Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jólamyndir með framkvæmda- og áramótaívafi

Þá er ég búin að setja inn nokkrar myndir frá jólum, áramótum og framkvæmdum hér heima fyrir í jólamánuðinum. Sýnishorn hér en meira í möppu.

Hanna, Ari, Georg og Katrín Ólöf tilbúin að skjóta Skotglöð og kappklædd fjölskylda um áramótin

 

 

 

 

 

 

 

 

Anna María, Kristín amma og SæaAnna María, Kristín amma og Sæunn

 

 

 

 

 

 

 

 

Reynt að halda í jólin þótt kominn sé 5. janúar.Jólastemmning

 

 

 

 

 

 

 

 

Śpilað á annan: Freyja (liggjandi), Benni, Hjördís, Rósanna, Þórður, Iðunn og AnnaSpilað á jólum

 

 

 

 

 

 

 

 

Hanna og Óli við jólaborðið

Systkinin Hanna og Óli á aðfangadagskvöld

 

 

 

 

 

 

 

 

Ari í parkettlögn í stofunni uppiAri í framkvæmdaham

 

 

 

 

 

 

 

 

Mamma og Hanna með Simba á nýársdag Mamma og Hanna með Simba

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég hélt mig mest innan dyraAnna á gamlárskvöld

 

 

 

 


Jólakveðjur til ykkar allra

Aðfangadagur að renna upp og ég vona að þið njótið jólanna, samverunnar með ástvinum og hátíðarskapsins sem fylgir jólahátíðinni. Fékk skemmtilega kveðju frá Irenu vinkonu minni í dag, sem ég kynntist í Belgrad þegar við vorum sitthvoru megin við tvítugt. Gaman að frétta af henni, næstum að það hefði verið tilvinnandi að mæta í skötuna og spyrja hann Ingva sem skilaði kveðjunni meiri frétta af henni. Irena er hálf íslensk og hálf serbnesk, flinkur ljósmyndari og yfir höfuð mjög skemmtileg manneskja. Merkilegt að hitta hana þegar ég fór til Belgrad árið 1974 og kynnast henni þar. Hún er enn með alla vega annan fótinn í Serbíu og ég hlakka til að heyra meira af henni. Veit ekki einu sinni hvort hún heldur upp á jólin 24. desember eða 6. janúar í þetta sinn (eða hvort tveggja).

97 ára heiðurskona kvödd á fallegum haustdegi fyrir norðan

Heiða vinkona mín kom með góða ábendingu. Ekki oft sem jarðarför 97 ára manneskju er jafn fjölmenn og sú sem var í Blönduóskirkju þegar heiðurskonan Ásgerður á Guðlaugsstöðum var kvödd í gærdag. Ástæðan er áreiðanlega ekki síst sú að Ásgerður var, þrátt fyrir háan aldur, enn mjög virk og vakandi í samfélaginu, á sinn hægláta hátt. Við Ari fórum norður á þessum einstaklega fallega haustdegi. Ásgerður var skemmtileg og lifandi kona, bókelsk og viðræðugóð, í þau óteljandi skipti sem við höfum komið að Guðlaugsstöðum hefur alltaf verið gaman að hitta hana. Gunna bóndi á Guðlaugsstöðum og dóttir Ásgerðar er besta vinkona mín og því fer ekki hjá því að við höfum kynnst fjölskyldu hvor annarrar vel og mitt að þakka fyrir mig á þessari stundu. Það er mikill annatími núna í sveitinni en ég held að þessi laugardagur þegar fjöldi fólks úr sveitinni, úr bænum og að austan þaðan sem Ásgerður var ættuð, sýni og sanni vinsældir Ásgerðar. 

Við Ari vorum annars í bústaðnum um helgina, skruppum þó í skemmtilegt matarboð með ferðafélögum Ara úr hestaferð í sumar áður en við fórum í bústaðinn, á föstudagskvöldið.  


Allt sem þú vildir vita um ættingja (en þorðir ekki að spyrja) ...

Hef mikið pælt í ættingjum að undanförnu. Fjölskyldan mín er þannig að stundum höfum við tekið það fram að ekki dugi annað en þrívíddarlíkan til að lýsa henni. Íslensk tunga á reyndar fullt af góðum nýjum orðum fyrir flóknar og margsamsettar fjölskyldur, enda veitir ekki af. Uppáhaldið mitt er orðið teygjufjölskylda, það heldur nefnilega svo ágætlega utan um fjölskylduna. Hef alltaf verið hlynnt því að í slíkum fjölskyldu geti allir talað óþvingað við alla fjölskyldumeðlimi hvernig sem skilnaðir og annars konar aðskilnaður svo sem fjarlægðir hefur haldið fólki sundur um lengri eða skemmri tíma. 

Samt hef ég alltaf haft ákveðnar efasemdir um sameiginlega forsjá foreldra með börnum sínum, það er að hafa það sem meginreglu eins og nú er. Heyrði um daginn af dæmi um að barn þyrfti að sækja tvo skóla út af slíku fyrirkomulagi. Það mætti stundum rifja upp að markmið barnalaganna er að hagur barnanna sé hafður í fyrirrúmi. Reyndar voru það aðrir hlutir sem ollu efasemdum mínum um sameiginlega forsjá, það var hið nauðsynlega ákvæði að hægt sé að endurskoða úrskurð um sameiginlega forsjá. Sé ekki að það sé barni í hag að taka upp síðbúnar skilnaðardeilur þegar það er búið að jafna sig á því róti sem ávallt fylgir jafnvel farsælustu skilnuðum.

Hins vegar er það mikil blessun þegar börn fara ekki á mis við annað hvort foreldrið, en margt getur valdið því eins og allir vita dæmi um. Erfiðast finnst mér þegar ekki má ræða foreldrið sem er fjarri eða jafnvel reynt að leyna börn uppruna sínum. Sumar fjölskyldur eru svo yfirhlaðnar leyndarmálum og tabúum að það hálfa væri nóg. Get aldrei fullþakkað mínum foreldrum að taka ekki þátt í slíkum leik gagnvart mér alla vega, þótt leiðir skildu.

En aftur að fjölskyldunni minni. Líklega á frænka mín þá athugasemd sem best lýsir margbrotnu fjölskyldunni minni. Ég var nefnilega einu sinni beðin fyrir kveðju til hennar og hún var smá stund að átta sig á því hver var að senda henni kveðju, en allt í einu fattaði hún og ljómandi upp: Hún, já, hún er systir seinni konu fyrri mannsins míns!

Þetta er reyndar bara sýnishorn og ýmislegt enn flóknara í fjölskylduböndunum í kringum mig. En það er ótrúlegur fjársjóður í því að eiga stóra og góða fjölskyldu, þótt maður sé stundum svolítið seinn til að kynnast mannskapnum. Þannig var ég að hitta fullt af fólki sem er af öðrum og þriðja lið við mig í gærkvöldi, sumt í fyrsta sinn, og mikið rosalega var það gaman. Við þurftum að spyrja hvert annað um svo margt varðandi fjölskyldumeðlimi og það var af nógu að taka. Ekki spillti fyrir að svo margir í fjölskyldunni þekktu til tengdafólksins míns og hefur mikið dálæti á því. Upphófst hin venjulega íslenska rakning á tengslum þessarra og hinna á íslenskan mælikvarða. Nýsjálensku frændurnir tveir, sem hafa verið á ferð og flugi um landið í viku, voru ábyggilega steinhissa á öllu þessu spjalli og trúðu því rétt mátulega að við þekktum ekki helminginn fyrir. En það var ábyggilega rosalega gaman fyrir þá að hitta allt þetta fólk, afkomendur móðursystur og ömmusystur þeirra, sem því miður komst ekki vegna aldurs og heilsu.


Réttlæti

Dagur í faðmi vina og vandamanna, samband af gleði og trega. Og óvenju mikið talað um réttlæti. Í rauninni þarf ekki annað að vera fullkomið ef við getum skapað samfélag réttlætis, að því leyti sem það er í valdi okkar fólksins að gæta þess.

Gamla, góða Vikuliðið mitt

Við hittumst í gærkvöldi, gömlu, góðu vinnufélagarnir frá Vikunni 1980-1985. Það var eins og við hefðum hist í gær, varð einu okkar að orði, og þannig er það með sanna og góða vini. Þótt tilefnið hafi verið af þyngra taginu, fráfall Jóns Ásgeirs okkar, þá voru þetta góðir endurfundir. Við höfum hist af og til en óvenju langt síðan við hittumst seinast, en stundum er vinátta þannig að hún endist ævina og þannig er það með Vikuliðið góða.

Ljúf fjölskylduhelgi í bústaðnum

Mikið áttum við ljúfa fjölskylduhelgi í sumarbústaðnum. Í gær vorum við Ari tvö þar og nutum veðurblíðunnar en í dag komu yfir 30 ættingjar, mest úr föðurfjölskyldunni, í heimsókn til að halda mini-ættarmót. Hanna mín á förum aftur til Ungverjalands á morgun þannig að við vorum bæði að kveðja hana og heilsa uppá þá sem voru á landinu, Helgu frænku, Susse og Gitte og Nínu systur sem er nýflutt heim til Íslands. Guðmundur vinur okkar leit líka við á leiðinni norður og allir voru að pæla fram og til baka hver væri búin að fá sér nýjan mann ;-) þar til við því miður þurftum endilega að leiðrétta misskilninginn.

RIMG0422

 

Helga frænka sem býr í París

Nína systir, nýflutt frá Bandaríkjunum

Anna bloggari

Nana frænka, ljósmóðir og ánægð með úrslit keppninnar um fegursta orð íslenskrar tungu

Hjördís frænka, hestakona með meiru

 

 RIMG0433

 

 

 

 

 

 

 

Mestallt liðið á pallinum við bústaðinn okkar, einhverjir týndust í berjamó.

 


Enn með fríið í blóðinu

Mikið er gott að taka sér smá sumarfrí. Þótt ég sé enn á því að sumarfrí á veturna sé það besta sem hægt er að gera til að stytta veturinn og fækka hálkudögunum, þá er líka hressandi að eiga sér smá frí á fallegu sumri. Ferðin til Svíþjóðar og Finnlands var ljúf og góð og við auðvitað ekkert smá heppin með veður. Riging á undan og eftir en ekkert nema blíðan meðan við vorum þarna. Og sumarið hérna fyrir sunnan hefur líka verið svo fínt og gott. Búin að bæta við myndum og á eflaust eftir að tína nokkrar í viðbót inn í albúmið sem merkt er sumrinu 2007. En hér er svona eitthvað til að ylja sér við:

Nýkomin til Sigga og Cillu í á Svartsö í skerjagarðinum sænska

 

 

 

 

 

 

 

 

Ari Siggi og Cilla fyrir utan húsið þeirra á Svartsö

Flotta Línu langsokks-húsið sem Siggi smiðaði fyrir stelpurnar. Skil ekkert á því hvers vegna Ikea vill ekki fjöldaframleiða það.

 

 

 

 

 

 

 

 

Siggi smíðaði þetta fína Línu Langsokkshús fyrir stelpurnar þeirra

Komið að landi í Suomenlinna eða Sveaborg

 

 

 

 

 

 

 

 

Komið að landi í Sveaborg við Helsinki 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Jón Ásgeir Sigurðsson

Vaknaði í morgun við það að Ari minn sagði mér að Jón Ásgeir væri dáinn. Þótt ég hafi vitað það í tvo mánuði að hverju dró, þá brá mér samt. Líklega ber maður alltaf einhverja von í brjósti um að öðru vísi fari - þvert á allar líkur og skynsemi. 

Við Jón byrjuðum í sömu vikunni á vormánuðum 1980 að vinna sem blaðamenn á Vikunni og unnum þar bæði í meira en 5 ár, hann hætti haustið 1985 og fór til Ameríku þegar Magga hans fór í framhaldsnám og ég hætti um áramótin. Tíminn á Vikunni var lærdómsríkur og skemmtilegur, við vorum hamingjusamur hópur sem skrifaði um allt sem máli skipti (og ekki) undir mildri en markvissri stjórn Sigurðar Hreiðars. Jón var metnaðarfullur blaðamaður, stofnaði snemma á þessu tímabili lítinn blaðamannaklúbb sem hafði það að markmiði að auka fagmennsku í blaðamennsku. Við hittumst nokkrum sinnum í turnheberginu á Hótel Borg og þegar ég lít yfir umræðuna og þá sem Jón valdi til að koma inn á fyrstu fundina þá sé ég margt af því besta sem prýða má blaðamennsku. Hann hafði byggt upp mikla þekkingu og gagnrýninn hug í námi bæði við Freie í Berlín og í Bandaríkjunum. Við á Vikunni vorum svo lánsöm að vera í sambýli við Blaðamannafélagið fyrstu árin okkar Jóns á Vikunni og ég sá margar hugmyndir sem Jón dreymdi um að fá hrint í framkvæmd verða að veruleika, enda gott fólk í forsvari þar. Blaðamannanámskeið í tölvunotkun, íslensku og notkun skoðanakannana sem blaðaefnis eru meðal þess sem ég tel víst að hafi sprottið af umræðu sem hann átti þátt í. 

Á Vikuárunum gat Jón skrifað um allt sem hann vildi, enda var Vikan þá ásamt Nýju lífi eitt fárra blaða á markaðnum fyrir utan dagblöðin. Kannski var Vikan þá allt í senn: Mannlíf, Ísafold, helgarútgáfa dagblaða og gamla góða Vikan. Jón skrifaði snemma (1983 minnir mig) um tölvuvæðingu, sem þá var varla orðin almenn. Hann var svolítið forspár í aprílgabbi sem hann hafði veg og vanda af, um gervihnattadiska á svölum venjulegra íbúðahúsa. Hann skrifaði um golf og skíðaíþróttina, þar þóttumst við greina áhrif Möggu, sem þá var ungur læknanemi frá Ísafirði og nýja ástin í lífi Jóns. Hvort sem um léttmeti var að ræða eða þyngri þjóðfélagsumræðu, þá skrifaði Jón Ásgeir alltaf áhugaverðar greinar. 

Á Ameríkuárunum var ég svo ljónheppin að fá tækifæri til að heimsækja Jón Ásgeir og Möggu til New Haven haustið 1991. Fyrst var ,,brunch" í fallega húsinu þeirra þar og Jón sýndi mér litla stúdíóið undir stiganum þar sem margar góðar fréttaútsendingar frá Bandaríkjunum áttu uppruna sinn. Svo fórum við ásamt fjölda Íslendinga úr nágrenninu í haustlitaferð upp á fjall i nágrenninu. Hann var líka mikið með okkur í New York þessa haustdaga og ég ætla að leyfa mér að skoða allar myndirnar sem ég á úr þessum draumatúr einhvern tíma þegar ögn lengri tími er liðinn frá þessu sorgarfréttum dagsins, ekki strax. 1994 hittumst við síðan aftur í USA þegar ég var á ferð í Washington og hann kynnti mig fyrir þeirri hlið á borginni sem mér finnst minnisstæðust, bókabúðunum góðu og háskólahverfinu Georgetown. 

Eftir að Jón Ásgeir og Magga fluttu heim aftur lágu leiðirnar saman af og til, Jón var að mínu mati réttur maður á réttum stað hjá ríkisútvarpinu, þar sem hann vann bæði að því að byggja upp fagmannlega fréttaskýringarþætti og að málefnum er vörðuðu starfsfólk RUV. Þar sem ég hef alltaf af og til dottið inn í lausamennsku hjá útvarpinu þá rákumst við saman þar, viljandi og óviljandi. Jón las eitthvað fyrir mig í þáttum sem ég gerði og svo var hægt að lauma sér í kaffi eða mat og spjalla. Það eru heldur ekkert svo óskaplega mörg ár síðan við hættum að halda ,,Vikupartí" - gamli, góði hópurinn frá árunum 1980-1985. Og ég upplifði meira að segja alveg nýja hlið á honum fyrir varla meira en hálfu öðru ári þegar hann kom að kosningaráðgjöf fyrir framboð sem mér var mjög kært. Þar var gengið til sigurs.

Minningarnar um Jón Ásgeir eru margar og allar góðar. Svo vill til að Magga hefur verið lífsförunautur hans nánast alla þá tíð sem ég hef þekkt hann og ég veit hvað hann var stoltur af því að eiga þessa hæfileikaríku konu. Börnin öll voru líka stoltið hans, son missti hann ungan, en hann átti þrátt fyrir það miklu barnaláni að fagna. Ég ætla að leyfa mér að minna mig á að Jón Ásgeir átti gott líf þar sem margir draumar hans rættust. Hann var alltaf að læra, bæði í skóla og lífi sínu, alltaf að miðla af þekkingu sinni og reynslu og hann var alltaf góður vinur. 

 


Gaman á Skögunum ...

Eftir að hafa vaknað í Borgarfirðinum og rennt beina leið á Reykjanesskagann (næstum, heilsaði upp á Óla minn á Álftanesinu fyrst) til að sækja skátann minn, hana Hönnu, var rennt á Skagann með viðkomu í Mosó þar sem Nína systir bættist í hópinn. Ekkert smá skemmtilegt að fara í afmælið hennar Gurríar eins og venjulega, fá stelpuna sína heim og sannfærast um að Nína væri flutt heim. Margt að gerast hjá öllum, en þó líklega viðburðaríkast hjá Nínu þessa stundina, húsnæðismál og vinnumál í hraðri og spennandi þróun, þótt hún hafi bara verið hér í 4-5 daga. Annars var fyndið að koma í Leifsstöð og ganga í flasið á nokkrum tugum ef ekki hundruðum af bláum skátaskyrtum. Aðeins fjölbreyttari flóra fata á hinum Skaganum hjá Gurrí (sjá bloggið hennar Gurríar, linkur til hliðar), og ég skildi Hönnu vel þegar hún ákvað að losa sig við bláu skátaskyrtuna áður en hún fór í afmælið og fara frekar í ,,borgaralegri föt". Annars hefði hún sem sagt vakið aðeins meiri athygli en hentaði þegar maður er orðinn vel ferðalúinn. Núna hinkrar hún eftir að frétta af seinustu skátunum í sveitinni sinni - seinustu flugvélar ættu að lenda um miðnæturskeið.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband