Færsluflokkur: Ferðalög

Alltaf westar og westar ... á kúrekaball með töskuna týnda (en núna fundna) og yndislegir endurfundir við Nínu, Annie og öll hin

Komst loks til Lubbock, Texas í gær, með því að hlaupa milli terminala í Dallas/Fort Worth, því miður var taskan mín ekki eins hraðskreið og komst því ekki hingað heim til Nínu fyrr en um hálf tvö í dag, sem reyndar var alveg frábært! Nína og Annie biðu eftir mér á flugvellinum, yndislegt að hitta þær! Við biðum eftir töskunni í tvo tíma, eftir næsta flugi, en svo voru gerðar ráðstafanir til þess að hún skilaði sér í dag, sem var ekkert sjálfgefið. Lubbock í Texas er í amk. tveggja tíma fjarlægð héðan frá Portales í New Mexíkó.

CIMG3462

 

 

 

Nína systir og Annie í gærkvöldi, en í dag, sunnudag, héldum við upp á afmælið hennar Nínu, sem á í rauninni afmæli á morgun, 6. október, en sá dagur er kominn hjá ykkur hinum.

 

Beint úr kengúruhoppandi fluginu: Boston - Baltimore - Dallas/Fort Worth - Lubbock - (og landleiðina til Clovis) fór ég á kúrekaball þar sem Andy, kærastinn hennar Annie frænku spilaði. Það var líf og fjör þar. Tók smá skot af Andy og hljómsveitinni hans, svolítið dökkt, en tónlistin stendur fyrir sínu.

Kúrekarnir voru flestir vel við aldur og héldu konunum sínum rummungstaki í fanginu, og ég tók myndir af nokkrum vel völdum. Fyrr en varir var ég komin út á dansgólfið, ýmist í félagi við okkur kvennsurnar sem tengdust hljómsveitinni, eða í fanginu á kúrekum, sem stýrðu jafn skrautlega og yndislegu sveitakallarnir sem dönsuðu við mann á réttarböllunum í Fljótshlíðinni forðum.

CIMG3480


Boston rokkar bara vel

Boston rokkar feitt við fyrstu kynni alla vega. Eyddi deginum i að kynnast henni aðeins, for um allt og skoðaði visindasafnið sem er tilkomumikið. Var að ganga um borgina fram yfr kvoldmat, fekk mer sma hressingu a Starbucks og kikti i bokabud, og eitthvað aðeins a markað. En mest var eg að skoða mig um viðs vegar um borgina. Fyndið að einn af minum uppahalds spennusagnahofundum, Rober B. Parker, sem skrifar um Boston i bokum sinum, var einmitt að tala um husið við hliðina a Starbucks, sem eg var að rolta framhja fimm minutum aður en eg fletti nyjustu bokinni hans i Borders (keypti hana auðvitað). Sem sagt gamla City Hall, sem nuna er franskt veitingahus. I School Street, ef einhver er kunnugur, sem abyggilega er. Eg er ekki orðin afhuga New York, of hrifin af borginni til að halda ad slikt gerist nokkurn tima, en eg get alveg hugsað mer að fljuga her um aftur. Jafnvel fara hingað serstaka ferð, hmmm, varla, eg fer ekki i verslunarferðir, her bua vinir og vandamenn ekki, og ekki fer eg hingað i solarferð. En samt, borgin rokkar bara vel!

Boston og samskiptin

Komin til Boston og hef eiginlega verið a fullu i samskiptum við skemmtilegt folk. Fyrst borðaði eg med gamalli vinkonu ur Kvennalistanum, Margreti og hennar manni, a ljomandi mexikonskum veitingastað her a hotelinu, og i morgun voru komin vid bordid mitt, eftir að eg hafði sigrað barattuna vid vofflujarnið alveg storskemmtileg eldri hjon, sem var virkilega gaman að tala við, svona flokkukindur eins og eg. Gafu mer fin rað um daginn sem eg mun nota til að  skoða Boston.

Ferðir og ferðalög

Einhvern tíma voru upplesnar ,,millifyrirsagnir" í auglýsingum í ríkisútvarpinu. Ein þeirra var ,,ferðir og ferðalög". Ég er mjög ferðaglöð manneskja og var búin að ákveða það strax í sumar að nota vildapunktana mína, sem margir hverjir renna út um næstu áramót, til þess að skreppa til Ameríku að heimsækja Nínu systur sem er í eins vetrar ,,útlegð" í Ameríku núna. Nema ef McCain verður kosinn forseti, þá á ég allt eins von á að hún komi heim fyrr ;-) en við skulum nú rétt vona að til þess komi ekki. Þorði ekki annað en fara að bóka þessa ferð, allar helstu óvissubreytur úr sögunni, meðal annars held ég að ég sleppi smá millihoppi sem ég var að hugsa um að taka, nema ég heyri í vinkonu minni á vesturströndinni alveg ákafri að ég komi við hjá henni. Kemur allt í ljós. Seinasta ár var mikið ferðaár, fór í sex mismunandi ferðir til útlanda, en núna verð ég rólegri í tíðinni (nema eitthvað breytist skyndilega) en bæti það upp með því að vera lengur í hverri ferð. Það er líka ágætt ;-)

Tíu daga hestaferð lauk í Gljúfraborg

Skemmtilegur endir á hestaferðinni hans Ara, seinustu þremenningarnir í ferðinni síbreytilegu, sem fóru lokaáfangann um Jafnaskarð, enduðu ferðina hér hjá mér í Gljúfraborg í kaffi, sem var auðvitað CIMG2948alveg æðislegt. Þau riðu yfir Gljúfurá á gömlu brúnni hér fyrir neðan og svo voru hestarnir settir í aðhald hér við endann á pallinum, seinni hópurinn er hér enn þegar þetta er skrifað en verður sóttur á eftir. Við Ari skruppum upp að Hreðavatni, þar var bíllinn og hestakerran, á meðan sendum við stelpurnar, Steinu og Karen, í pottinn, nema hvað!

Þegar fjölmennast var voru tíu manns í ferðinni, en seinustu daga hefur hópurinn verið að þynnast, enda var mislangur tími tekinn frá fyrir ferðina eftir því hversu mikil frí fólk hafði. Þau Karen, Ari og Steina hafa verið með allan tímann og sumir hættu ekki fyrr en í gær eða snemma dags í dag, þannig að þetta hefur verið mikið úthald fyrir alla. Veðrið lék við mannskapinn um miðbik ferðarinnar, en byrjaði og endaði í rigningu, að vísu voru ekki nema nokkrir dropar sem náðu þeim seinustu í dag.

CIMG2938

 

 

 

 

 

 

 

CIMG2947

 

 

En hér í Gljúfraborg er greinilega alveg réttur staður fyrir hestana, og ég set hér með nokkrar myndir af líðandi stundu inn í bloggið til áréttingar.

 

 

 

CIMG2937

 

 

 

 

 

 

 

 


Hestamenn á heimleið

Þá eru nú hestamennirnir, Ari minn, Bjössi mágur hans og fleiri sem tengjast bæði Borgarfirði og Álftanesi, á heimleið, ríða gamla leið yfir Holtavörðuheiði og niður í Fornahvamm á morgun. Símasamband hefur verið frekar stopult í ferðinni en seinustu daga hef ég þó heyrt í þeim. Það verður gaman að fá Ara hingað í bústaðinn, en hann verður hér næstu nætur meðan verið er að koma hestunum í sumarhagana sína. Enn eru þau fyrir norðan og hafa fengið alls konar veður. Ferðaáætlun hefur riðlast gersamlega vegna veðurs og vatnavaxta en þau reyna kannski aftur að ári. Svona ferðir eru alltaf ævintýri, ég hef elt hestamenn í nokkrum slíkum og alltaf gaman að ferðast um landið. En sannast sagna hefur veðurblíðan hér á Vesturlandinu togað meira en ferðir norður, svona hingað til alla vega en ég hef haldið því opnu að skreppa norður og hitta hópinn, en frekar sátt við að á það reyndi ekki. hesturHalldorPetursson

 


Ungverjalands- og Rúmeníumyndir á Facebook

Þá er ég komin með fullt af myndum á Facebook úr Ungverjalandsferðinni og þar eru líka innan um myndir frá því við skruppum til Rúmeníu á fimmtudaginn var. Hægt að henda inn talsverðu magni í einu (án þess að setja í zip-fæl, sem ég er ekki hrifin af). Samt ætla ég að reyna að setja nokkrar inn í viðbót á bloggið, en það er talsvert seinlegra. Þannig að þið sem eruð með Facebook getið skoðað myndir þar.

Búdapest - Borgarfjörður - myndir á leiðinni ... (trúi því varla að það sé hálka á Mýrdalssandi)

Það var gaman í Búdapest í gær en nú er ég komin upp í Borgarfjörðinn og horfi á himneska fjallasýn og jöklana mína fimm. Þessi fjölbreytni í tilverunni á óneitanlega vel við mig. Nú ætla ég að fara að henda inn í myndum og láta það malla á meðan ég gríp í vinnu eða hendi mér út á vindsæng ef sólin ákveður að vera hérna hjá mér. Meira fljótlega (held ég).

Heyrði í útvarpinu áðan að það vær snjókoma og hálka á Mýrdalssandi. Trúi því varla, en ég er komin heim!

Hér er fyrsta myndin, við mæðgurnar á kastalahæðinni í Búdapest í gær:

Mæðgurnar á kastalahæðinni í Búdapest í gær


Hver vegur að heiman er vegurinn heim - og við förum ekki um Transylvaníu að þessu sinni

Þá erum við mæðgur búnar að fastsetja heimferð um næstu helgi. Margir, og sumir fyndnir, ferðakostir í stöðunni. Fyrir utan þá augljósu sem doHop og vefir íslensku flugfélaganna, sem of lággjaldaflugfélaganna sem fljúga hingað, fundust margir fyndnir og spennandi kostir. Sá sem mér fannst um tíma einna mest heillandi var að fara þriggja stunda ferð í austur en ekki vestur (sem er líka þriggja stunda ferð, til Budapest) til borgarinnar Cluj, sem er höfuðborg Transylvaníu í Rúmeníu. Fljúga síðan þaðan til Kölnar og svo nokkuð beint heim. Eftir smá íhugun tókum við annan álíka ódýran kost (þessir voru þeir ódýrustu) og fljúgum ,,bara" um Budapest og Köln. Samt var hugmyndin (sem dóttir mín kom með) góð. Við fundum hins vegar út að það voru allmargir óvissu- og óþægindaþættir sem gerðu þennan valkost ekki eins spennandi eftir mikla próflotu. En það má alltaf láta sér detta í hug að nýta þessa hugmynd síðar, það er að segja ef Germanwings halda áfram að fljúga bæði til Cluj og Reykjavíkur.

Ég verð svo sem ekki búin að vera lengi að heiman að þessu sinni, bara rétt rúmar þrjár vikur, en sem betur fer er mín saknað heima, og eflaust er Hönnu enn meira saknað, því hún hefur þó verið hér linnulítið síðan 2. janúar, ef frá er talinn skreppitúr heim í apríl, sem kom í stað janúar/febrúarfrísins sem hún sleppti. Auðvitað var fólk árum saman burtu hér einu sinni, en þá átti það líka bara tvenna skó og fór í bað einu sinni í viku. Við lifum hreinlega í gerbreyttum heimi, og ég er afskaplega ánægð með að hafa fæðst núna en ekki á einhverjum öðrum tíma, nema ég verð að viðurkenna að ég er svolítið ,,svag" fyrir árunum milli 1920-1930, en þá hefði ég samt pantað að vera til í umhverfi sem bauð upp á fremstu þeirra tíma þægindi, svo sem upphituð hús og heitt vatn, það var til á þeim tíma. Fyrir svona kuldaskræfu eins og mig er það kostur.

Og hver vegur að heiman er víst vegurinn heim fyrir flesta. Flýg ekki um mína heittelskuðu London núna, það gerir ekkert til, átti góðan dag þar á frameftirleiðinni og er ekki alveg búin með ,,halwa" skammtinn minn. Einhvern tíma seinna fljúgum við kannski til eða frá Transylvaníu, en það er svo sem ekki loku fyrir það skotið að ég komi við í Rúmeníu áður en ég fer heim. Viðurkenni auðvitað aldrei að ég sé að ,,safna" löndum, en ef ég kæmi þar við, þá yrði það nýtt land ...


Nýjustu myndir frá Ungó - meira af rauðu

Búin að setja nokkrar myndir í viðbót í albúmið (óþarflega seinlegt, held þetta sé ekki bara tengingin, tölvan og stærð myndanna). En alla vega, ég þarf að játa á mig fleiri rauðar syndir, ekki Nú er það rautt!eins krassandi þó og það hljómar. Ég gersamlega féll fyrir ofurrauðum skóm þegar ég kom hingað fyrir rúmum tveimur vikum og fékk mér á endanum fallega hörblússu við þá, en svo þegar ég fór að skoða þá betur þá fannst mér þeir einum of glannalegir. Svo ég fékk mér bara ódýrar espadrillur við blússuna sem ég keypti við skóna.

Næst þegar ég skoðaði skóna féll ég aftur, gersamlega, fyrir þeim. Þannig að þið sjáið afraksturinn hér. Taskan er hins vegar hafin yfir alla gagnrýni (geri ég ráð fyrir).

 

 

 

 

 Hanna og Sara á fallegum pizzustaðHanna og Sara á pizzustað sem við fórum á í hádeginu um daginn. Staðurinn getur engan veginn ákveðið sig hvort hann vill vera spánskur, ítalskur eða grískur. Alla vega ekki ungverskur.

 

 

 

 

 

Sara og Toni með tvíburana Kolbein og ÞorsteinÞetta hádegi kom Toni, maðurinn hennar Söru, með tvíburana þeirra, þá Kolbein og Þorstein, til að þeir fengju að hitta mömmu sína í björtu svona einu sinni til tilbreytingar. Svona er stúdentalífið hér. Hún les ýmist hér hjá okkur eða uppi í skóla, og sama má segja um Hönnu, les þó meira hér heima.

 

 

 

 Endalaust ný sjónarhorn á torginu í DebrecenÞegar sólin skín hvað skærast er gaman að fara niður í bæ dagspart, líka góður göngutúr, svona hátt í hálftíma gangur þangað niðureftir. Þetta er eitt af mörgum sjónarhornum á aðaltorginu.

 

 

 

 

 

Turnar á húsum algengir í Debrecen

Mest erum við svo hér heima á fimmtu hæðinni, þar sem útsýni er til norðurs (áleiðis til Úkraínu) og austurs (þar sem örugglega sæist til Rúmenínu ef skyggnið væri viðlíka og á Íslandi, sem það er ekki). Hér er urmull af húsum með turnum eins og voru á gömlu Uppsölum sem voru á horninu á Túngötu og Aðalstræti, á móti Herkastalanum og er nú nýbygging í anda gamla hússins. Í þeim turni lék ég mér sem lítil stelpa, því mamma átti íbúðina og þarna var stofan okkar. Man ekki mikið eftir mér þar, en gaman að sjá öll þessu hús með alla þessa turna.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband