Virkir dagar og helgar

Held það sé ekki bara eðli starfs míns (alltaf á vaktinni) sem veldur heldur atburðirnir að undanförnu sem valda því að virkir dagar og helgar eru farin að renna dálítið mikið saman. Viðburðaríkir dagar að baki og væntanlega framundan líka og allir á fullu alla daga, virka sem helga. Kosningar framundan og upp rifjast gamall frasi úr jafn gamalli kosningabaráttu: Maður hefur nú vakað eina vorvertíð! - Skyldi það verða þannig?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl nafna

Mér hafa nú oft þótt kosningar meira tilhlökkunarefni en nú. Mér sýnist á því sem ég sé í spilunum miðað við skoðanakannanir að þjóðin sé í eitthvað skrýtnu ástandi og viti ekki hvort hún er að koma eða fara, síst af öllu í pólitíkinni.

Anna Ólafsdóttir (anno) 1.2.2009 kl. 15:36

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vona einlæglega að næstu kosningar verði málefnalegar og góðar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 1.2.2009 kl. 18:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband