Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Styttur bæjarins og minnisvarðar - Bríet Bjarnhéðinsdóttir
8.11.2007 | 02:37
Get ekki verið annað en sammála því að það var löngu tímabært að koma upp minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í Reykjavík, gott mál fyrst á annað borð er verið að koma upp styttum og minnisvörðum. Man eftir umfjöllun þegar verið var að benda á hverjar styttur bæjarins væru, sem sagt nafngreindir karlmenn og nafnlausar (og stundum naktar) konur. Úr því mátti svo sannarlega bæta.
Hins vegar hef ég alltaf verið frekar tvístígandi í afstöðunni til þess hvort styttur og minnisvarðar séu best til þess fallnar að halda minningu fólks á lofti og ennfremur hvort þær séu sú tegund listar sem helst ætti að hampa. Ákveðinn efi verið að læðast um vegna þessa. En svo fletti ég myndum, og hvað sé ég? Mynd af fjölskyldumeðlimum við ýmsar styttur í ýmsum borgum. Flestar stytturnar dáfallegar, oft hef ég fræðst ögn meira um sögu borgarinnar þegar ég hef verið að leita upplýsinga um viðfang styttunnar, hvort sem um manneskju, goðsagnarveru eða eitthvað annað er að ræða. Og svo ætti auðvitað aldrei að taka afstöðu gegn lifibrauði listamanna, þannig að já, styttur eru bara hið besta mál. Og svo kemur fyrir að þær taka þátt í pólitískum yfirlýsingum eða hrekkjum, sumt er fyndið annað síður og fyrir kemur að þær eru nauðsynlegur þáttur í pólitískri sögu. Í Budapest er búið að koma öllum gömlu kommúnismastyttunum fyrir í garði sem er víst mjög vinsæll (ferðaþjónustutækifæri) annars staðar er styttum velt, eða þeim hampað, færðar á betri staði.
Ég held kannski ekki að Bríet sé á leiðinni á Austurvöll, en hmmm spennandi að fylgjast með vegferð þeirrar styttu ef einhver verður. Hún er alla vega komin upp.
Og svo má auðvitað ekki gleyma fallegu styttugörðunum, sem eru listaverk út af fyrir sig, Vigelandsanlegget í Oslo og í Reykjavík er garður Einars Jónssonar við Hnitbjörg mikill töfraheimur. Já, ég held ég verið sífellt hrifnari af styttum. Hér í gluggakistu kúrir líka hún Klara mín Mikk. Segi ykkur kannski sögu hennar við tækifæri.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:51 | Slóð | Facebook
Maraþondagur að baki
7.11.2007 | 00:41
Snemma í morgun var ég komin á þá skoðun að líklega myndi ég lifa það af að halda fyrirlestur um stærðfræði, meira að segja þótt hann væri auglýstur innan deildarinnar. Við þurfum reyndar öll að gera þetta sem erum í kúrsinum RRR (Reiknirit, rökfræði og reiknanleiki) en þetta er í fyrsta sinn sem þessi háttur er hafður á og smá glímuskjálfti í mér út af því. En sem sagt, ég lifði af, held jafnvel að þetta hafi verið alveg nothæfur fyrirlestur, en skrýtin var tilfinningin óneitanlega.
Það sem eftir lifði dags fór í ýmsar nauðsynlegar útréttingar og svo var alveg nauðsynlegt að leggja sig aðeins fyrir fund sem fyrirhugaður var í kvöld, enn og aftur um skipulag Álftaness. Fínn fundur, fyrirsjáanlegt nöldur (eðilega) út af ýmsu smálegu en í stærstu dráttum held ég að við séum komin með miðbæjarskipulag sem uppfyllir þarfir og væntingar flestra. Rosalega GRÆNT skipulag og allt er vænt sem vel er grænt, er það ekki?
Kynning á tillögum hefur verið mikil og góð, bæði gagnvirk með fundahöldum og svo á netinu. Hrifin af flestu í þessu græna skipulagi, þarf að taka afstöðu til eins nýs máls, þar sem ég er aðeins sveigjanlegri en ég hefði haldið.
Svandís sterkari en nokkru sinni fyrr
5.11.2007 | 01:46
Þverpólitísk samstaða staðfestir fljótaskrift
1.11.2007 | 12:05
![]() |
Borgarráð samþykkir að hafna samruna REI og Geysis Green |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fylgst með Budapest á færi
23.10.2007 | 00:53
Komin heim til Íslands en fylgist grannt með atburðunum í Budapest. Sé að það sem búast mátti við er að gerast, einhverjar óeirðir í gangi. Eitt er víst, ég mun fylgjast með og eins og fyrr segir þá finnst mér vont að hægri öfgaöfl hafa yfirtekið alla vega hluta mótmælanna sem hafa verið í gangi.
Hér er fréttin úr Budapest Times og fyrstu myndir frá upplifun okkar á sunnudaginn. Þetta er uppfærð útgáfa, en fréttirnar streyma inn.
Monday, 22 October 2007 | |||||
Budapest, October 22 (MTI) - Far right anti-government demonstrators have attacked police near the Opera House in downtown Budapest on Monday around 2000, while commemorations of the 1956 revolution were being held inside the building. Some two thousand demonstrators have marched to Nagymezo Street, just off the central Andrassy boulevard, and clashed with police, who began to use tear gas and the two water canons parked nearby to control the crowd. The demonstrators threw Molotov cocktails and bottles at riot police and turned over cars. OG FRAMHALDSFRÉTT - RÁÐIST Á BLAÐAMENN
|
Hvítir kyrtlar í fararbroddi og ljósmyndarar á stjái í kring Þar á eftir fánaberi og flokkur fólks, 56 þegar innvígðir í búningum sem minna mest á ungverska nazistaflokkinn frá stríðsárunum. Marserað inn á Hetjutorgið þar sem álíka hópur beið með fána sem eiga upphaflega sögurætur ungverskir nazistar notuðu líka á stríðsárunum. Þessi var á vissan hátt táknmynd dagsins En stúlkunni með söfunarbaukinn var ekkert um myndatökur gefið Og slóvakska fréttamanninum fannst rétt að taka þessa þróun alvarlega. Hann spáði því að þetta sem var að gerast á sunnudag þróaðist út í óeirðir og hefur reynst sannspár, þótt ekki kæmi til óeirða strax á sunnudag. Mér finnst sérstaklega sláandi að heyra að þegar er farið að hvetja þetta nývigða, unga fólk til að grípa til vopna. Þetta er minnihluti hægri öfgamanna og ef þeir ætla að fara að leiða mótmælin þá er ekki gott að setja hver þróunin verður.
|
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:23 | Slóð | Facebook
Óhugnanleg áminning um upprisu fasíska afla í Ungverjalandi
22.10.2007 | 00:08
Helgarferðin okkar til Budapest tók óvænta stefnu í dag. Eftir yndislegan laugardag þar sem við skoðuðum borgina vel og vandlega og enduðum á siglingu um Dóná eftir myrkur, þá vöknuðum við sæmilega snemma á hótelinu okkar rétt við Hetjutorgið, fórum inn í garð að reyna að finna skáldastyttu og nutum fegurðar dagsins, þótt farið sé að kólna hér í Ungverjalandi, komið niður í 10-12 gráður á daginn. Svo var borðað á næsta horni, þar sem frægasti matsölustaður Ungverjalands er, en þegar út var komið sáum við mikinn viðbúnað lögreglu, frekar heimulegan þó. Sú sjón leiddi okkur á Hetjutorgið og þar var að safnast saman mannfjöldi. Við hefðum eflaust átt að ranka við okkur þegar okkur var réttur snepill með all mikið stækkaðri mynd af Ungverjalandi, frá eldri stórveldistímanum. En við héldum að þetta væri ef til vill angi af mótmælunum sem enn eru við lýði fyrir framan þinghúsið og hafa verið síðan þau bar hæst fyrir um það bil ári, eftir að forsætisráðherra landsins var staðinn að meinlegum lygum. Samt var eitthvað skrýtið, ekki beint ógn í loftinu heldur frekar óþægilegt andrúmsloft.
Ég gaf mig á tal við fréttamann sem var vel heima í málinu, sá reyndist frá Slóvakíu, sem á kortsneplinum er alveg innlimuð í Ungverjaland. Hann sagði mér að í dag ætti að taka inn nýja meðlimi í varðlið öfgahægrimanna (Ungverskt varðlið/her). Þetta varðlið var stofnað með 56 þátttakendum nú í ágúst og það þótti frekar ógnvekjandi, ekki síst fyrir þá sök að einkennisbúningurinn er nauðalíkur búningi nazistaflokks Ungverjalands á stríðsárunum og málflutningurinn óþægilega líkur. Það sem við urðum vitni að getur ekki annað en vakið óhug. Þegar ég kem heim til Íslands mun ég setja myndir, kannski videóklipp líka, ef þau heppnast. Þarna marseraði 5-600 manna sveit nýliðanna með 56 menningana í broddi fylkingar, þar af sexmenninga í hvítum kuflum fremst.
Þúsund til fimmtán hundruð manns fylltu Hetjutorgið og flestir fögnuðu en aðrir stóðu hnípnari hjá. Túristar röltu í kring og tóku myndir eða tóku ekki eftir neinu með kynningu á umhverfinu í eyrunum. Úr garðinum heyrðust af og til tónar úr flautum indjána frá Suður-Ameríku sem stungu í stúf við þjóðernistónlistina og hernaðarlegan bumbusláttinn meðan her varðliða marseraði inn á torgið. Ræðuhöld kölluðu á klapp og pú, en svo kom að aðaluppákomunni, þegar vel þjálfuð hersingin sór eið til að ganga inn í varðliðið. Allar hugmyndir okkar Hönnu um að skreppa í verslunarferð í bæinn ruku út í veður og vind. Við vorum slegnar óhug og ákváðum að fylgjast áfram með á færi, taka myndir og athuga hvert þessi uppákoma stefndi. Neðar í götunni þar sem hersingin kom var sýning á andfasískum plakötum í tilefni af þessum ,,hátíðarhöldum"en það las ég bara á netinu í kvöld. Rétt er að geta þess að hér er löng helgi vegna þess að á þriðjudag eru 51 ár frá innrás Rússa í Ungverjaland. Tímasetning hægri öfgamannanna er ekki tilviljun.
Slóvakski fréttamaðurinn var undrandi á því að leyft væri að hafa þessa innvígslu með þessum hætti, en rétt er að geta þess að í fyrra misstu stjórnvöld allt úr böndunum þegar þau reyndu að banna mótmæli og eru illa brennd enda ekki sérlega vinsæl. Þennan mótþróa gegn stjórnvöldum eru þessir hægri öfgamenn, sem bera mikinn svip af nýnasisma, að reyna að notfæra sér. Að hluta til hefur þeim tekist að fá til liðs við sig þá sem mótmæltu í fyrra, en þau mótmæli voru gegn forsætisráðherra og slökum stjórnvöldum sem glíma við mikinn efnahagsvanda og alls ekki með nýnasískum svip eins og stefna stjórnmálaflokksins sem ber ábyrgð á stofnun þessa varðliðs, Jobbik. Þessi flokkur hefur einkum beint andúð sinni að sígaunum hér í landi en málflutningur, söguleg skírskotun og táknmál eru undarleg blanda af aðdáun á stórveldisfortíð Ungverjalands, ást á einhvers konar norrænum táknum (rúnaskírskotun í anda nasískra flokka áberandi) og hernaðarhyggju, með aga, hrópum og alls konar ógeðfelldum svip.
Mér fannst nokkuð merkilegt að heyra það mat fréttamannsins fyrrnefnda að Slóvökum fyndist uppgangur þessarra nýfasísku afla í Ungverjalandi raunveruleg ógn. Smá flett eftir heimkomuna til Debrecen segir mér þó að fleiri eru farnir að taka þessa ógn alvarlega, mýmargar síður á netinu gera þetta að umfjöllunarefni (þótt vefútgáfu Budapest Times þyki sýnu verst að túristar tóku myndir af þessu) og New York Times tekur svo djúpt í árinni fyrir um viku í sinni vefútgáfu að segja að heimurinn ætti að beina sjónum að Ungverjalandi og hætta að hafa áhyggjur af hægri öfgamanninum Le Pen í Frakklandi. Annars er það vefútgáfa Sydney Morning Herald í Ástralíu sem greip þá stemmningu sem mér fannst vera á Hetjutorginu í dag einna best þeirra sem þegar hafa skrifað um málið. Við sáum nokkuð um fréttamenn á svæðinu, frá alls konar miðlum, Sky meðal annars, en samt grunar okkur að meiningin sé að reyna að halda þessu eins hljóðu og hægt er. Ungverjar eru stolt fólk og þetta er kannski ekki það sem helst er að státa sig af. Hlekkur að neðan í umfjöllun Ástralanna.
Greinilegt var að mikið var lagt upp úr að ekki yrðu uppþot. Geysimikill fjöldi lögreglumanna út um allt, einkum í hliðargötum og baka til við hús og torg. Ekki mjög sýnilegir þó en margir. Tveir brynvarðir lögreglubílar með rimlum, sýnilega akandi fangaklefar og ekkert smáir, fóru hjá. Þegar mótmælunum lauk var þó ljóst að ekki þurfti á þessum viðbúnaði að halda. Hvað næstu dagar bera í skauti sér er ekki gott að segja en vonandi bera Ungverjar gæfu til að sneiða hjá þessari óhugnanlegu þróun. Ég er fegin að vita dótturina í hinni friðsælu borg Debrecen, en hvorug okkar er svo græn að halda að ekki geti orðið öfugþróun. Fjöldi skandinavískra námsmanna hér um slóðir er þó ákveðinn kostur ef virkilega yrði viðsnúningur.
http://www.smh.com.au/articles/2007/10/22/1192940933468.html
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:15 | Slóð | Facebook
Dagur borgarstjórnar og borgarstjórn Dags, Svandísar, Margrétar, Björns og okkar allra hinna
11.10.2007 | 21:08
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook
Ekki öll kurl komin til grafar
11.10.2007 | 15:22
![]() |
Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stríð og friður í Reykjavík
9.10.2007 | 21:32
Stríðið undanfarna daga í kringum REI hefur verið undarleg uppákoma og einhvern veginn finnst mér að sú saga sé ekki fullsögð enn, þótt viðburðarrík sé. Tilurð sögunnar er auðvitað sorglegt dæmi um blindu í kjölfar valds. Helga spyr í fróðlegum pistli í fyrri umræðu um sama efni hér á síðunni hvort vald spilli - hugleiðingar hennar standa fyrir sínu og ekki þarf vitnanna við, oft er hún einmitt fylgifiskur valdsins, spillingin.
Þess vegna er mannbætandi að sjá að ekki nota allir vald sitt á sama hátt. Seint verður því neitað að Yoko Ono og John Lennon voru meðal valdamestu persóna listaheimsins meðan þeirra beggja naut við. Auðvitað gengu þau gengum hæðir og lægðir, en það verður ekki af þeim skafið að þau hafa verið meðal öflugustu talsmanna friðar í heiminum. Yoko hefur haldið merkinu á lofti og ég þarf ekki að rekja hvers vegna augun beinast nú að henni hér á Íslandi. Sá súluna fallegu úr Reykjavík um helgina, en þá var greinilega prufukeyrsla í gangi, en þarf eflaust að fara í smá útúrdúr úr ljósamenguninni í götunni minni hér á Álftanesi til þess að upplifa hana núna á eftir. Hlakka til. Það pirraði mig ekki einu sinni að sjá Vilhjálm borgarstjóra í öðru hlutverki í kvöld en undanfarna daga, hann er vissulega gerandi í því stríði sem stendur í borginni út af REI en hann fékk að taka þátt í merkilegri friðarhátíð í kvöld og þökk sé listakonunni Yoko Ono fyrir að framkvæma þennan fallega draum hér á heimaslóð okkar Íslendinga. Mig grunar að þessi fallega gjöf muni hafa dýpri áhrif á umhverfið en okkur grunaði þegar þessi hugmynd kom fyrst til tals.
Fylgjumst með, hlustum grannt
5.10.2007 | 00:18