Veður, andrúmsloft, stemning eða eitthvað allt annað

Á fimmtudögum hittumst við félagar úr Vatnslitafélaginu og málum saman. Í annríki dagsins er gott að eiga svona frátekinn tíma, en lengst af málaði ég mest af mínum myndum á vinnustofunni minni (pínulitlu) heima, og stundum lá reyndar meira og minna allt heimilið undir. Vatnslitur heillaði mig til að byrja með aðallega af því hann var svo miklu ,,nettari" en grafíkin og olían. Og vissulega getur það verið þannig, en fyrr en varir er þessi iðja farin að leggja undir sig æði mikið pláss. Hef betra pláss frátekið í húsinu okkar sem við erum að gera upp. Held að félagsskapurinn ráði því ekki að ég er að verða svolítið dramatískari en ég var í vatnslitamyndunum mínum. Aðferðin sem ég er að prófa mig áfram með býður einfaldlega upp á svolitlar sviptingar. Var farið að langa að skoða myndirnar mínar frá þessu ári (mestmegnis) í samhengi, þetta eru síður en svo allar, kaffihúsamyndirnar mínar frá Fuerteventura seldust jafnóðum, þar sem írska kaffistúlkan hún Erin var orðin umboðsmaður minn á öðrum degi (á hagstæðu verði af því við okrum ekki á vinum Erinar). Kallamyndirnar mínar eru líka meðfram öðrum í vinnslu, eftir 42 kvennamyndir tók ég til við kallamyndir og fullt af kynjum eftir. Það verður gaman. En smá dramatík, veður, andrúmsloft, stemning eða eitthvað allt annað. Sú nýjasta, frá í dag, er neðst til hægri og þar fyrir ofan ein vikugömul. 

 2023-02-23_23-26-29


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband