Færsluflokkur: Ferðalög
Lagstur í rigningar hér í Debrecen - og ekkert að því
12.6.2008 | 18:46
Rigningartíð komin í nokkra daga, samt sól fyrst í morgun, síðdegisþrumuveður eins og stundum, og rigning af og til. Ekkert að því, höfum sannarlega haft nóg af góða veðrinu og ég hef bara vorkennt stúdentunum að geta ekki notað góða veðrið meira en raun ber vitni, eiginlega ekki neitt.
Gúlassúpustríðið
7.6.2008 | 13:51
Ekki enn farin að smakka gúlassúpu, en það er annars skylda hér í Ungverjalandi. Hins vegar heyrði ég ansi skemmtilega sögu hér á kaffihúsi um daginn. Í grenndinni er borgin Eger, sem er víst mjög falleg, en það er nyrsta vígið sem Tyrkir felldu (á 16. öld). Þeir voru með mikið ofurefli en svo mikill var baráttuhugurinn að þegar skotfæri þraut mættu konurar upp í kastala með gúlassúpu (þangað höfðu þær fært mönnunum mat) og helltu henni yfir Tyrkina, væntanlega bæði heitri og ógeðslegri. Búin að finna það við snögga leit á netinu að þessi saga er þekkt, hefur jafnvel verið kvikmynduð. Ætla ekki að legjast í uppflettingar að svo stöddu.
Fuglasöngur á fimmtu hæð: Heitir dagar í Austur-Ungverjalandi
3.6.2008 | 12:23
Aftur komin til Ungverjalands, með hauskúpu og halwa í farangrinum
1.6.2008 | 10:07
Þá er ég aftur komin til Ungverjalands, sem er alltaf mjög gaman. Fyrir utan að það er fínt að vera hjá Hönnu, þá er veðráttan og umhverfið hér mjög skemmtilegt allt saman. Ferðalagið tók sinn tíma, ég nýtti tímann vel í London og kláraði hauskúpukaup, halwa-kaup og fleira (ekki að smygla neinni mannlegri hauskúpu samt, þetta er úrvals plast og hentar vel fyrir læknanema). Svo er bara að taka verkefnin upp úr töskunni og af netinu, nóg sem liggur fyrir hérna framundan. Þetta er engin letiferð, en verður samt hvíld eftir fjölbreytta törn að undanförnu.
Og auðvitað var Íslendingur þarna ...
13.5.2008 | 16:48
Sveiflukennt loftslag - og engar tjaldútilegur um Hvítasunnuna
9.5.2008 | 17:56
Ef einhver efast um sveiflukennt loftslag þá höfum við fengið að finna fyrir slíku að undanförnu og þó sloppið mun betur en fólk viða annars staðar í heiminum. Gróðurhúsaáhrifin eru ekkert grín og hvort sem veðurspá helgarinnar hefur vitundarögn með þau að gera eða ekki þá eru öfgar í veðurfari að sanna illilega að þau eru fyrir hendi. Ný fellibyljasvæði eru til að mynda að skapast, eins go fjallað hefur verið um í fréttum.
Hvítasunnuhelgi framundan verður vonandi slysalaus, færð um allt land hvetur til aðgátar og ef til vill ekki hyggilegt að fara á sumardekkjunum hvert sem er. Hvítasunnan er að vísu snemma á ferð í ár eins og allar kirkjutengdu hátíðarnar, en samt sem áður eru þessar veðursveiflur ögn skrautlegri en oft áður og því öllu snúið á hvolf sem gert var á fyrri tíð. Útihátíðir eru ekki haldnar lengur um hvítasunnuna, enda held ég að mæting yrði dræmi miðað við fyrirsjáanlegt veður.
![]() |
Víða hálka og hálkublettir um land allt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Leyndardómar Snæfellsjökuls (frá Sandgerði séðir)
27.3.2008 | 21:33
Snæfellsjökull hefur einhvern dularfullan kraft sem margir hafa reynt að fanga. Ekki undarlegt að Jules Verne hafi valið hann sem upphafsstað að ferðalögum um iður jarðar, hvað líður annars gerð kvikmyndarinnar eftir bókinni hans? En það þarf engan franskan rithöfund til að segja okkur allt sem segja þarf um Snæfellsjökul. Best er að sjá hann sjálf. Hann blasir oft við þegar ég renni heim, niður Garðaholtið, eins þegar ég er á leið vestur í háskóla og fer niður Öskjuhlíðarbrekkuna, á leiðinni upp í sumarbústað er hann oft alveg magnaður á leiðinni undir Hafnarfjalli og loks er útsýni til Jökulsins oft einstakt frá Sandgerði séð. Svona leit hann út fyrr í dag:
Landbrot víðar en á Íslandi
22.2.2008 | 01:40
Ég las í blaði að fallegu sandöldurnar á suðurodda Gran Canaria væru í hættu og yrðu jafnvel horfnar eftir 90 ár ef ekki yrðu eitthvað að gert. Átti samt ekki von á því að sjá ummerki um landbrot svo augljóslega og raun bar vitni er við Ari gengum með ströndinni frá Ensku ströndinni (strönd Englendingsins, til að vera nákvæm) og til Maspalomas sem er um klukkutíma gangur, en þetta var síðastliðinn mánudag.
Klettarnir við vesturströndina eru hins vegar svo vígalegir að á þá bítur ekkert, en langt upp í landi má sjá gamlar sjávarlínur, rétt eins og heima á Íslandi. Loftslagið öllu mildara og rokið miklu hlýrra og miklu minna.
Smá skammtur af kanarískum söng líka
20.2.2008 | 01:30
Þá er ég tilbúin með fyrsta myndbandið mitt og bið ykkur vel að njóta. Það er kanaríska fjölskyldan sem syngur á fimmtudögum á barnum rétt norðan við Jade Garden sem syngur. En svo minni ég á myndirnar sem eru í næstu færslu á undan og stefni að því að skella fleiri myndum inn fljótlega.
Fullt af myndum frá Kanarí
20.2.2008 | 01:14
Þá er ég búin að hlaða inn fullt af myndum, var reyndar með minnislykil á mér seinustu dagana, en það er miklu betra að eyða tímanum á Kanarí til að vera þar og njóta en að hanga í tölvunni. Best að láta nokkrar þeirra njóta sín nú þegar:
Þessi stóra spánska fjölskylda syngur á hverjum fimmtudegi á næsta eða næstnæsta bar norðan við Jade Garden sem er mörgum kunnur, einkum vegna víðfrægrar appelsínuandar. Söngfjölskyldan er reyndar stærri og í tilefni karnivalsins er hún hér uppáklædd. Ég tók líka smá videó, en sé til hvort ég hleð því inn líka.
Á ströndinni í fyrradag, það er einfaldlega ekki hægt að líða betur ...
,,Litlu sætu" býflugurnar á karnivalinu. Smellið á myndina til að sjá hvað tattúið er vígalegt.
Ari í skútuhöfninni í Puerto de Mogan.
Ranný frænka er heimamanneskja og því oft fljót að taka málin í sínar hendur ef hægt gengur. Hér er hún með Gunna og Balda á veitingastað niðri á Tinache.
Út að borða með vinunum, Ási, Gunni, Baldi, Binna (faldi sig), Inga, Anna og Ari.
Og svo er það mini-golfið, Inga og Ási að leik.