Yndislegir endurfundir í frábæru afmæli Gurríar

Orðin uppiskroppa með jákvæð lýsingarorð. En ... eftir himneskt veður, stórkostlega frammstöðu landsliðsins í handbolta og almennt ánægjulegan vinnudag, þá var haldið í afmælið hennar Gurríar, sem ég fagna hér neðar á síðunni, eins og glöggir lesendur sjá. Þetta var eins og alltaf alveg CIMG3057Himnaríkisafmæli, mikið af skemmtilegu fólki og afmælisbarni þar fremst í flokki. Og svo urðu þarna miklir og góðir endurfundir okkar gömlu vinkvennanna, sem ég málað hér um árið (1987 held ég) þegar Elfa okkar birtist, en hún er sú eina okkar þessa stundina sem ekki býr á landinu. Ég var að vona að hún kæmi nógu fljótt til landsins, þegar ég hitti á hana á msn fyrr í sumar, en samt var þetta eiginlega of gott til að vera satt. Og hér erum við og ég læt líka fylgja myndina góðu, sem ég málaði af okkur hér einu sinni. Sú fimmta í hópnum er hálfgerð felukona, bæði fjarri góðu gamni í dag og ekki alveg sýnileg á myndinni, en þannig hefur þetta eiginlega bara verið hjá okkur.

Röðin á okkur er nálægt því að vera öfug á myndunum, eða kannski alveg, man ekki alveg hver er hver, ég bara málaði myndina, útskýrði hana ekki ;-)  Vinkonurnar  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.8.2008 kl. 23:29

2 identicon

Þvílíkt glæsilegar og flottar konur

Anna Ólafsdóttir (anno) 12.8.2008 kl. 23:47

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það sem er svo flott er hvað það er gaman að hittast allar, ekkert sem jafnast á við það að ná aftur saman.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.8.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Helga Björg

Flott mynd , og ómetnlegt að eiga svona góðar vinkonur :)

Helga Björg, 13.8.2008 kl. 19:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband