Ekki bara börn sem klćđa sig upp í búninga

Greina mátti ýmsar kynjaverur ađ skjótast á milli húsa í dag, öskudag. Ţađ fylgir deginum núna í seinni tíđ og áreiđanlega bara gaman ađ stússa í ţví. Foreldrar taka ţátt í ţví af lífi og sál og oft ótrúlegri elju ađ uppfylla óskir barnanna. 

2021-07-18_23-39-41 (2)

Ţegar foreldar mínir voru ungir hélt Magga ömmusystir mín ađ minnsta kosti einu sinni grímuball, líklega oftar ţví ég hef séđ myndir bćđi úr sal sem líklega hefur veriđ ţegar hún var međ heilsurćktina Hebu, en líka heiman frá ömmu, elstu systur hennar. Myndin sem hér fylgir er ţađan, og pabbi sá eini sem mér sýnist ađ hafi ekki boriđ viđ ađ vera í búning, en mamma, lengst til vinstri, var međ. 

480495_4207469863459_954938823_n

Stundum er áskilinn einhver klćđnađur á vinnustöđum og hjá félögum, viđ Ari höfum mćtt í einhverjum kúrekaklćđum á samkomur hjá hestamannafélaginu Sóta og ekki má gleyma bleiku dögunum á ótal vinnustöđum. Einn vinnustađur öđrum fremri var sá sem ég vann á áriđ 2014, en ţar á bć munu vinir mínir enn standa sig einstaklega vel kringum Eurovision. Ţau eru enn öflug í ţví, svo ég held ég verđi ađ fá ađ mćta aftur til ţeirra í vor. Félagar mínir í Hamborg héldu ađ minnsta kosti tvisvar á ári föstudagssamkomur (beer-o-clock) međ fataţema, og suđurhafsţemađ var sérlega skemmtilegt. Já, ţađ eru ekki bara krakkarnir sem kunna ađ kćđa sig upp. 

20150605_205150 (2)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband