Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

LOFTORKA - verktakafyrirtæki 50 ára í dag

Verktakafyrirtæki 50 ára! Það er ótrúlegt en satt, Loftorka er 50 ára í dag. Verktakafyrirtæki hafa sannarlega átt undir högg að sækja, ekki síst undanfarin ár, og því er merkilegt að fá að fagna því að eitt þeirra skuli nú vera orðið 50 ára. Upp á það var haldið í dag, þar sem starfsmenn, makar og velunnarar og samstarfsaðilar fögnuðu saman. 

2012-03-16_17_36_42.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér er málið vissulega skylt, og reyndar bæði ljúft og skylt, því það er tengdamóðir mín, Sæunn Andrésdóttir, sem á þetta merkilega fyrirtæki og er stjórnarformaður þess þrátt fyrir að eiga að vera komin í rólegheit fyrir aldurs sakir fyrir löngu. Fyrir 50 árum stofnaði tengdafaðir minn, sem alltaf var kallaður Sigurður í Loftorku, þetta fyrirtæki ásamt mági sínum, bróður Sæunnar, Konráði. Fyrirtækið varð síðar að tveimur, Loftorku, Reykjavík og Loftorku Borgarnesi með ákveðinni verkaskiptingu og fóru þeir mágar lengst af fyrir hvoru fyrir sig. Fyrsti starfsmaður Loftorku, Indriði Björnsson, var mættur í afmælið í dag ásamt þeim systkinunum Sæunni og Konráði. 

Lukka Loftorku er sterkur kjarni starfsmanna sem hefur að stórum hluta starfað í mörg ár hjá fyrirtækinu og hefur bæði þekkingu, reynslu og dugnað til að gera fyrirtækið að því sem það er í dag.  Þetta var stór dagur hjá okkur mörgum í dag.

2012-03-16_18_12_30.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimasíða Loftorku, Reykjavík.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband