Hamfarir í lífi og landi

Sé að bloggheimurinn er sleginn vegna frétta af níu ára stúlkunni í Nicaragua sem er ekki einasta fórnarlamb ljótrar misnotkunar heldur einnig í mikilli lífshættu vegna þess að lögum landsins var breytt og fóstureyðingar bannaðar. Það er mikil ábyrgð í því fólgin að dæma saklaust barn til lífshættulegrar þungunar og fæðingar. Svona lagað get ég ekki litið á sem annað en hamfarir af mannavöldum. Eflaust hefur átt að þagga þetta, en móðir stúlkunnar hefur kært misnotkunina og þar af leiðandi er þessi samviskuspurning komin til umræðu. Mér finnst enginn vafi leika á því að fóstureyðing hefði átt að vera skýlaust val í þessu tilviki.

Talandi um þöggun: Undrast líka að heyra ekki meira um viðvaranir Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings vegna skjálftahættu á fyrirhuguðu virkjanasvæði í neðri hluta Þjórsár. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir góða færslu Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.9.2007 kl. 21:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband