Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Vil ekki sleppa hendinni af sumrinu - ekki enn - Óskar og Sjallarnir boða vetrarkomu

Sólin er að brjótast fram af og til hérna í Borgarfirðinum. Vindsængin sem hefur verið úti á palli lengst af sumri var undir þaki hér á pallinum í nótt svo og stólarnir á veröndinni. En í stað lóðréttu rigningarinnar sem hefur kætt gróðurinn af og til var hér slagveðursrigning hér í morgun meðan ég svaf svefni hinna réttlátu. Vindsæng og stólar eru í þurrkun. Sem betur fer er hlýindaspá framundan. Enn nokkrar fínstillingar eftir í málningavinnu heima á Álftanesi, en ég skóf einn glugga áður en ég fór í sveitina í gærmorgun. Þetta hefur verið svo gott sumar að ég óska mér alla vega sex vikna í viðbót af því og helst milds vetrar, óska eftir samherjum í að biðja um þetta góða veður áfram.

Nú er búið að staðfesta breytingar á stjórn borgarinnar, þannig að sveitaballahljómsveitin Óskar og Sjallarnir er að taka við. Svolítill garri í því og boðar ótímabæra vetrarkomu, þótt ekki sakni ég Ólafs nema að einu leyti, í húsaverndun. Dv.is segir Ólaf einan heima. Eina sem ég hefði sætt mig við væri endurkoma Tjarnakvartettsins, með Margréti innanborðs.


Hvarflaði ekki annað að mér en ný borgarstjórn yrði mynduð í dag - þetta er fáránlegt!

Þegar fyrstu fregnir fóru að berast í dag um að enn væri verið að makka um ,,nýja" borgarstjórn, þá hvarflaði eiginlega ekki annað að mér en að hún yrði mynduð innan sólarhrings. Óskar og sjallarnir (hljómar eins og sveitaballahljómsveit). En það segir allt sem segja þarf um hverju búast má við, og það viturlegasta sem út úr þessum degi hefur komið hvað varðar borgarmálefnin er vaxandi umræða um að við svona kringumstæður eigi að vera hægt að boða til nýrra kosninga. Það sem gerst hefur á þessu kjörtímabili er ekki allt til fyrirmyndar og hvers eiga kjósendur að gjalda? Í Noregi má ekki kjósa til þings nema á fjögurra ára fresti og það hefur leitt til alls konar ólýðræðislegra hrossakaupa, og það er farið að ræða alvarlega í Noregi að breyta þessu fyrirkomulagi.

Dularfull frétt um skotárás á formann demókrata í Arkansas (breaking news frá CNN)

Ég er áskrifandi af fréttum í tölvupósti frá CNN. Sé ekkert um þetta á CNN vefnum ennþá en þetta er fréttin:

-- The Arkansas Democratic Party chairman has died from gunshot wounds, according to Hillary Clinton's press office.

Veit einhver meira um málið, er þetta ný skotárás, eða fór hún framhjá mér og var maðurinn að deyja núna af sárum sínum? Svona 10 mínútur síðan fréttin barst.

Leiðrétting, Mogginn var búinn að vera með þetta á undan CNN ,,breaking news":

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/08/13/skotaras_i_hofudstodvum_demokrata_i_arkansas/ 

 


Yndislegir endurfundir í frábæru afmæli Gurríar

Orðin uppiskroppa með jákvæð lýsingarorð. En ... eftir himneskt veður, stórkostlega frammstöðu landsliðsins í handbolta og almennt ánægjulegan vinnudag, þá var haldið í afmælið hennar Gurríar, sem ég fagna hér neðar á síðunni, eins og glöggir lesendur sjá. Þetta var eins og alltaf alveg CIMG3057Himnaríkisafmæli, mikið af skemmtilegu fólki og afmælisbarni þar fremst í flokki. Og svo urðu þarna miklir og góðir endurfundir okkar gömlu vinkvennanna, sem ég málað hér um árið (1987 held ég) þegar Elfa okkar birtist, en hún er sú eina okkar þessa stundina sem ekki býr á landinu. Ég var að vona að hún kæmi nógu fljótt til landsins, þegar ég hitti á hana á msn fyrr í sumar, en samt var þetta eiginlega of gott til að vera satt. Og hér erum við og ég læt líka fylgja myndina góðu, sem ég málaði af okkur hér einu sinni. Sú fimmta í hópnum er hálfgerð felukona, bæði fjarri góðu gamni í dag og ekki alveg sýnileg á myndinni, en þannig hefur þetta eiginlega bara verið hjá okkur.

Röðin á okkur er nálægt því að vera öfug á myndunum, eða kannski alveg, man ekki alveg hver er hver, ég bara málaði myndina, útskýrði hana ekki ;-)  Vinkonurnar  

 


TIL HAMINGJU ÍSLAND!

Ég get ekkert sagt, það er kannski ein mínúta eftir að leiknum, en sigurinn er í höfn!!!!

Æsispennandi handboltaleikur - Ísland yfir í hálfleik gegn heimsmeisturunum? Vá!!!

Þetta er ótrúlegur leikur. Ég var farin að sjá ofsjónum yfir skoruðum mörkum, en þetta er alveg eðlilegt, aðalatriðið er að við erum YFIR í hálfleik!!!! það getur (vonandi) ekki farið öðru vísi, svo fáar mínútur eftir til hálfleiks. Takk Rás 2 fyrir að vera með útvarpsútsendingu.

Þetta er samt enn meira smekkur Gurríar, þannig að það fær bara líka að fljóta með


Þessi er fyrir Gurrí


Golf fyrir óinnvígða - og málfar fyrir lengra komna

Eftir að ég uppgötvaði hversu margir golfvellir eru á landinu og fáir skvass eða tennisvellir, þá ákvað ég að reyna að mjaka mér í áttina að golfinu, í stað þess að stressa mig á því að finna mótspilara (við Óli erum alltaf upptekin til skiptis, annars er gaman að spila við hann, skvass, erum samt enn á leiðinni) - eða að finna völl sem einhverjir fótboltakrakkar eða blak-Finnar eru ekki búnir að leggja undir sig/skemma/breyta í einhvern óskapnað (þetta gildir fyrir tennis). Að vísu var ég búin að finna tennishóp í Kópavogi, sem mig langaði í, en ég geri mér ekki ferð á höfuðborgarsvæðið, úr Borgarfirðinum, til þess að fara á tennisæfingu. Hefði kannski gert það einhvern tíma, en ekki lengur. Man enn í hillingum sælusumarið 1993, fyrsta tennissumarið mitt, þegar við spiluðum alla daga og stundum oft á dag (og skvass á milli). En sem sagt, golf! Búin að fatta að ég get slegið úr svona eins og einni fötu þegar ég skrepp niður í Borgarnes, það er alla lash8_aussie350vega ágætt, því það dugar víst ekki eins og í fyrra að fara bara þrisvar í golf allt sumarið. Seinasta skiptið þar að auki með vinnufélögunum í Texas Scramble afbrigði (ekki segja mér að mig misminni aftur, ég sagði Texas Holden um daginn, en það er ábyggilega póker). Eins og það var gaman, þá er auðvitað skammarlegt að mæta óæfður, en samt var rosalega gaman að spila í fyrsta sinn á velli af fullri stærð. Reyndar er ég einmitt búin að slá þrisvar núna, svo ég hef að litlu að státa, og spila átta holur á Álftanesi (það er bara af því ég fann ekki fjórðu holuna). 

Fann alveg frábæra grein um daginn í golfblaði minnir mig. Einn að agnúast yfir málfarinu í kringum golfið, sumt sem hann sagði skildi ég ekki, af því ég veit of lítið um íþróttina, en það sem ég skildi var allt mjög skynsamlegt. Ég var afskaplega hamingjusöm þegar ég sá að hann var að reyna að berja það inn í fólk að tala um golfkúlur en ekki GOLFBOLTA (!!!!) - grrrrrr þegar pabbi var í golfinu og ég lítil stelpa var aldrei talað um annað en golfkúlur og þannig finnst mér það eiga að vera. Gaman að heyra að fleiri eru sama sinnis, hélt ég hefði kannski eitthvað misst úr. En það sem mér fannst fyndnast var þegar hann var að tala um þann ósið að tala um 450 metra langar holur, þegar átt var við brautina frá teigi inn á flötina (og að holunni) að hún væri 450 metrar. Ég sé fyrir mér moldvörpuna sem gróf þessa 450 metra löngu holu, en það ætti að vera hægt að hitta í hana.


Sumarferð um Borgarfjörð í góðu veðri og góðum félagsskap

Við Ari fórum í sumarferð um Borgarfjörð í dag með gömlum félögum og höfðum það alveg einstaklega gott, enda veðurblíðan mikil. Ekki spilltu yndislegar móttökur hvar sem við komum. Takk fyrir okkur Vestlendingar.

CIMG3019


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband