Skrambi gott skaup

Skaupið í ár var með þeim betri að mínu mati. Hlýtur að vera vandaverk að skrifa skaup við þessar þjóðfélagsaðstæður. Facebook brandarinn var einlæglega kúl og pólitíkin tekin föstum tökum. Leikararnir hver öðrum betri, hér er kominn hinn fullkomni Geir, röddin var fullkomin, og Tjarnarkvartettinn var líka ótrúlega vel heppnaður. Margt hárbeitt - það er mikill kostur - og þótt ég hafi séð skaupið að hluta tvisvar (byrjunina aftur á Plús vegna smá tékks). Óska Silju og öllum hinum til hamingju - og hver hefði trúað því að Jón Gnarr gæti umhverfst í Pál Óskar. Þeir brandarar voru nöturlegir en hittu vel.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Skaupið var að mörgu leyti gott - en hvers eiga kratarnir að gjalda - það sást ekki mikið til þeirra í skaupinu.

Björgvin R. Leifsson, 2.1.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér fannst það frábært en er sammála BRL að það var lítið tekið á Samfó.

Tækifærin næg.  En ég kvarta ekki, skemmti mér konunglega.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.1.2009 kl. 16:14

3 Smámynd:

Já mér fannst skaupið mjög gott þetta árið. Hlýtur að hafa verið erfitt að velja efni því af nógu var að taka.

, 2.1.2009 kl. 17:35

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér fannst Dagur reyndar tekinn afskaplega vel, en það gleymist (blessunarlega) oft að hann er víst krati nú orðið. Held samt að það sé í landsmálunum sem þið eruð að sakna kratanna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.1.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Jú, rétt, gleymdi Degi alveg, enda fer ekki mikið fyrir honum þessa dagana.

Björgvin R. Leifsson, 3.1.2009 kl. 02:59

6 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 3.1.2009 kl. 08:48

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband