Spásnillingar landsins, segið mér hvernig veðrið verður í vetur

Ég er búin að setja nýja könnun á netið, hana er að finna hér á vinstri hönd, fyrir ykkur sem þekkið hægri og vinstri. Hin bara leitið og þér munið finna ;-) 

Mig langar svo óskaplega til að vita hvernig veðrið verður í vetur, gaman að sjá hversu forspá þið verðið. Dalvíkurklúbburinn má alveg vera með, bara betra.

Af fyrri könnun er það að frétta að hún er hætt. Góðar niðurstöður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Er ekki veðrið bara svolítið "hugarfar"

Bjartsýn = góður

Svartsýn = slæmur

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 3.9.2007 kl. 22:05

2 identicon

Búin að kjósa. Mig grunar að það verði ekki mikið um grjótfok í vetur. Það er uppáhaldsveðrið þitt, er það ekki?

Varðandi færsluna þína hér á undan um barnið sem var nauðgað og situr nú og bíður hugsanlega dauða síns (hljómar kannski harðneskjulega en þannig er það nú samt reynist fæðingin líkama hennar ofviða) þá á ég ekki til orð. Velti þó fyrir mér hvort aðrar kristnar kirkjudeildir, þ.m.t. þjóðkirkjan hér, ætti ekki að reyna að nota samstarfsvettvang kristinna kirkjudeilda til að koma vitinu fyrir kardínálana og páfann. Mér finnst það vera áleitin spurning hvort karlar sem hafa valið sér að lifa utan við líf alls þorra kristins fólks með því að fela sig innan Vatikansins eigi að komast upp með það í skjóli stöðu sinnar að setja þolendur kynferðisofbeldis, fullorðnar konur og börn, í þá aðstöðu sem barnið situr núna fast í.

 Og síðast en ekki síst Þjórsá!

Helga 3.9.2007 kl. 22:38

3 identicon

Ja, veit ekki hvað skal segja, spurning hvort þú vilt landshlutaspá eða ....... ?

Anna Ólafsdóttir (anno) 3.9.2007 kl. 22:45

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég spáði mildu veðri til áramóti en hörðu eftir það. Grjótfok er uppáhaldsveðrið MITT!

Guðríður Haraldsdóttir, 4.9.2007 kl. 15:58

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Landshlutaspá hljómar spennandi, ég fór norður í 17 stiga hita í apríl!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 4.9.2007 kl. 16:49

6 identicon

Ha! Mikið er ég sljór. Var að fatta að nú vinnum við saman! Merkilegur andskoti

Egill Harðar 5.9.2007 kl. 10:37

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hæ Egill, varstu að fatta það núna? Já, þetta er merkilegur andskoti .... he, he!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.9.2007 kl. 00:07

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband