Síðasta lag fyrir (fimm) fréttir

Á föstudagskvöldum kemur fyrir að við Nína systir dettum inn í tónlistarsukk, spilum alls konar merkilega og ómerkilega tónlist hvort fyrir aðra, eða réttar sagt, ég fer á tónlistarflipp og hún hefur gaman af sumu, og kemst að inni á milli. Einum vini mínum var þannig lýst að honum þætti lag ekki gott nema að hann hefði setti plötuna sjálfur á fóninn. Sem betur fer hefur hann góðan tónlistarsmekk. Ég er ekki þannig en niðurstaða kvöldisins er sú að við systur erum þessar tvær á landinu sem eru ekkert sérlega upprifnar yfir Sálinni. Hins vegar höfum við komið víða við í kvöld og fram á rauða nótt. Og ekki seinna vænna að setja inn síðasta lag fyrir fimm fréttir. Þau verða ábyggilega fleiri en eitt og eiga það sameiginlegt að vera ekki með upprunalegum flytjendum.

Fyrsta Travis lagið sem ég heyrði (og kolféll fyrir Skotunum, tónleikar þeirra hér voru til dæmis æði!) var tökulagið Hit me Baby One More Time, sem ég vissi ekki þá að væri Britney Spears-lag, lærði að meta stelpuna síðar (ekki að grínast). En ég held alltaf jafn mikið upp á þessa Travis útgáfu:

 

Reyndar er ÞETTA fyrsta úgáfan sem ég heyrði, en þarna eru hljómgæði og mynd mun lakari, en hins vegar finnst mér þessi útgáfa enn skemmtilegri, en maður þarf að vera svolítið húkkt á Travis til að vera sammála. 

Næst smá diss á Wonderwall með Oasis (ég fílaði Blur alltaf betur). Þetta er kannski smá í sama anda og Ragga Bjarna útgáfan af ,,Smells like Teen Spirit" (sem er snilld) nema hér er videóið alveg bráðnauðsynlegt, en röddin hans Ragga dugar: 

Loks er það smá misskilningur, ætlaði að leyfa Nínu að heyra Jeff Buckley útgáfuna af Hallelujah, en lenti á allt annarri útgáfu og varð bara ansi hrifin en finn hana auðvitað ekki þannig að ég skelli bara annarri með Rufusi Wainwright inn í staðinn:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Linda litla

Alltaf missi ég af þegar það er verið með myndbönd. Er ekki með hátalara í lagi.

Góða helgi Anna.

Linda litla, 5.4.2008 kl. 13:29

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það koma alltaf ný lög Linda mín, góða helgi allar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.4.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Náunginn sem er að dissa Oasis kallar sig Mike Flowers og er Svíi eftir því sem ég best veit. Smá bakgrunnsupplýsingar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 6.4.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef aldrei kunnað að meta sálina svo við erum3!!! En kíktu á bloggið mitt...sameinumst öll um að lækka matarverð......

Hólmdís Hjartardóttir, 6.4.2008 kl. 03:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband