Þeir fyrstu verða síðastir og þeir síðustu fyrstir - meira að segja í American Idol

Í seinustu viku var ég viss um að einn þátttakandinn félli út úr keppninni (og hann var líka viss um það) en í kvöld sló hann í gegn með ,,She's a women" í geggjað góðri útsetningu. Sú (írska) sem söng ,,Come together" hefur ekki verið alveg á toppnum fyrr en núna. En sorrí, núna klikkaði David A. sem er snillingur (ungi strákurinn) eins og hann náði góðu sambandi við Imagine, þá tókst honum að vera bara la la í Bítlaþættinum. Ææ, á ekki von á að hann falli út, en hann má ekki endurtaka þetta. En margir voru góðir og best voru þau tvö sem ég nefndi hér að framan, þessi hópur er mjög sterkur og það er gaman að fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Biddu..."Er hun kvenmenn"?

Eirikur S. 18.3.2008 kl. 02:14

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ekki alveg viss um að ég skilji spurninguna þína Eiríkur, ... en það var sem sagt karlmaður sem söng ,,She's a woman" - og gerði það glæsilega. Vona að það sé svarið sem er verið að leita að.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 18.3.2008 kl. 17:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband