Búdapest - Borgarfjörður - myndir á leiðinni ... (trúi því varla að það sé hálka á Mýrdalssandi)

Það var gaman í Búdapest í gær en nú er ég komin upp í Borgarfjörðinn og horfi á himneska fjallasýn og jöklana mína fimm. Þessi fjölbreytni í tilverunni á óneitanlega vel við mig. Nú ætla ég að fara að henda inn í myndum og láta það malla á meðan ég gríp í vinnu eða hendi mér út á vindsæng ef sólin ákveður að vera hérna hjá mér. Meira fljótlega (held ég).

Heyrði í útvarpinu áðan að það vær snjókoma og hálka á Mýrdalssandi. Trúi því varla, en ég er komin heim!

Hér er fyrsta myndin, við mæðgurnar á kastalahæðinni í Búdapest í gær:

Mæðgurnar á kastalahæðinni í Búdapest í gær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim. Ég trúi því nú eiginlega ekki heldur að hálkan sé á Mýrdalssandi! hefði trúað því ef hún hefði verið sögð vera á Öxnadalsheiði. Það er nefnilega frekar svalt hjá okkur Norðanfólki í dag.

Anna Ólafsdóttir (anno) 22.6.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk, ég trúi því hvorki að ég sé komin heim né að það sé hálka, en ég man samt eftir Jónsmessuhretinu hér um árið, þannig að allt getur gerst.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2008 kl. 15:04

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Velkomin heim, elsku Anna mín. Vona að þú hafir það himneskt í bústaðnum, svalirnar mínar eru eiginlega of heitar núna, líklega svipað hjá ykkur ... Hlakka til að sjá þig, vonandi sem fyrst.

Guðríður Haraldsdóttir, 22.6.2008 kl. 15:48

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Takk Gurrí mín, gott að þú fékkst gott veður, hér í uppsveitum hefur verið skýjað seinni partinn, sem er gott fyrir útreiðarnar sem Ari er í, en ágætt fyrir mig, sem hef verið að snyrta aðeins til hér í bústaðnum og svo að slappa af. Hef fengið góðan skammt af sól að undanförnu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 22.6.2008 kl. 18:40

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Velkomin heim, ég skrapp austur undir Eyjafjöll um helgina, þar var ekki hálka, heldur þetta dýrindis veður :)

Ester Sveinbjarnardóttir, 22.6.2008 kl. 21:34

6 Smámynd: Linda litla

Velkomin heim á frón aftur..... er ekki komið sumar á Mýrdalssandi ??

Linda litla, 23.6.2008 kl. 01:27

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Nú HLÝTUR sumarið að vera komið, líka á Mýrdalssandi.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.6.2008 kl. 11:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband