Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
Þjóðarsátt um búsáhaldabyltingu - og hátekjuskattur á laun sem eru jöfn þingfararkaupi og hærri
6.2.2009 | 14:46
Fyrir um það bil tuttugu árum var allt í kaldakoli hér og þá var gerð svokölluð þjóðarsátt (þjóðarsáttarsamningar), sem fól það í sér að til að stemma stigu við óðaverðbólgu (,,víxlhækkun launa og verðlags" var það kallað) tók almenningu sem átti í kjaraviðræðum á sig talsverða kjaraskerðingu. Um þetta var svokölluð þjóðarsátt, ég var reyndar ein af þeim sem var efins um að rétt væri að henni staðið, því mér fannst hlutur láglaunafólks allt of mikill miðað við hlut annara í að skapa stöðugleika. En í stórum dráttum heppnaðist aðgerðin og kannski hefði úrvinnslan orðin góð ef ekki hefði verið mynduð Viðeyjarstjórnin árið 1991. Með henni var skattkerfið einfaldað og mikið rætt um hversu ,,stílhreint" það væri. Já, ég held það hafi einmitt verið ,,einfalt, stílhreint og óréttlátt." og lét það víst nokkuð oft í ljós við daufum eyrum. Skattleysismörkin hafa ekki megnað að vinna gegn óréttlætinu hjá millitekjufólki, en kannski fer því fækkandi nú.
Nýafstaðin (eða ekki afstaðin) búsáhaldabylting var að vissu leyti annars konar þjóðarsátt og nú hefur næstum öllum kröfum þorra fólks verið mætt. Ég er auðvitað visst bjartsýn á næstu 80 dagana þótt ég viti að ekki verður unnt að vinna kraftaverk, síst í þessu árferði. Ummæli um að hátekjuskattur væri nánast táknræn athöfn hafa verið dregin fram í dagsljósið, en mér finnst engu að síður að það sé rétt að setja hann á og mætti til dæmis miða mörkin við þingfararkaup. Enn betra kerfi væri það sem Norðmenn hafa verið með (veit ekki hvernig það er núna) þar sem skattþrep eru mörg og því ekki hætta á að með hærri tekjum geti útborguð laun lækkað til muna, eins og ef skattþrep eru fá. Það er mikill misskilningur að óréttlátur einfaldleiki sé til góða. Það er ekkert mál að vera með, eins og Norðmenn, skífu sem sýna nákvæmlega hvað háir skattar hver og einn er með, eftir tekju, og ég tala nú ekki um möguleikana sem tölvuforrit ættu að gefa.
Með allar mínar vonir, trú og væntingar til núverandi ríkisstjórnar, vonir sem sumir deila með mér og aðrir ekki, legg ég þetta inn í umræðuna á þessu stigi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:14 | Slóð | Facebook
Kata rokkar
6.2.2009 | 00:00
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:14 | Slóð | Facebook
Það mætti halda að veðurguðirnir hefðu tekið að sér að frysta eigur auðmanna (svo kalt er úti)
5.2.2009 | 02:43
Það mætti halda að veðurguðirnir hefðu tekið að sér að frysta eigur auðmanna, svo kalt er úti. Virði viljann fyrir verkið.
Og já, ég hlustaði á megnið af sjónvarpsumræðunum um stefnuræðu forsætisráðherra og er virkilega ánægð með nýju stjórnina og málflutning hennar - en ekki síður hversu hratt og vel hún virðist ætla að bretta upp ermarnar og láta til sín taka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook
Góðir gestir og vinafundir
3.2.2009 | 15:50
Nóg að gera bæði í vinnu og selskapslífinu þessa dagana. Í kvöld koma Siggi og Cilla, sem búa í Svíþjóð, í smá snarl með dæturnar þrjár, Ebbu, Maiu og Astrid.
Ari með Sigga og Cillu heima hjá þeim í sænska skerjagarðinum sumarið 2007. Síðan hafa tvær dætur bæst í hópinn ;-)
Snjórinn er vissulega fallegur, en ekki harmaði ég það neitt að fá nokkra sumardaga inn í tilveruna núna, um þetta leyti ársins höfum við Ari oft farið til Kanarí, en skynsemi og ómótstæðilegur sparnaðarvilji stendur í vegi fyrir því um sinn alla vega.
Á morgun eftir vinnu ætlum við Guðný vinkona mín að hittast og um kvöldið hitti ég gömlu vinkonurnar frá Betware. Þetta er auðvitað bara frábært líf.
Ætli þessi stefnumóti við vinina færi ekki sumarið inn í tilveruna um sinn.
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.2.2009 kl. 03:14 | Slóð | Facebook
Endurvakin bjartsýni og sjálfstraust þjóðar
2.2.2009 | 23:02
Erilsamur dagur en ég hef orðið vör við svo mikla gleði út um allt og aukið sjálfstraust, alla vega hluta þjóðarinnar. Þótt ég sé afskaplega hamingjusamlega vinstri græn, eins og ég hef fyrr getið um, þá átti ég ekki von á svona skörpum skilum og svona mikilli bjartsýni, eins og seinustu vikur hafa verið í sögu þessarar ágætu þjóðar okkar (nenni ekki að undanskilja útrásarvíkingana - það hlýtur að skiljast samt). Vissulega er fólk gætið, sparsamt, skynsamt, enginn að búast við kraftaverki, en það fer ekki á milli mála að vonin hefur kviknað, alla vega í mörgum hjörtum, og það er ekki bara notalegt, heldur mjög mikilvægt. Hinar raddirnar heyrast líka, en þær eru svo miklu, miklu færri. Viðbrögð almennings í fjölmiðlum lýsa sams konar upplifun og ég finn í kringum mig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:15 | Slóð | Facebook
Tímamót - sjálfsagt mál - frétt - loksins
1.2.2009 | 19:54
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:15 | Slóð | Facebook
Mikilvægasta ríkisstjórn lýðveldistímans? - taka 2
1.2.2009 | 18:17
Varpaði þeirri spurningu fram um daginn hvort þetta verði mikilvægasta ríkisstjórn lýðveldistímans - ýmsar ytri aðstæður og efni verkefnalistans benda til þess að svo gæti orðið. Nú veltur á því að hún fái brautargengi með verkefni sín, en Framsókn hefur ekki gefið tilefni til fullrar bjartsýni um það. Baldur Þórhallsson er að segja í ríkisútvarpinu að Þorgerður Katrín hafi verið að taka undir efnahagsaðgerðirnar, það má auðvitað túlka orð hennar þannig en eflaust verður fundinn ásteytingarsteinn þótt síðar verði. Pirrandi hlið á pólitík.
Slá skjaldborg um heimilin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.2.2009 kl. 03:16 | Slóð | Facebook
Virkir dagar og helgar
1.2.2009 | 01:53