Endurvakin bjartsýni og sjálfstraust þjóðar

Erilsamur dagur en ég hef orðið vör við svo mikla gleði út um allt og aukið sjálfstraust, alla vega hluta þjóðarinnar. Þótt ég sé afskaplega hamingjusamlega vinstri græn, eins og ég hef fyrr getið um, þá átti ég ekki von á svona skörpum skilum og svona mikilli bjartsýni, eins og seinustu vikur hafa verið í sögu þessarar ágætu þjóðar okkar (nenni ekki að undanskilja útrásarvíkingana - það hlýtur að skiljast samt). Vissulega er fólk gætið, sparsamt, skynsamt, enginn að búast við kraftaverki, en það fer ekki á milli mála að vonin hefur kviknað, alla vega í mörgum hjörtum, og það er ekki bara notalegt, heldur mjög mikilvægt. Hinar raddirnar heyrast líka, en þær eru svo miklu, miklu færri. Viðbrögð almennings í fjölmiðlum lýsa sams konar upplifun og ég finn í kringum mig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jabb, ég finn líka að vonin hefur kviknað og algjörlega kominn tími á það.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.2.2009 kl. 23:08

2 identicon

"Endurvakin bjartsýni og sjálfstraust þjóðar".

Anna, þrátt fyrir ríkisstjórnarskipti þá er framlag mitt til sjálfstrausts þjóðarinnar jafnlítið og áður. Bjarsýni er engin sem fyrr, en e.t.v. þá hefur vaknað hjá mér örlítil vonarglæta. En hrædd er ég um að sannleikurinn um þjóðarbúið slökkvi hana um leið og sannleikurinn verður sagður.

Helga 3.2.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Sædís Ósk Harðardóttir

Blessuð Anna

Já ég tek undir þessi orð hjá þér, ég finn að með hækkandi vorsól á himni eykst von og bjartsýni mín á framtíðina:)

Sædís Ósk Harðardóttir, 3.2.2009 kl. 12:46

4 identicon

Frábær dagur, vonin lifnar við. Jóhanna er algjörlega frábær. Koma svo-áfram svona:-)

Sóllilja 3.2.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mér finnst vonarglæta skárra en ekkert, vonin lifnar við og eykst enn betra. Sjálf sveiflast ég svolítið en allt er þetta í rétta átt vona ég.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 3.2.2009 kl. 15:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband