Leyndardómar Snæfellsjökuls (frá Sandgerði séðir)

Snæfellsjökull hefur einhvern dularfullan kraft sem margir hafa reynt að fanga. Ekki undarlegt að Jules Verne hafi valið hann sem upphafsstað að ferðalögum um iður jarðar, hvað líður annars gerð kvikmyndarinnar eftir bókinni hans? En það þarf engan franskan rithöfund til að segja okkur allt sem segja þarf um Snæfellsjökul. Best er að sjá hann sjálf. Hann blasir oft við þegar ég renni heim, niður Garðaholtið, eins þegar ég er á leið vestur í háskóla og fer niður Öskjuhlíðarbrekkuna, á leiðinni upp í sumarbústað er hann oft alveg magnaður á leiðinni undir Hafnarfjalli og loks er útsýni til Jökulsins oft einstakt frá Sandgerði séð. Svona leit hann út fyrr í dag:

aCIMG2172

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Snæfellsjökullinn er fallegur og ekkert smá hvítur.

Linda litla, 27.3.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er kosturinn við veturinn, hann er hvítari þá, en líka sætur á sumrin, alltaf flottur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 27.3.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Snæfellsjökull er magnaður já og gaman væri að sjá nýja kvikmynd eftir bókinni hans JV.  Nýja kvikmynd? Er ég að ruglast eitthvað í rýminu, finnst endilega að ég hafi séð endurfyrirlöngu kvikmynd eftir þessari bók. Samkvæmt landfræðikennara mínum þegar ég þreytti stúdentsprófið þá er Snæfellsjökull svo magnaður að ef hann fer af stað fer Reykjavík líklega í kaf. Hann er víst gamall sprengigígur. Auðvitað gerist það ekki á okkar tímum? Jú á morgun eða eftir milljón ár, allt getur gerst, sagði hann, án þess að brosa sem ég reyndar sá hann aldrei gera.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.3.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Jens Guð

  Frábær mynd!

Jens Guð, 27.3.2008 kl. 23:49

5 identicon

Ótrúlega magnaður jökull, mig langar alltaf að ferðast upp á toppinn á honum þegar ég sé hann baðaðan í sólinni. Ég er dálítið spennt að sjá þessa mynd, ekki bara vegna jökulsins heldur líka Anítu Briem.

Anna Ólafsdóttir (anno) 27.3.2008 kl. 23:56

6 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er til eldgömul og svolítið undarleg mynd eftir bókinni, en þessi nýja er í vinnslu og eins og nafna segir þá er auðvitað íslensk leikkona í henni (kannski fleiri, hef ekki flett nógu vel upp).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.3.2008 kl. 00:00

7 identicon

Nafna: Kíktu á vídeóið á blogginu mínu og segðu mé hvað þér finnst.

Anna Ólafsdóttir (anno) 28.3.2008 kl. 21:04

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Kíkti, hlustaði og kommenteraði. Sammála þér.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 28.3.2008 kl. 23:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband