Góðir gestir og vinafundir

Nóg að gera bæði í vinnu og selskapslífinu þessa dagana. Í kvöld koma Siggi og Cilla, sem búa í Svíþjóð, í smá snarl með dæturnar þrjár, Ebbu, Maiu og Astrid.

Nýkomin til Sigga og Cillu í á Svartsö í skerjagarðinum sænska

 Ari með Sigga og Cillu heima hjá þeim í sænska skerjagarðinum sumarið 2007. Síðan hafa tvær dætur bæst í hópinn ;-)

Snjórinn er vissulega fallegur, en ekki harmaði ég það neitt að fá nokkra sumardaga inn í tilveruna núna, um þetta leyti ársins höfum við Ari oft farið til Kanarí, en skynsemi og ómótstæðilegur sparnaðarvilji stendur í vegi fyrir því um sinn alla vega. 

 

Á morgun eftir vinnu ætlum við Guðný vinkona mín að hittast og um kvöldið hitti ég gömlu vinkonurnar frá Betware. Þetta er auðvitað bara frábært líf.

Ætli þessi stefnumóti við vinina færi ekki sumarið inn í tilveruna um sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband