Break undanfarna vetur (báðar mjög spennandi og önnur alla vega (24) með mjög vafasömu innihaldi en óbærilegri spennu - sem er nóg fyrir mig). Missti af lokaþætti nýjustu seríu Prison Break og þegar ég kom heim áttu eftirfarandi samræður sér stað:

- Hvernig var lokaþáttur Prison Break?

- Þetta var ábyggilega ekki lokaþáttur, hann endaði engan veginn.

- Lokaþátturinn í fyrra var svoleiðis líka, ég ætlaði aldrei að láta hafa mig að fífli aftur.

- Ég veit eiginlega ekki hvernig hann endaði.

Svo fór ég  á netið og fletti upp lokaþættinum og fékk tvær mismunandi útgáfur: Annars vegar að framburður hálfsköllótta, dökkhærða gæjans hefði sýknað Lincoln og Söru og hins vegar að Sara væri komin í verulegan vanda, jafnvel úti um hana. Svo ég hélt áfram að spyrja fjölskylduna:

- Kom fram framburður sem sýknar Lincoln og Söru?

- Hann fær ábyggilega hjartaáfall.

- Bíddu, fékk einhver hjartaáfall?

- Nei, hann fær ábyggilega hjartaáfall í næstu seríu.

- Kom framburðurinn fram eða ekki?

- Hann er búinn að segja þetta en það er ekki komin niðurstaða.

- Hann er ekki búinn að bera vitni (þegar hér er komið sögu ætti að vera ljóst að ekkert okkar man hvað þessi hálfsköllótti, dökkhærði sem reyndi að drekkja Söru í baðkarinu en er núna orðinn góður, heitir).

HJÁLP! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ljóst að við eigum afskaplega margt fleira sameiginlegt en nafnið  Þetta eru nákvæmlega sömu spennuþáttaraðirnar og ég er búin að hanga yfir síðustu mánuði (ár ). Ég fór að vísu í fýlu eftir fyrri seríuna af Prison Break af því að hún endaði ekki. Fannst það illa gert. Ætlaði EKKI að húkkast á nr. 2 en betri helmingurinn togaði í mig - var alltaf að segja hvað þetta væru flott unnir þættir og ég gafst upp og byrjaði að horfa í ca. 4. þætti. En nú voru engar væntingar um sögulok. Áttaði mig á því að það eru aldrei sögulok í þessum seríum hvort sem þær heita ER, Greys Anatomy, 24 eða Prison Break. Málið snýst um að ná okkur á það stig að fara að þykja óumræðanlega vænt um persónurnar, að þær verði nánast eins og einn úr fjölskyldunni og maður vill jú hafa þá sem manni þykir vænt um sem lengst hjá sér - ekki satt?

Anna Ólafsdóttir (anno) 18.4.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Já, manni er alveg hætt að standa á sama um þetta fólk, skrýtið!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.4.2007 kl. 01:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband