Bloggfćrslur mánađarins, september 2012

Skemmtileg tilviljun

Varla hafđi ég sett inn fćrslu um útvarp ţegar annar dyggur útvarpshlustandi á heimilinu datt niđur í dagskrá sem oft er gaman ađ hlusta á, Ţemakvöld útvarpsins. Og ţar mátti í gćrkvöldi heyra eldgamlan útvarpsţátt sem ég gerđi, raunar ţann fyrsta í fullri lengd, en hann hét Snjórinn og skáldin. Ţökk sé nýrri tćkni gat ég hlustađ á ţetta brot úr fortíđinni, frá ţví ég var 26 ára og gekk međ annađ barn okkar hjónanna. Ţađ leynist margt í útvarpsdagskránni og hér er ţemakvöldiđ í heild, en ţar er margt annađ gott ađ finna sem minnir á veturinn en ţennan ţátt minn og ţeir sem deila minni skođun um ađ útvarpiđ sé skemmtilegasti miđillinn geta smellt á tengilinn hér ađ neđan eđa stokkiđ beint í minn ţátt sem byrjar á mínútu 105 (ţetta seinasta er komiđ inn vegna ábendingar um ađ ţemakvöldiđ sé nokkuđ langt, en eins og segir í yfirskriftinni: Ekkert liggur á):

http://www.ruv.is/sarpurinn/ekkert-liggur-a-themakvold-utvarpsins/22092012-0

Ţessi upprifjun gćti hrint af stađ nýrri umfjöllun um talmálsţćtti í útvarpi, sem eru ţađ efni sem mest er lagt í og oft gaman ađ hlusta á, ef mađur gefur sér tíma. En eđli málsins samkvćmt gefst oftar tóm til ađ hlusta á tónlist í erli dagsins.


Útvörp

Mér hefur alltaf fundist útvarp skemmtilegasti miđillinn og finnst enn. Ţađ er ekki bara vegna ţess ađ ţegar ég var lítil var lítiđ um sjónvarp. Eina efniđ í Kanasjónvarpinu sem ég hafđi gaman af og laumađist til ađ horfa á hjá ömmu (og síđar hjá Dúkku á neđstu hćđinni), var kosningabarátta Nixons og Kennedys haustiđ 1959 og ţegar Bítlarnir komu fram í ţćtti Ed Sullivan nokkrum árum síđar. Ţegar íslenska sjónvarpiđ byrjađi ţá leist mér svo sannarlega ekki á dagskrána, en á dagskrá fyrstu kvöldin (miđvikudag og föstudag) var međal annars, auk ávarps útvarpsstjóra í guđs friđi, bćđi Dýrlingurinn og Steinaldarmennirnir. Mér fannst einum of ađ fá bćđi eitthvađ kaţólskt dýrlingarugl og frćđsluţátt um fornaldarsögu í einum pakka og dagskráin ekki lofa góđu. Síđar komst ég ađ ţví ađ Dýrlingurinn var spennuţáttur međ Roger Moore, sem seinna varđ ,,skemmtilegi“ Bond-inn. Steinaldarmennirnir Fred Flintstone, fjölskylda og vinir voru líka ađeins annađ en ég hafđi haldiđ. Ţá fór ég ađ venja komur mínar enn frekar en áđur til Hönnu frćnku minnar.

Leikrit, framhaldssögur og tónlist til forna

Útvarpiđ hélt áfram ađ heilla. Nýlega endurvakti RUV spennuna kringum leikritiđ ,,Hulin augu“ en ég spilađi sjórćningjaútgáfu af ţeim ţćtti fyrir börnin mín og vini ţeirra í sumarbústađ í Húsafelli ţegar ţau voru kringum tíu ára aldurinn og ţau fengu sama hrollinn og ég hafđi fengiđ á svipuđum aldri ţegar ţetta vinsćla framhaldsleikrit var frumflutt. Ég man líka svolítiđ óljósar eftir leikritum og framhaldssögum á borđ viđ ,,Milljón mílur heim“ (Space Oddity ţeirra tíma), Andrómedu og Seiđ Satúrnusar. Svo reyndi á heilasellurnar ţegar ég datt í Ibsen, Afturgöngur og Ţjóđníđing. Toppurinn var samt Biedermann og brennuvargarnir eftir Max Frisch. Svo fór ég ađ hlusta á ,,Lög unga fólksins“ og ný vídd opnađist, tónlist í útvarpi, ţar sem ég hafđi haft takmarkađan áhuga og ţroska til ađ hlusta á sinfóníugauliđ milli kl. 15 og 16 á daginn og enn fć ég hroll ţegar Al Caiola (Kajóla) og Edmundo Ros(s) eru spilađir, sem er reyndar fátítt. Enn ömurlegra fannst mér ţegar stillt var á ,,Kanann“ og eilíf kántrýtónlist hljómađi í bland viđ Jim Reeves, sem mér fannst ađ hlyti ađ hafa dáiđ gagngert til ađ kvelja mig međ ódauđlegu lögunum sínum (sem betur fer heyrast ţau ć sjaldnar). Radio Luxembourg og Radio Caroline, sjónrćningjastöđvarnar sem komu, sáu, sigruđu og hćttu, voru mun meira spennandi.

Fleiri stöđvar, minni fjölbreytni

Seinna fór ég ađ vinna viđ útvarpsţáttagerđ og hef aldrei alveg hćtt ţví. Ađallega í Ríkisútvarpinu, sem enn var bara eitt ţegar ég byrjađi. Skemmtilegasta fjölmiđlun sem hćgt er ađ taka ţátt í, en ekki hćgt ađ gera ţađ nema takmarkađ í hérumbil sjálfbođavinnu. Eftir dagskrárgerđarnámskeiđ sem haldin voru 1977 og 1978 var reyndar stofnađ Félag lausráđinna dagskrárgerđarmanna, međ núverandi forseta Alţingis og fleira gott fólk framarlega í flokki. En flest misstum viđ verkefnin ţegar félagiđ fór ađ láta ađ sér kveđa í kjarabaráttu, einhverjum fimm árum eftir ađ námskeiđin góđu voru haldin. Svo kom verkfall/verkbann sem skrúfađi fyrir útvarpiđ. Íslenskar sjórćningjastöđvar voru stofnađar og í kjölfariđ var allt í einu allt fullt af útvarpi. Fjölbreytnin jókst ekki, ţvert á móti, ,,playlistar“ héldu innreiđ sína og sumir fylgja ţeim enn.

Batnandi útvarpi er best ađ lifa

Nú er komiđ á ákveđiđ jafnvćgi, ađ vísu ekki lengur bundiđ viđ útvarpiđ eitt. Alls konar valkostir, svosem hlađvarpiđ, YouTube og tonlist.is allra ţjóđa, hafa aukiđ úrval góđs útvarpsefnis og tónlistar. Tónlistarstöđvar eru ögn fjölbreyttari en fyrr. Umburđarlyndi mitt í tónlistarmálum hefur líka vaxiđ, en óţol fyrir ýmsu öđru ađ sama skapi einnig. Hef gert ţarfagreiningu sem ég styđst viđ viđ útvarpshlustun:

  1. Hlusta ekki á útvarpsstöđvar/-ţćtti ţar sem ég á á hćttu ađ verđa fyrir barđinu á innhringingum hlustenda. Ömurlegra útvarpsefni get ég varla hugsađ mér. Nógu lítiđ gefin fyrir síma ţótt ég lendi ekki líka í ađ hlusta á (oftast leiđinleg) símtöl í útvarpi. Eins og allar góđar reglur á ţessi undantekningar. Ég hlusta á nćturútvarp um helgar ţegar Guđni Már Henningsson spilar tónlist á Rás 2, ţangađ til einhver hringir inn. Ţá er tími til kominn ađ slökkva. Endrum og sinnum eru innhringingar í síđdegisútvörpum og ţá skipti ég međ hrolli og meira ađ segja X-iđ hleypir símtölum ađ í sumum ţáttum, vont mál. Sumum finnst gaman ađ hlusta á símtöl og til eru útvarpsstöđvar sem gera út á ţá ţörf.
  2. Elti góđar tónlistarstöđvar af talsverđum ákafa til ađ hafa alltaf góđ ,,lög viđ vinnuna“. X-iđ á vinninginn ţessa dagana og misserin, einkum Ómar á morgnana. Brilljant lagaval, meira nýtt en gamalt, en meira af eđaltónlist ţarna en víđast annars stađar. Mjög sjaldan ađ síminn er tekinn upp á X-inu á ţeim tímum dags sem ég hlusta mest. Stundum er ég í skapi fyrir Gullbylgjuna, en ţar á ég á hćttu ađ heyra í Gilbert O‘Sullivan og ţađ rústar ţví dćmi. Mikiđ rosalega er mađurinn leiđinlegur.
  3. Stundum heyri ég dagskrárkynningar kringum áhugavert efni og skelli áminningu í dagbókina og reyni ađ haga vinnunni ţannig ađ mögulegt sé ađ hlusta á bitastćtt efni á međan ég vinn einhver nauđsynleg en rútínukennd störf. Cohen ţćttir á Rás 1, klassísk tónlist og áhugaverđ nútímatónlist, smá djass í bland viđ ýmislegt annađ kemst ţarna inn í tilveruna. Vantar reyndar góđan blúsţátt. Svo kemur Tríó stundum sterkt inn og ţćttir um fólk sem hefur veriđ búsett erlendis, hvort tveggja á vegum Magnúsar Einarssonar ef ég man rétt.
  4. Hef ákveđna rútínu á virkum dögum, á morgnana ţegar ég vakna, ţegar ég er orđin ţreytt undir hádegiđ en ţó fyrst og fremst á leiđinni í og úr vinnu (sem er 15-60 mínútna akstur eftir akstursskilyrđum og umferđarţunga, en ţó fyrst og fremst eftir snattálagi (allt upp í 4 viđkomustađir á heimleiđ og stundum gríp ég farţega međ á leiđinni heim)). Á morgnana ţegar ég er ađ koma mér í gang hlusta ég á KK og ţar sem ég ek yfirleitt í vinnuna á milli kl. 9 og hálf 10 tékka ég oft á viđtölum á Rás 1 áđur en ég stilli á X-iđ. Inn á milli koma áhugaverđ viđtöl, en X-iđ á nú samt vinninginn. Á heimleiđ úr vinnunni nć ég rest af síđdegisútvarpi á Rás 2 og Bylgjunni og ef um snattdag er ađ rćđa ţá einum til ţrennum fréttum. Undir hádegi er Samfélagiđ í nćrmynd, ţar er gaman ađ hlusta á fréttir frá Noregi og hvađ fólk er ađ lesa.
Á međan ég pikkađi ţessa hugleiđingu (í allmörgum áföngum) inn hlustađi ég međal annars á Creep međ Radiohead, White Stripes, tvö lög međ Mumford and sons, eitt međ Of Monsters and Men, annađ međ Metallica og Paint it Black međ Rolling Stones, allt á X-inu. Ef mig bráđvantar ađ eignast lagiđ sem ég er ađ hlusta á ţá get ég skođađ í tölvunni hvađ lagiđ hét og hver flytur og sótt ţađ á tonlist.is.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband