Foreldrahúsið á leiðinni á götuna - björgum magnaðri starfsemi Vímulausrar æsku!

Nú er Foreldrahúsið á leiðinni á götuna, það er bráðnauðsynlegt að bjarga starfsemi Vímulausrar æsku. Fyrsta frétt í sjónvarpsfréttunum í kvöld hefur vonandi ýtt við fólki og hvatt til að bjarga þessum 10-12 milljónum sem til þarf svo hægt sé að leigja nýtt húsnæði í staðinn fyrir það sem samtökin eru að missa. Það má ekki láta þetta gerast, við hljótum að vera þjóð sem hefur efni á að styrkja samtök sem hafa lagt ómælt til samfélagsins og tekið við mörgum þeim málefnum sem minnstan áhuga og stuðning hafa fengið. Þrátt fyrir fregnir um góðan árangur í vímuvörnum (sem allir vilja heyra um) eru eftir sem áður margar fjölskyldur sem líða kvöl vegna fíklanna sinna, yngri systkini sem þurfa öflugan stuðning og uppbyggingu, foreldrar sem þurfa að hafa stað til að leita til þegar ástandið er óbærilegt og fíklarnir sem koma út í samfélagið á nýjan leik, en fá lítinn félagslegan stuðning, nema hjá Vímlausri æsku í Foreldrahúsinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Frjáls framlög!

Hefur þjóðin verið beðin um aura til að kosta framboð okkar í Öryggisráðið?

Það vantar alltaf peninga til bjargar í neyðartilfellum félagsmála.

Árni Gunnarsson, 10.12.2007 kl. 10:11

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ef frjálsu framlögin duga þá er það fínt, en þau hafa ekki gert það til þessa. Þar af leiðandi þarf að reiða sig á stuðning opinberra aðila, enda nýta þeir sér góða þjónustu Foreldrahússins. Best er þegar opinberir aðilar og frjáls félagasamtök vinna saman, eins og félagsmála- og heilbrigðisyfirvöld annars vegar og samtök áhugafólks og sérfræðinga með brennandi áhuga á málefninu taka höndum saman. Það hefur gengið ágætlega fram til þessa og mun vonandi halda áfram að gera það. En til þess þarf að tryggja rekstur Foreldrahússins.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.12.2007 kl. 15:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband