Eini almennilegi prinsinn (fyrir utan Prins Póló)

Eins og sjá má á fyrirsögninni er ég ekki royalisti. 

Litli prinsinn hefur fylgt mér lengst af ćvi og ég á nokkur eintök af ţessari litlu og mögnuđu bók, sem lengi fékkst á góđu verđi hjá Menningarsjóđi í Nćpunni. Nćpan var á mínu nánasta svćđi í Reykjavík, í rammanum: Uppsalir viđ Ađalstrćti vestast (meađn ţeir stóđu); Kaffi Tröđ, Austurstrćti nyrst; MR og Nćpan í miđjunni; Ţingholtsstrćti, 29a (Borgarbókasafniđ) og Ţingholtsstrćti 31, ţar sem Beta frćnka og Elísabet, litla systir bjuggu, suđaustast. Ţar var alltaf gaman ađ koma í Nćpuna og einhvern tíma var verđiđ á bókinni orđiđ svo hagstćtt ađ ég keypti nokkur aukaeintök til ađ gefa. Síđasta eintakiđ sem ég gaf, vona ég, var til vinkonu minnar sem var tveimur árum yngri en ég en alltaf ári á undan í skóla, svo hún var ađeins ári á eftir mér í Menntó. Viđ lásum oft saman á lesstofunni á Borgarbókasafninu. Eftir ađ viđ útskrifuđumst vorum viđ í góđum tengslum sem entust ţar til um hálfu ári áđur en hún féll frá, ţá voru samskiptin orđin stopulli. Ég spyr mig stundum hvort ég hafi ekki örugglega náđ ađ gefa henni bókina? Hvort hún hafi viljađ bókina? En eins og blómiđ í Litla prinsinum, sem ekki vildi fá hjálminn sér til varnar ţegar prinsinn fór af stjörnunni ţeirra, en hann hafđi svo sífellt áhyggjur af ţví hvernig ţví hefđi vegnađ svona hjálmlausu, ţá veit ég auđvitađ ađ ein bók skiptir bara engu máli í ţessu samhengi. Áhyggjur mínar eru óţarfar. Alveg sama hversu góđ ţessi bók er. 

Ţýđing Ţórarins Björnssonar á íslensku er alveg afbragđsgóđ, en ég hugsa oft, hvernig hefđi fariđ ef pabbi minn hefđi lokiđ viđ sína ţýđingu? - ég á nefnilega í fórum mínum upphaf hans ţýđingar á bókinni, ódagsetta. Ćtli hann hefđi haft framtakssemi til ađ koma henni til útgáfu? Man hvađ mömmu sveiđ mikiđ ţegar hann hafđi lokiđ fínni ţýđingu á bókinni Félagi Don Camillo, en kom sér ekki ađ ţví ađ finna útgefanda ađ henni. Ţađ var ekki fyrr en rúmum áratug eftir ađ ţau skildu skiptum ađ bókin kom út í annarri ţýđingu, ári eftir ađ pabbi lést. 

Í ţessum fáu blöđum af ţýđingu pabba á Litla prinsinum, sem mér finnst NB mjög góđ og ekkert mjög ólík ţýđingu Ţórarins, sá ég eitt sem ég alltaf breyti ósjálfrátt í huganum ţegar ég les bókina. Ég les: ,,Börn! Variđ ykkur á apabrauđtrjánum!" (en ekki baóböbunum, eins og Ţórarinn segir í sinni ţýđingu).  

Gamalt og snjáđ eintak á frönsku var til á ćskuheimilinu mínu og er nú komiđ milli lítils og stćrra eintaks af íslensku útgáfunni. Ég hélt endilega ađ ég hefđi keypt annađ eintak á frönsku í Montreal, ţegar ég var ţar á rölti ásamt tengdadóttur minni, ţá hafđi ég ekki tekiđ viđ bókasafni foreldra minna. Fannst svo upplagt ađ eiga franska útgáfu líka, ţví ţegar ég blađađi í henni fannst mér um stund ađ ég kynni meiri frönsku en frönskukennarann minn í menntó hefđi nokkurn tíma grunađ. Man eftir munnlega prófinu í frönsku ţegar hann lagđi fyrir mig sérlega léttar sagnbeygingar og fikrađi sig varlega yfir í ögn ţyngri sagnir. Undrun hans ţegar ég beygđi ţćr allar rétt var svo ósvikin ađ viđ lá ađ ég fćri ađ hlćja. Ţađ sem hann vissi ekki var ađ Gunna vinkona hafđi tekiđ sig til og búiđ svo um hnútana ađ ég kunni ţessar sagnbeygingar alveg upp á punkt og prik. Hvort ég endađi á ađ kaupa bókina eđa ekki veit ég ekki fyrir víst, ţví hún er ekki međ hinum eintökunum, en mig minnir ađ hún sé í of stóru broti fyrir lágu hilluna sem hinar eru í. Ţađ verđur gaman ađ flokkar bćkurnar okkar betur, sem stendur til eftir yfirvofandi flutninga, tímasetning óviss.  

Mörgum árum seinna var ég stödd í búđkaupi vinkonu minnar rétt hjá Bordeaux í Frakklandi. Viđ vorum allnokkur vinir og ćttingjar sem fórum međ til borgardómara og hún og hennar franski ektamađur voru gift upp á frönsku (sjálf er hún kínversk/íslensk og ţau búa í London). Allt í einu fór ég ađ skilja allt sem blessađur borgardómarinn sagđi, enda var hún ađ lesa upp kaflann um blómiđ úr Litla prinsinum. 

Uppáhald mitt á Litla prinsinum blossađi upp ţegar viđ Ari fórum á heimssýninguna í Lissabon, ekki síst til ađ skođa ísvegginn hans Árna Páls Jóhannssonar, en Ari og hann höfđu ţá brasađ svolítiđ saman, sem ţó ekki tengdist ţessu stórkostlega og vinsćla verki. Á leiđinni af sýningunni, stolt yfir ađ hafa ekki keypt neitt, féll ég fyrir gleraugnahlustri. Ţó notađi ég ekki gleraugu, bara linsur. Nú í seinni tíđ hef ég hvílt augun á linsunum af og til og ţá er ekki amalegt ađ eiga ţetta gleraugnahulstur, međ öllum góđu minningunum. litli prinsinn


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband