Lagstur í rigningar hér í Debrecen - og ekkert að því

Rigningartíð komin í nokkra daga, samt sól fyrst í morgun, síðdegisþrumuveður eins og stundum, og rigning af og til. Ekkert að því, höfum sannarlega haft nóg af góða veðrinu og ég hef bara vorkennt stúdentunum að geta ekki notað góða veðrið meira en raun ber vitni, eiginlega ekki neitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Debrecen, er það staðurinn þar sem allir íslensku krakkarnir eru í læknanámi?

Það verður gaman að fylgjast með þróuninni, það er vel líklegt að einhverjir krakkanna setjist þarna að eftir að námi lýkur og opni einhvers konar heilsufyrirtæki þarna sem gera út á Íslendinga. Kannski maður eigi eftir að sjá svona "medical tourism" þarna. 

Ég skrifaði um staðinn hérna: 

Nýja Ísland í Debrecen í Ungverjalandi - salvor.blog.is

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.6.2008 kl. 19:20

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Jú, það er einmitt staðurinn, geysilega forvitnilegur bær og forvitnilegt samfélag, bæði 70 manna Íslendingasamfélagið og líka allur þessi fallegi háskólabær. Ætla að kíkja á þennan link hjá þér, forvitnilegt að sjá skrif um þetta ágæta fyrirbæri sem þjóðflutningarnir okkar eru.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.6.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Linda litla

Er ekki bara gott að fá smá rigningu ?? Það er gott fyrir gróðurinn (pollýanna)

Linda litla, 12.6.2008 kl. 20:43

4 identicon

Þetta er andstyggileg ruslpóstvörn fyrir númerablinda vini, verra en síki fullt af hungruðum krókódílum. Sendu mér frekar ísbjörn í ruslfæðisleit.

Annars, fór eitt kvöldið út á Álftanes í fagurri kvöldblíðu. Það er örugglega enginn staður betri þessa dagana, hver einasti fugl í sínu besta pússi að sinna fjölgunaráætlun sumarsins. Saknaði þess að geta ekki fengið kaffi hjá konunni sem nýtur rigningarinnar í erlendum háskólabæ. Sendi Hönnu baráttukveðjur, það er alltaf gaman þegar fólk hefur hugrekki til þess að ráðast á garðinn þar sem hann er alls ekki lægstur.

Borghildur Anna 12.6.2008 kl. 20:57

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Gott fyrir gróðurinn og sálina - við höfum það gott, nema hvað litlu lestrarhestarnir eru auðvitað alveg að klebera á fimmtu viku í prófum, en þetta eru hetjur, engin spurning.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.6.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Og Borghildur, þú hlýtur að hafa fengið hugskeyti (og brotist hugrökk gegnum númeravörnina) því við vorum einmitt að tala um ykkur fjölskylduna, hvenær Hödd væri að fara að eiga og ýmislegt fleira.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.6.2008 kl. 22:22

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband