Stirður ,,Réttur" en skánandi - og oftast horfi ég nú á þáttinn

Mér finnst réttardramað ,,Réttur" hafa farið svolítið stirðbusalega af stað. Samt hef ég reynt að horfa þegar ég man og lent annað hvort á endursýningum eða frumsýningum flestra, jafnvel allra, þáttanna. retturEkki hægt að festa hendur á því hvað er stirt, góðir leikarar en eitthvað þvingað við suma þeirra, kalt og drungalegt yfirbragð þáttanna á áreiðanlega að vera ,,cool" og er það kannski að sumra mati. Eftir því sem ég venst persónunum á ég þó auðveldara með að fá þá til að renna snurðulítið gegnum skilningarvitin. Pressuþættirnir voru miklu hraðari og léttari og þótt þeir ristu ekki djúpt fannst mér þeir geysilega vel heppnaðir. Gef ,,Rétti" sjans áfram en ef þeir fara að verða ögn hraðari og ekki svona skrambi stílhreinir, gráir og yfirhannaðir verð ég ósköp kát. Ef ekki þá treysti ég leikurunum til þess að halda þeim gangandi, þau gera sitt besta, sannarlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband