Tókst að missa af (meintum) besta flytjandanum í tvígang - og Hallelujah Jeffs Buckley

Hafði ekki hugmynd um að Americal Idol væri í kvöld (þótt það væri reyndar fyrirsjáanlegt, kláraði frá mér allt mánudagskvöldið fyrir viku) þannig að ég datt aðeins of seint inn í það. David hinn ungi, nýja uppáhaldið mitt var rétt búin að syngja þegar ég fór að fylgjast með og leikar standa enn. Reyndi á Stöð 2 plús en missti þar rétt af honum líka, en heyrði þó að honum var hrósað. Hins vegar hafa flestir flytjendurnir í kvöld verið góðir og flutningur á Jeff Buckley útgáfunni á Cohen laginu Hallelujah stendur uppúr, reyndar var á undan Lionel Ritchie lag sem var sérlega vel flutt. Stelpurnar eru ekki búnar núna, en það eru góðir sprettir, m.a. í nýfluttu Pat Benatarlagi. Þannig að þetta verður kannski bara gaman það sem efti rer vetrar.

Var að tékka á hvort lagið sem David flutti væri komið á YouTube (er ekki innvígð í iTunes eins og stendur) en það er ekki komið, hins vegar er Imagine frá síðustu viku þar, njótið vel:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Ég sé ekki american Idol, er ekki með stöð tvö. Það er örugglega gaman að fylgjast með þessu.

Linda litla, 10.3.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Mæli með að skoða YouTube þegar hringurinn fer að þrengjast. Ég skal reyna að standa mig í upplýsingagjöfinni líka, ég hef til dæmis aldrei séð Bold and the Beautiful, en veit samt heilmikið um það í gengum bloggið hennar Gurríar vinkonu minnar.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.3.2008 kl. 23:27

3 identicon

Ég á ekki orð yfir hæfileika þessa drengs. Mér finnst hann eiginlega sá besti sem komið hefur fram í þessari keppni, allavega það sem hann hefur sýnt til þessa

Anna Ólafsdóttir (anno) 11.3.2008 kl. 08:57

4 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Hann er búinn að heilla mig uppúr skónum alla vega. Mun fylgjast spennt með og ekki spillir að þarna er fleira hæfileikafólk á ferðinni, mér fannst reyndar seinni strákurinn sem féll út í gær eiga skilið að hanga inni aðeins lengur.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 12:16

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

ég hef verið að fylgjast með þessu en hef enn ekki náð nöfnum keppenda. Haleluja var stórkostlega vel gert. Litli gaurinn, uppáhaldið þitt, var krútt en ekki eins góður og í síðustu viku.

Annars ´hef ég heyrt því fleygt að Sirkus sé Stöð 2 sólarhring seinna svo þú ættir að ná Idolinu þar í kvöld.

Jóna Á. Gísladóttir, 11.3.2008 kl. 14:52

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég náði restinni af laginu og fannst það ÆÐISLEGT!!! Rosalegir hæfileikar hjá drengnum. Simon gaf honum líka bestu einkunn! Æðislegt lag by the way!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.3.2008 kl. 17:33

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Út að borða með góðum vinum í kvöld þannig að Sirkus bjargaði mér ekki eins og sú stöð gerir nú yfirleitt, en YouTube mun gera það fljótlega, býst ég við. Hlakka til að fylgjast með áfram og gaman að heyra fleiri sammála um stráksa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 11.3.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Brynja skordal

Hann er æði þessi strákur en strákarnir eru reyndar allir sem eftir eru mjög góðir og nokkrar stelpur líka þetta verður án efa spennandi og mjög skemmtilegt idol þetta árið erfitt val fylgist spennt með

Brynja skordal, 12.3.2008 kl. 00:16

9 identicon

Held alveg örugglega að þetta sé rétt slóð...

 http://www.youtube.com/watch?v=pYqyS3HLbHY&feature=related

Jóhanna 12.3.2008 kl. 18:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband