Færsluflokkur: Tónlist
Síðasta lag fyrir (fimm) fréttir
5.4.2008 | 03:32
Á föstudagskvöldum kemur fyrir að við Nína systir dettum inn í tónlistarsukk, spilum alls konar merkilega og ómerkilega tónlist hvort fyrir aðra, eða réttar sagt, ég fer á tónlistarflipp og hún hefur gaman af sumu, og kemst að inni á milli. Einum vini mínum var þannig lýst að honum þætti lag ekki gott nema að hann hefði setti plötuna sjálfur á fóninn. Sem betur fer hefur hann góðan tónlistarsmekk. Ég er ekki þannig en niðurstaða kvöldisins er sú að við systur erum þessar tvær á landinu sem eru ekkert sérlega upprifnar yfir Sálinni. Hins vegar höfum við komið víða við í kvöld og fram á rauða nótt. Og ekki seinna vænna að setja inn síðasta lag fyrir fimm fréttir. Þau verða ábyggilega fleiri en eitt og eiga það sameiginlegt að vera ekki með upprunalegum flytjendum.
Fyrsta Travis lagið sem ég heyrði (og kolféll fyrir Skotunum, tónleikar þeirra hér voru til dæmis æði!) var tökulagið Hit me Baby One More Time, sem ég vissi ekki þá að væri Britney Spears-lag, lærði að meta stelpuna síðar (ekki að grínast). En ég held alltaf jafn mikið upp á þessa Travis útgáfu:
Reyndar er ÞETTA fyrsta úgáfan sem ég heyrði, en þarna eru hljómgæði og mynd mun lakari, en hins vegar finnst mér þessi útgáfa enn skemmtilegri, en maður þarf að vera svolítið húkkt á Travis til að vera sammála.
Næst smá diss á Wonderwall með Oasis (ég fílaði Blur alltaf betur). Þetta er kannski smá í sama anda og Ragga Bjarna útgáfan af ,,Smells like Teen Spirit" (sem er snilld) nema hér er videóið alveg bráðnauðsynlegt, en röddin hans Ragga dugar:
Loks er það smá misskilningur, ætlaði að leyfa Nínu að heyra Jeff Buckley útgáfuna af Hallelujah, en lenti á allt annarri útgáfu og varð bara ansi hrifin en finn hana auðvitað ekki þannig að ég skelli bara annarri með Rufusi Wainwright inn í staðinn:
,,Gamalt" rússneskt lag um Reykjavík
3.4.2008 | 00:50
Það stendur í upplýsingum um þetta lag að það sé gamalt lag sem var vinsælt í Rússlandi um 2000. Rosa gamalt! En hann Halldór sendi mér þetta áðan og ég bara VERÐ að leyfa fleirum að njóta.
Nafna hafði ekkert smá rétt fyrir sér með David Cook
31.3.2008 | 22:40
Nafna mín á Akureyri benti mér á að hlusta á David Cook syngja Billy Jean í mjög sérstakri útsetningu á blogginu sínu. Þetta er góða hliðin á American Idol, sumt er enn sem fyrr leiðinlegt. Hún hafði sko meira en rétt fyrir sér, það er varla hægt annað en halda með þessum náunga eftir að hafa séð þetta lag.
Hér er hægt að hlusta og horfa á þennan flutning, njótið vel:
Og hér er sá sem féll út, að flytja það sem mér fannst hans besti árangur (afsakið kjaftæðið framan af, gott að renna inn í svona 1/3 af laginu). Ef þið smellið bara á annað lagið, þá skulið þið velja það efra (Michael Jackson hvað!!!???)
Snilldarsendingar af MSN-inu mínu - ekkert Ken Lee hér
18.3.2008 | 23:34
Lenti á góðu síma- og msn flippi. Var fyrst spurð hvort ég hefði séð Ken Lee flutninginn óborganlega. Þið sem hafið ekki séð það myndband, tékkið! Mér skilst að það gangi ljósum logum á netinu núna. Ef þið finnið það ekki sjálf þá bara skal ég ganga í málið, en það er nóg í rauninni að fletta uppá Ken Lee á YouTube.
En þetta hér að neðan er ekkert Ken Lee. Hugsið ykkur bara hvað þessi ísraelsk-kanadíski drengur hefur þurft að æfa sig á ,,Ég les í lófa þínum".
Svo sem sagt fékk ég fleira sent á msn, sem mér skilst líka að hafi gengið dálítið um netið. Jimmy nokkur Kimmel er með kjaftaþátt (var víst áður með Man's show) og í einum þætti kom Sarah kærastan hans með smá óvæntan glaðning (sýnið þolimæði fyrri hlutann, þið skiljið allt í seinni hlutanum):
http://www.youtube.com/watch?v=Vc8v1RTZg9Y
Smá viðbótarskýring: Allir þættir Jimmy's enda á einhverju dissi á Matt Damon og svo að tíminn sé því miður búinn. En í næsta þætti kom Jimmy með svarið:
http://www.youtube.com/watch?v=sIQrBouWRiE
Þeir fyrstu verða síðastir og þeir síðustu fyrstir - meira að segja í American Idol
17.3.2008 | 21:45
Í seinustu viku var ég viss um að einn þátttakandinn félli út úr keppninni (og hann var líka viss um það) en í kvöld sló hann í gegn með ,,She's a women" í geggjað góðri útsetningu. Sú (írska) sem söng ,,Come together" hefur ekki verið alveg á toppnum fyrr en núna. En sorrí, núna klikkaði David A. sem er snillingur (ungi strákurinn) eins og hann náði góðu sambandi við Imagine, þá tókst honum að vera bara la la í Bítlaþættinum. Ææ, á ekki von á að hann falli út, en hann má ekki endurtaka þetta. En margir voru góðir og best voru þau tvö sem ég nefndi hér að framan, þessi hópur er mjög sterkur og það er gaman að fylgjast með.
Tom Lehrer og mengunin
16.3.2008 | 00:55
Einn af mínum uppáhöldum í langan tíma hefur verið Tom Lehrer, háskólakennari sem varð að goðsögn á sjöunda áratugnum. Núna er auðvitað hægt að endurnýja kynnin á YouTube (blessaðri) og þess vegna set ég smá sýnishorn hér af snillingnum. Mengun:
Og af því ég hef verið svo upptekin af stærðfræði í vetur, þá læt ég New Math fylgja með, en þetta er reyndar ekki ný stærðfræði lengur, var það hins vegar þegar efnið Tölur og Mengi var tilraunakennt í bekknum mínum í Hagaskóla. Mikið breyst síðan, og ég meira að segja komin talsvert lengra í stærðfræðinni.
Tókst að missa af (meintum) besta flytjandanum í tvígang - og Hallelujah Jeffs Buckley
10.3.2008 | 21:45
Hafði ekki hugmynd um að Americal Idol væri í kvöld (þótt það væri reyndar fyrirsjáanlegt, kláraði frá mér allt mánudagskvöldið fyrir viku) þannig að ég datt aðeins of seint inn í það. David hinn ungi, nýja uppáhaldið mitt var rétt búin að syngja þegar ég fór að fylgjast með og leikar standa enn. Reyndi á Stöð 2 plús en missti þar rétt af honum líka, en heyrði þó að honum var hrósað. Hins vegar hafa flestir flytjendurnir í kvöld verið góðir og flutningur á Jeff Buckley útgáfunni á Cohen laginu Hallelujah stendur uppúr, reyndar var á undan Lionel Ritchie lag sem var sérlega vel flutt. Stelpurnar eru ekki búnar núna, en það eru góðir sprettir, m.a. í nýfluttu Pat Benatarlagi. Þannig að þetta verður kannski bara gaman það sem efti rer vetrar.
Var að tékka á hvort lagið sem David flutti væri komið á YouTube (er ekki innvígð í iTunes eins og stendur) en það er ekki komið, hins vegar er Imagine frá síðustu viku þar, njótið vel:
Pelastikk á bandinu hans Bubba
8.3.2008 | 02:00
Horfðum á Bandið hans Bubba í kvöld og vorum sammála dómnefndinni um hverjir væru bestir, en það er eiginlega ekki hægt að horfa ógrátandi á sumt sem þar kemur fram, í þetta sinn var það morðið á ,,Creep" sem hefði átt að senda viðkomandi söngvara heim, ennfremur skil ég ekkert hvað Hjálmar er að gera þarna. En úff, flott eru þau Arnar, Thelma og Birna og kvöldið í kvöld var bara ágætt. Og á eftir fórum við Nína og Óli á algert tónlistarsukk. Nína fann lag með tilvonandi tengdasyni þar sem hann syngur fallega um bæ, sem flestum þykir ljótur, Portales í New Mexico. Þetta er flott lag, vel flutt og húmor í því, honum finnst þetta nefnilega fallegur bær, og það er merkilegt þegar flestum öðrum þykir hann frekar ljótur. Annars tók Óli flottar myndir þar þegar hann var hjá Annie frænku sinni þarna í haust.
En svo var auðvitað farið vítt og breitt um tónlistarsöguna, með viðkomu í snilldarverkum eins og söngvum Kurt Weill við ljóð Bertholt Brecht, Nick Cave (þar þurfti auðvitað að horfa líka á vídeóið með Wild Roses Grow sem langt er síðan sést hefur. Svo voru það sjaldheyrð bítlalög, smá Zappa (Little Umbrellas o.fl.), Lay Low, Doris Day og ýmislegt fleira sem of langt mál yrði að telja.
Hér er fyrir fleiri að njóta: Lotte Lenya syngur Surabaya Johnny (ekki með htmli til að setja inn).
Og af mörgum góðum lögum með Nick Cave vel ég þetta: Death is not the end, aðallega vegna snilldarflutnings hans, Shane, Blixa (Bad Seeds) að ógleymdri Kylie Minoque, snilld að sjá þau:
Mikið hrikalega eru þessi American Idon maraþon á mánudagskvöldum löng á Stöð 2. Líklega þess vegna sem ég hef ekki horft fyrr ef frá eru talin brot af þáttunum meðan verið var að velja inn í þáttinn, og það var bara uppá skemmtanagildið.
En ég elska söngvakeppnir af því mér finnst gaman að uppgötva nýjar stjörnur, reyndar í réttum hlutföllum við þolanleika laganna sem eru flutt, sem oft er ekki upp á marga fiska. Það er smá hátíð að horfa á Bandið hans Bubba, þótt ég hafi ekki séð neitt alveg stórkostlegt enn, tvær ansi góðar stelpur og fínan Queen-lags flutning í næstseinasta þætti. En í kvöld passaði vel inn í planið hjá mér að horfa mig þreytta á sjónvarp af því ég ætla að vakna mjög snemma í fyrramálið og hafa góðan tíma til að koma mér í stuð áður en ég fer á merkilegan fund, eldsnemma. Svo ég settist og horfði á þetta American Idol maraþon.
Erna frænka spurði um daginn hver væri uppáhaldið mitt í American Idol. Ég hafði ekki hugmynd. Núna veit ég það. Ungi strákurinn sem söng Imagine (hvílíkt hugrekki) með svo flottri og þroskaðri rödd, og mikilli tjáningju. Glæsileg frammistaða, alla vega í þessum þætti. Margir stóðu sig vel, þó tókst nokkrum að finna mjög óáhugaverð ,,seventies" lög, sem er alveg óþarfi. Fullt af góðum lögum að moða úr frá þeim áratug, sem oft fellur í skuggann af ,,sixties"-lögunum, en mörg af þeim bestu sem kennd eru við sixties eru reyndar seventies lög, til að mynda bestu þungarokkslögin frá þessum árum, Zeppelin, (best of) Clapton og Deep Purple. Lítið hreyft við þeim menningararfi í American Idol. Ekki við því að búast kannski.
En sem sagt, þarna er fullt af virkilega hæfileikaríku liði með misgóðan tónlistarsmekk og einn sem ég held að hljóti að vera sérlega mikil vonarstjarna. Ekki víst að ég leggi á mig að horfa aftur á allt þetta mánudagsmaraþon, en á seinustu stigum þáttarins mun ég alla vega horfa, ef nóg verður eftir af góðu liði. Ekki hægt að treysta því, tvö af þeim bestu seinustu árin hafa bæði verið kosin út í fjórða eða þriðja sæti. Það eru Chris Daughtry og LaToya London. Þau eru að gera það gott núna skilst mér, ásamt auðvitað Jennifer Hudson, sem líka datt út of snemma. Svo hafa svona furðufuglar eins og Taylor Hicks staðið uppi sem sigurvegarar, ekki beint traustvekjandi. En vonandi fer þetta allt vel núna ... ég mun væntanlega fylgjast með áður en þættirnir hafa runnið sitt skeið.
Endurtek, það er gaman að fylgjast með góðum söngvurum og helst vil ég auðvitað að þeir fari að syngja eitthvað almennilegt, rokk og blús. Kosturinn við Rockstar Supernova var einmitt hversu mikið af góðum lögum voru í keppninni og svo var Magni auðvitað magnaður! Keppni þar sem hægt er að heyra tvisvar frábæran og ólíkan flutning á Creep er auðvitað ekkert nema snilld.
Eurovision: Verðskulduð vonbrigði - áhuginn búinn
23.2.2008 | 22:11
Mörg álitamál þegar úrslitin liggja fyrir:
Ho, ho ho var hrikalega mikið lélegar flutt en seinast. Mikil vonbrigði og verðskulduð vonbrigði.
Dr. Spock var ótvíræður sigurvegari kvöldsins! Mikið rosalega var serbneski textinn flottur og flutningurinn æði.
Lagið sem vann finnst mér frekar leiðinlegt og lýkur hér með áhuga mínum á Eurovision þetta árið.
Davíð var flottur í Mika stellingunum.
Ragnheiður Gröndal er alltaf yndisleg.
Magga Eiríkslagið var gott, ekki við öðru að búast.