Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Loksins lausn fyrir Foreldahúsið
27.12.2007 | 23:15
Hvernig í ósköpunum getur áhugi á anarkisma gengið í ættir?
23.12.2007 | 05:02
Ykkur finnst þetta kannski ekki jólaleg umræða, en hún á sér skýringar. Í dag barst mér í hendur bók sem ég hef leitað að í rúmt ár, gersamlega ófáanleg, um anarkisma. Hún er eftir frænda minn, George Crowder. Það er aðeins liðlega ár síðan ég frétti af þessari bók, ég hef nefnilega aldrei séð George eða heyrt, þótt amma mín og mamma hans séu systur. Hann er fæddur á Nýja Sjálandi (eða Suður-Afríku, man ekki hvar Bubba frænka bjó árið 1955) en ég hér heima á Íslandi. Ég þekki bróður hans, Brian og syni hans, en hef aldrei hitt George og frétti af tilviljum af því að hann hefði bæði skrifað doktorsirtgerð og bók um anarkisma, einkum klassískan. En ég skrifaði mína B.A. ritgerð um einn af klassísku anarkistunum, Kropotkin, og gerði síðan þáttaröð fyrir ríkisútvarpið fyrir nokkrum árum sem ég kallaði: Þættir úr sögu anarkismans, þar sem ég rakti anarkismann og sögu hans, nokkurn veginn sama tímabil og George fjallar um í sinni bók. Þannig að ég hlýt að spyrja: Getur áhugi á anarkisma gengið í erfðir, alla vega var það ekkert í umhverfi okkar sem leiddi okkur á sömu braut, mér vitanlega.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég kemst að því að manneskja, mér mjög nákomin, er að gera nokkurn veginn nákvæmlega sömu hluti og ég þótt ekkert samband sé á milli. Hitt dæmið er lengra mál og jafnvel enn persónulegra, og hin ættin mín reyndar. Ég trúi alveg á tilviljanir, en það eru samt takmörk fyrir því hvað ég er auðtrúa á svona einkennilegar tilviljanir. Það er ekki eins og allir í heiminum séu að velta fyrir sér anarkisma, og enn færri voru þeir þegar við George lukum við okkar misstóru ritgerðir, ég 1978 og hann 1987. Í formála hans fjallar hann um tvennt, annars vegar hve illa gengur að fá kenningar anarkista ræddar sem ,,alvöru" stjórnmálakenningar og hins vegar um fordóma gagnvart anarkisma, það er að líta á anarkisma sem friðsæla stjórnmálakenningu en ekki eingöngu í ljósi voðaverka sem framin voru í hans nafni á árunum 1880-1910. Nokkurn veginn það sem ég fann fyrir þegar ég skrifaði mína ritgerð og eflaust hefur það litað þættina mína. En ég er farin að svindla aðeins á jólabókalestrinum og byrjuð að lesa það sem George skrifaði og hlakka til að klára þá bók.
Er eitthvað að fara að gerast í framtíðarlausnum?
19.12.2007 | 02:15
![]() |
Á flugvöllinn í fjarstýrðu hylki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jóhanna lofar björgun Foreldrahúss! Húrra!
10.12.2007 | 19:29
Mér fannst flottust þessi setning í viðtali Sjónvarpsins þegar Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra lofaði að Foreldrahúsinu yrði bjargað. Þegar hún var spurð hvort það væri hægt að bjarga því fyrir áramót, þegar Vímulaus æska missir húsnæði Foreldrahússins, hvort tíminn væri ekki of stuttur, þá svaraði hún: Við látum hann duga!
Þetta var flott umfjöllun í Sjónvarpinu og dásamlegt loforð félagsmálaráðherra og hún er nú yfirleitt þekkt fyrir það að standa við það sem hún lofar. Viðmælendur Sjónvarpsins í gær eiga líka heiður skilinn fyrir öflugan málflutning og allir sem leggja þessari baráttu lið. Það er ekki hægt að spara þegar líf og vellíðan fjölskyldna í vanda er í húfi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:14 | Slóð | Facebook
Ekkert feimnismál
8.12.2007 | 23:33
Gott að það skuli ekki vera feimnismál í samfélaginu okkar að viðurkenna að fleira sé til en augað sér. Það hefði verið gaman að lenda í úttakinu og sjá hverjar spurningarnar voru, en vonandi kemur það fram í pappírsmogganum mínum. Þekki stálheiðarlegt fólk sem hefur lent í vandræðum út af skyggni, til dæmis sagst hafa mætt fólki á götu, sem síðan reyndist dáið, þannig að ég efast ekki, þótt ég eigi enga persónulega reynslu af því tagi, nema kannski af því ég er afspyrnu ómannglögg. Því miður eru til samfélög sem dæma allt yfirskilvilegt sem villutrú, oft í nafni ofurkristni, og það hlýtur að vera erfitt að hafa einhvern hæfileika af þessu tagi í slíkum samfélögum.
Býst þó við að ég hefði komist á blað í svona rannsókn, ef ég hefði lent í úttaki, útá hagnýta notkun hugskeyta, sem meðal annars urðu til þess að húsbóndi minn í sveitinni byrjaði allnokkrar setningar sínar á eftirfarandi orðum: Ég ætlaði nú að senda ykkur í kartöflugarðinn [úti bylur regnið á gluggunum] en í staðinn ætla ég að senda ykkur upp á þurrkloft/niður í kjallara/út í hænsnahús .... En kannski var það Dúna vinkona mín sem var svona máttug í hugskeytunum, við sendum okkar skeyti venjulega saman og ég man reyndar fleiri og magnaðri tilvik, en látum þetta duga.
![]() |
Trú á dulræn fyrirbæri liggur djúpt í þjóðarsálinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Biðstaða í samfélaginu
7.12.2007 | 23:22
Þótt ég sé að reyna að vera ekki þátttakandi í samfélaginu á meðan á prófatörn stendur, þá verður auðvitað ekki hjá því komist. Verðbréfafall kemur reyndar ekki við mig persónulega, en hins vegar finnst mér andrúmsloftið í samfélaginu einkennast af biðstöðu:
- Hvað ef hlutabréf halda áfram að falla? - Er þetta bara að gerast vegna alþjóðlegs vanda? - Hvað ef ríku náungarnir taka einhverja með sér niður? Hverja? - Geta þeir kannski fallið af stallinum án þess að fleiri gjaldi? - Eða er þetta úlfur, úlfur, eitthvað sem Íslandshatararnir á Jótlandspóstinum hafa fundið upp? Eigum við bara að bannfæra Jótlandspóstinn?
En það eru jafnvel enn mikilvægari spurningar í biðstöðu:
- Hvað er ekkert verður gert vegna þróunarinnar í húsnæðismálum? - Hvað ef alvarleg verðbólga skellur á (sum okkar muna hana)? - Hvað ef ekki verður gert í að jafna lífskjörin? - Hverjir fá næstu kjarabætur, ef einhverjir? - Verður eitthvað af viti gert fyrir aldraða eða öryrkja eða er þetta (sem við erum að heyra núna) allt og sumt? - Dregur úr þenslu, stoppa framkvæmdir eða verður allt á fullu áfram?
Spurning hvaða áhrif þetta ástand mun hafa á enn stærri mál, aðgerðir gegn loftslagsbreytingar og fleira slíkt.
Ég spái því að jólaverslunin verði aðeins hóflegri núna en undanfarin ár, en janúarútsölurnar líflegar. Að sveiflur verði áfram á verðbréfamörkuðum erlendis meira en hérlendis. Að ekkert merkilegt verði gert í loftslagsmálum, ef frá er talið að Ástralir eru að fá skilningsríkari stjórnvöld.
Og þá er þetta frá og ég get farið að snúa mér að skólabókunum á nýjan leik. Einsgott, en þetta bara varð að komast inn í umræðuna.
,,Go liddlu dæduna" og hápólitískir barnagallar
29.11.2007 | 00:53
Um leið og ég fór í bleiku angórusokkana mína þá fór ég allt í einu að hugsa um barnagallamálið hennar Kolbrúnar Halldórs. Eins og ég hef einhvern tíma nefnt einhvers staðar á blogginu þá klæddi mamma mig alltaf í ljósblátt þegar ég var lítil og hennar rök voru að ég væri ekki með bleik augu. Eins og gefur að skilja (af samhenginu) var ég með ljósblá augu í þá daga. Síðar á ævinni varð ég ákafur aðdáandi bleiks litar og á veglegt bleikt skósafn því til sönnunar. En, ég er að hugsa um hvort einhver af þeim sem kíkti niður í kerruna forðum hafi sagt: ,,Go liddlu dæduna"* og klipið í kinnina á mér. Ónei, ætli það hafi ekki frekar verið sagt: ,,Ah, myndarlegur strákur, sem þú ert með þarna! Hann á einhvern tíma eftir að verða stór og sterkur!"
* Á íslensku: ,,Sko litlu, sætu, stelpuna."
Í stað ráðherra komi ráðríki - og þá er málið leyst!
23.11.2007 | 00:11
Í stað ráðherra komi ráðríki - og þá er málið leyst! Þetta fína hvorugkynsorð, beygist: Ráðríki, ráðríki, ráðríki, ráðríkis. Ekkert flókið við þetta mál. Einfalt, þjálft og hljómfagurt orð. Á sér sögulega skírskotun, einmitt nú þykir framkvæmdavaldið (nokkur ráðuneyti skipuð nokkrum ráðríkjum) nokkuð valdamikið samanborið við löggjafarvaldið og jafnvel dómsvaldið. Það vendist fljótt að segja: Hæstvirt samgönguráðríki Kristján Möller til dæmis. Þarf að ræða þetta eitthvað frekar? Og meðan þið eruð stödd hérna á síðunni, endilega bætið í púkkið ef þið þekkið eitthvert orð sem endar á gangur og ekki hefur verið tilnefnt nú þegar.
Og svo er ráðríki auðvitað í ríkisstjórn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:56 | Slóð | Facebook
Foreldrahúsið, Vímulaus æska og nokkur kraftaverk
14.11.2007 | 00:52
Það hefur verið yfirvofandi um nokkurt skeið að Vímulaus æska missti Foreldrahúsið góða, sem hefur verið starfrækt í allmörg ár. Þegar ég fletti dagblöðunum í dag, í smá andleysiskasti, sá ég að þetta er að bresta á. Þannig að: Ef þið þekkið eitthvað til starfsemi Vímulausrar æsku, þá endilega reynið að finna gott húsnæði undir starfsemi Foreldrahússins, þið vitið þá væntanlega hversu ótrúlega mikils virði hún er fyrir fíkla á batavegi, fjölskyldur allra fíkla og í fyrirbyggjandi starfi. Ef þið þekkið ekki til starfsemi samtakanna þá hvet ég ykkur til að kynna ykkur hana. Þarna er nefnilega verið að vinna alveg ótrúlegt starf, fyrir lítið fé, með mikla reynslu og sérþekkingu í farteskinu og ekki alltaf verið að velja sér auðveldustu eða ,,vinsælustu" málin, heldur þau sem brýnast er að bæta úr.
Ef nógu margir eru tilbúnir að leggja málinu lið þá held ég að við skuldum því góða fólki sem starfar í Foreldrahúsinu eitt lítið kraftaverk og það sé hægt að finna nýtt og betra Foreldrahús og fjármagna leigu á því. Þau eru ekki svo fá kraftaverkin sem hafa unnist fyrir tilstilli starfsfólks, sjálfboðaliða og sérfræðinga Foreldrahússins.