Sorglegt sjónvarpskvöld

Aðallega auðvitað vegna þess að Gurrí tapaði í Útsvari, en samt ekki hægt annað en samfagna Kópavogsbúum, enda er nú Ari minn úr Kópavogi þótt hann sé fyrir löngu orðinn Álftnesingur. Þau Akurnesingarnir tóku tapinu hins vegar vel. En Bandið hans Bubba, sem ég játa fúslega að ég horfi á núna í seinni tíð, var ekki að rokka. Ein sú besta í þáttunum send heim meðan sá sem ætti að vera löngu farinn er enn í þáttunum. Ekki fyndið! Svo voru lögin óvenju leiðinleg í kvöld. Þrjú lög með Helga Björns, taldist mér til, sem öll eru stórundarleg, bæði lög og textar, sorrí, ekki alveg að átta mig á því hvað er í gangi. Þannig að það var margt betra að gera en að horfa á sjónvarp, og sem betur fer gerði ég það ósvikið. Útsvar var hins vegar skylduáhorf og og forvitni rekur mig til að fylgjast með söngvurunum. En samt alveg á mörkunum eftir þetta kvöld.

Góður grænmetisréttur sonarins og góður félagsskapur feðganna á heimilinu og Nínu systur redduðu kvöldinu alveg. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Hver var það sem datt út í Bandinu hans Bubba?
Er ekkert inni í þessu!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 29.3.2008 kl. 02:57

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Birna Sif, mikill rokkari og frábær sviðsmanneskja. Reyndar sagðist mamma hennar ekki hafa þorað að koma fyrr að horfa á í sal (af því hún hélt að hún væri einhver óheillakráka fyrir dótturina), en mætti þetta kvöld, þannig að hjátrúin virkaði þetta kvöldið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 29.3.2008 kl. 11:00

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband