Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Listin að mála (stærðfræðiformúlur á bolla, endurvinna módelmyndir og klína út veggi)
5.1.2009 | 23:51
Málaði samtals í sjö og hálfan tíma í dag, bæði veggi og ofn í þágu hugsjónarinnar og einnig var ég greinilega komin með svolítið fráhvarf frá myndlistinni. Skil eiginlega ekkert í því hvað ég hef verið róleg þessar 3 vikur sem ég var í fríi frá myndlistinni. Línan á veggnum sem ég var að klára ,,fínmálningu" á var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en ég er svolítið ánægð (ennþá alla vega) með myndirnar sem ég var að vinna í. Ein fær að flakka með, þetta er svona endurvinnsla, hef verið að flokka stórar módelmyndi, henda sumum, taka myndir af sumum og stafla þeim sem á að geyma.
Þá er sagan sögð til hálfs, því svo er að troða þessum risastóru myndum á lítinn og sætan striga. Þá vandast málið stundum, en stundum er ég sátt. Hvort myndin hér til hliðar er búin eða ekki hef ég reyndar ekki hugmynd um, hún er nýkomin á strigann. Svo er ég reyndar að mála stærðfræðiformúlur og gömul dæmi úr RRR (Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki) á bolla (myndir af bollum) - pínulitlar myndir - en gleymdi að taka myndir af því dæmi.
Hversdagslífið hefst aftur á morgun - og það er bara ágætt
4.1.2009 | 22:55
Smá Murphy í viðbót - en samt hef ég trú á þessu ári!
3.1.2009 | 22:15
Þá er það bara smá Murphy í viðbót. Skuggalega vel við hæfi, sumt alla vega. Það er allt í lagi að vera með smá bölmóð svona í upphafi árs, en til að fyrirbyggja misskilning þá vil ég taka það fram að ég hef fulla trú á þessu ári. Kosningaár, sem sagt, það er alltaf gott. Ef þetta verður ekki kosningaár verð ég alla vega illa svikin.
En hér er Murphy vinur vor:
Lögmál Van Herphen:
Lausinin að því að leysa vandamál felst í því að finna einhvern sem getur leyst vandamálið.
Lögmál Baxters:
Villan í forsendunum finnst í niðurstöðunum.
Fyrsta lögmál McGee
Það er undravert hversu langan tíma tekur að leysa viðfangsefni sem ekki er unnið í.
Lögmál Ruckerts:
Ekkert vandamál er svo smátt að ekki sé hægt að missa það fullkomlega úr böndunum.
Lögmál Biondis:
Ef verkefnið sem þú ert að vinna í er ekki að virka, skoðaðu þá þætti sem þér fundust lítilvægastir.
Lögmál Allen:
Nánast allt er auðveldara í að komast en úr að sleppa.
Lögmál Young um hreyfanleika kyrrstæðra hluta:
Allir kyrrstæðir hlutir geta hreyfst nógu mikið til þess að verða í vegi fyrir þér.
Regla Fahnestock um mistök:
Ef þér mistekst í fyrstu atrennu skaltu eyðileggja öll ummerki um að þú hafir reynt.
Skrambi gott skaup
2.1.2009 | 15:59
Árið hófst með ættingjum og vinum
2.1.2009 | 00:43