Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Góður sigur Álftnesinga eftir jafnan en spennandi leik í Útsvari

Spennandi og skemmtilega jafn leikur í Útsvari í kvöld sem endaði með góðum sigri Álftaness. Enn sætari sigur þar sem andstæðingarnir voru bæði sprettharðir, fróðir og jafn góðir í leikarahlutverkinu (og giski) og Álftanesliðið. Óska báðum liðunum til hamingju með frammistöðuna og okkar liði með sigurinn.

Þótt máttur auglýsinganna sé mikill og mjög hafi hallað á blanka Álftanesið í þeim hvatningaleik sem útvarpsauglýsingar eru orðnar í sveitarfélagaslagnum, þá eru það á endanum liðin sem þetta stendur allt og fellur með. Það má hins vegar hugga sig við að Ríkisútvarpið ohf. fær vænan skilding í kassann í þessu auglýsingaflóði. Vonandi verður því fé vel varið :-) mér skilst að útvarpið sé enn blankara en Álftanesið góða.


ÓSKA LIÐI ÁLFTANESS GÓÐS GENGIS Í ÚTSVARI Í KVÖLD

Ef hægt væri að kaupa sér sigur í Útsvari þá myndi Fjarðarbyggð sigra Álftanes í kvöld. En þannig er það ekki. Þótt ótal auglýsingar hljómi í útvarpi til að hvetja lið ríkari byggðarinnar (allir vita um blankheit Álftaness, svo það er hitt byggðarlagið), þá endar þetta alltaf með liðunum sem keppa. Ég nota þetta tækifæri til þess að óska liði Álftaness góðs gengis í kvöld.

220px-churchill_v_sign_hu_55521.jpg


Ef við hlýðum ekki ...

Við fáum sífellt skýr skilaboð frá ESB að okkur sé ætlað að hlýða boðskap bandalagsins í einu og öllu. Auðvitað svolítið fyndið að niðurstaða gagnstæðra fylkinga, ESB-andstæðinga á alþingi og ESB-valdamanna skuli vera sú sama.  Forvitnilegt verður síðan að fylgjast með því hver viðbrögð ESB-sinna í hópi stjórnarmeirihlutans á Íslandi verða.

 


mbl.is Styður frestun aðildarviðræðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til varnar heiðarlegum heimilisköttum

Ég get ekki lengur orða bundist yfir þeim ranghugmyndum sem hafa heyrst að undanförnu um heiðarlega heimilisketti. Í framhalda af umræðunni um að köttum verði ekki smalað hefur köttum að ósekju verið skipt upp í værðarlega heimilisketti annars vegar og villiketti hins vegar og það gefið í skyn að heimilisköttum sé hægt að smala.

Þetta lýsir miklu þekkingarleysi á heimilisköttum. Allir sem til þeirra þekkja vita að þeim er ekki hægt að smala. Það er hægt að laða þá að sér með ljúfu viðmóti og þá á þeirra forsendum og með því að ganga að ákveðnum kröfum þeirra. Ég hef mikla reynslu af samskiptum við heimilisketti og hef aldrei séð þeim smalað, ekki einu sinni tveimur í hóp, hvað þá fleirum. Um villiketti þarf ekki að fjölyrða, flestir eru þeir hvekktir af samskiptum við menn sem hafa sýnt þeim illt viðmót og það þarf mikið til að vinna traust þeirra, en það er stundum hægt, sé vilji og þolinmæði til staðar. 

Hitt er svo annað að til eru hjarðdýr, helst veit ég af sauðfé og einhverjir hópar fólks fylgja líka sínum forystusauðum hvort sem það er hyggilegt eður ei. 

Og er þá leiðréttingu komið á framfæri. 

CIMG3002


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband