97 ára heiðurskona kvödd á fallegum haustdegi fyrir norðan

Heiða vinkona mín kom með góða ábendingu. Ekki oft sem jarðarför 97 ára manneskju er jafn fjölmenn og sú sem var í Blönduóskirkju þegar heiðurskonan Ásgerður á Guðlaugsstöðum var kvödd í gærdag. Ástæðan er áreiðanlega ekki síst sú að Ásgerður var, þrátt fyrir háan aldur, enn mjög virk og vakandi í samfélaginu, á sinn hægláta hátt. Við Ari fórum norður á þessum einstaklega fallega haustdegi. Ásgerður var skemmtileg og lifandi kona, bókelsk og viðræðugóð, í þau óteljandi skipti sem við höfum komið að Guðlaugsstöðum hefur alltaf verið gaman að hitta hana. Gunna bóndi á Guðlaugsstöðum og dóttir Ásgerðar er besta vinkona mín og því fer ekki hjá því að við höfum kynnst fjölskyldu hvor annarrar vel og mitt að þakka fyrir mig á þessari stundu. Það er mikill annatími núna í sveitinni en ég held að þessi laugardagur þegar fjöldi fólks úr sveitinni, úr bænum og að austan þaðan sem Ásgerður var ættuð, sýni og sanni vinsældir Ásgerðar. 

Við Ari vorum annars í bústaðnum um helgina, skruppum þó í skemmtilegt matarboð með ferðafélögum Ara úr hestaferð í sumar áður en við fórum í bústaðinn, á föstudagskvöldið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Held að veturinn verði mildur til áramóta en harður eftir það, og vona að þá verði frosthörkur og fegurð, svona eins og maður man eftir úr barnæsku

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2.10.2007 kl. 18:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband