Listin að mála (stærðfræðiformúlur á bolla, endurvinna módelmyndir og klína út veggi)

Málaði samtals í sjö og hálfan tíma í dag, bæði veggi og ofn í þágu hugsjónarinnar og einnig var ég greinilega komin með svolítið fráhvarf frá myndlistinni. Skil eiginlega ekkert í því  hvað ég hef verið  róleg þessar 3 vikur sem ég var í fríi frá myndlistinni. Línan á veggnum sem ég var að klára ,,fínmálningu" á var ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, en ég er svolítið ánægð (ennþá alla vega) með myndirnar sem ég var að vinna í. Ein fær að flakka með, þetta er svona endurvinnsla, hef verið að flokka stórar módelmyndi, henda sumum, taka myndir af sumum og stafla þeim sem á að geyma. 

CIMG4272 Þá er sagan sögð til hálfs, því svo er að troða þessum risastóru myndum á lítinn og sætan striga. Þá vandast málið stundum, en stundum er ég sátt. Hvort myndin hér til hliðar er búin eða ekki hef ég reyndar ekki hugmynd um, hún er nýkomin á strigann. Svo er ég reyndar að mála stærðfræðiformúlur og gömul dæmi úr RRR (Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki) á bolla (myndir af bollum) - pínulitlar myndir - en gleymdi að taka myndir af því dæmi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband