Tilraun til tímabundins bloggbindindis

Vegna mikils annríkis framunda ætla ég að gera tilraun til þetta að fara í smá bloggbindindi. Ekki viss um að mig langi það eða þurfi á því að halda - en samt er ekkert ósennilegt að ég láti af því verða. Vona sannarlega að nú verði uppbyggingartímar framundan í samfélaginu okkar.

Við erum búin að fá nýja ríkisstjórn sem lofar góðu. Búin að óska henni allra heilla og lýsa skoðun minni (jákvæðri) á henni.

Við erum búin að fá mannaskipti víða þar sem þörf krefur og leggja drög að því að ljúka því máli.

Ýmislegt í samfélaginu er bara í nokkuð góðum farvegi að mínu mati.

Vonandi verður minni ástæða til að blogga á næstunni en að undanförnu. 

Þegar nær dregur kosningum vonast ég til að hafa náð að vinna af mér helsta kúfinn sem nú bíður mín, ég er komin á mjög spennandi úrvinnslustig í stærsta verkefninu mínu og að byrja á öðru mjög spennandi, auk þess að vera í mjög góðu átaki á enn öðrum vettvangi, vinnan er svo spennandi að ég held ég hafi varla tíma í að fylgjast nóg með til þess að blogga af einhverju gagni á næstunni. Ef ég finn afgangsstundir mun ég líklega eyða þeim í einhvers konar myndlistariðkun.

Reyndi að stytta athugasemdatímann á eldri bloggfærslum, þar sem ég ætla ekki að fylgjast með blogginu á næstunni og get því ekki svarað ykkur, en það virkar ekki, svo ég aftengdi athugasemdakerfið mitt tímabundið líka, fyrst hin leiðin virkaði ekki. Skiptir ekki máli, þetta er hvort sem er óvirkt blogg í bili en hafið það öll sem allra best!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband