Dularfull frétt um skotárás á formann demókrata í Arkansas (breaking news frá CNN)

Ég er áskrifandi af fréttum í tölvupósti frá CNN. Sé ekkert um þetta á CNN vefnum ennþá en þetta er fréttin:

-- The Arkansas Democratic Party chairman has died from gunshot wounds, according to Hillary Clinton's press office.

Veit einhver meira um málið, er þetta ný skotárás, eða fór hún framhjá mér og var maðurinn að deyja núna af sárum sínum? Svona 10 mínútur síðan fréttin barst.

Leiðrétting, Mogginn var búinn að vera með þetta á undan CNN ,,breaking news":

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/08/13/skotaras_i_hofudstodvum_demokrata_i_arkansas/ 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var víst þannig að einhver maður kom inn í miðstöð demókrata í Little-Rock, sagðist vera að bjóða sig fram sem sjálfboðaliði og tók því næst upp byssu og skaut þennan mann, maðurinn dó stuttu seinna. Byssumaðurinn var síðan skotinn til bana af löggunni þegar hann reyndi að flýja. Þessi flokksmaður er reyndar kallaður Democratic worker en ekki chairman í borðanum sem fylgir fréttinni - undir breaking news á CNN.

Anna Ólafsdóttir (anno) 13.8.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

ok, það er svo skrýtið að fá svona breaking news í pósti og finna svo ekkert  um það (strax)

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 13.8.2008 kl. 23:37

3 Smámynd: Linda litla

Hef ekkert séð nema þessa frétt á mbl sem að þú ert með.

Linda litla, 13.8.2008 kl. 23:47

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta þarfnast skoðunar. Tilkynning sem kemur úr Clinton höfuðstöðvum, stundum er eins og meira búi undir, en það hélt ég reyndar líka út af fundarhöldum í borgarstjórn.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 14.8.2008 kl. 00:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband